Segjast ekki bera ábyrgð á vali stéttarfélaganna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2019 15:58 Aldís Hafsteinsdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sambandið segir að ekki halli á félagsmenn SGS og Eflingar varðandi greiðslu iðgjalda. FBL/Eyþór Samband íslenskra sveitarfélaga segir að hvorki halli á félagsmenn SGS né Eflingar er varðar greiðslu iðgjalda í þá lífeyrissjóði sem félagsmenn greiða iðgjöld sín til. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér í tilefni þess að forsvarsmenn Eflingar og SGS hafa vísað kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara. Það gerðu verkalýðsforingjarnir vegna ósættis um lífeyrismál. Af hálfu SGS og Eflingar komi ekki til greina að halda áfram viðræðum nema lífeyrisréttindi starfsfólks sveitarfélaganna innan ASÍ verði jöfnuð.Sjá nánar: Vísa deilu til Ríkissáttasemjara „Ákvæði um framlög launagreiðenda í lífeyrissjóði og séreignasjóði eru samhljóða í öllum kjarasamningum Samband íslenskra sveitarfélaga og viðsemjenda þess, þ.e. 11,5% mótframlag í lífeyrissjóð og 2% mótframlag í séreignasjóð,“ segir í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga er starfsmönnum almennt gert skylt að eiga aðild að lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna, s.s. Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga eða LSR. Sú regla er þó með þeirri undantekningu að félagsmenn stéttarfélaga innan ASÍ greiða flestir í almenna lífeyrissjóði. Það fyrirkomulag hefur verið óbreytt um árabil og byggir á kröfum stéttarfélaganna sjálfra þar um, enda höfnuðu þau á sínum tíma boð um aðild að opinberu lífeyrissjóðunum.“ Lífeyrisréttindi starfsmanna sveitarfélaganna sem greiða í almenna lífeyrissjóði geti í einhverjum tilvikum verið lakari en þeirra sem greiða í opinberu sjóðina. „Þar sem stéttarfélögin bera sjálf ábyrgð á eigin vali og kröfum þá hafnar Samband íslenskra sveitarfélaga alfarið að bæta eða bera ábyrgð á hugsanlegum afleiðingum þess.“ Í tilkynningunni er fullyrt að krafa SGS og Eflingar sé í raun að launagreiðendur greiði hærri kjarasamningsbundin iðgjöld í lífeyrissjóði félagsmanna sinna en aðrir starfsmenn sveitarfélaga njóta. Kjaramál Tengdar fréttir SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga segir að hvorki halli á félagsmenn SGS né Eflingar er varðar greiðslu iðgjalda í þá lífeyrissjóði sem félagsmenn greiða iðgjöld sín til. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér í tilefni þess að forsvarsmenn Eflingar og SGS hafa vísað kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara. Það gerðu verkalýðsforingjarnir vegna ósættis um lífeyrismál. Af hálfu SGS og Eflingar komi ekki til greina að halda áfram viðræðum nema lífeyrisréttindi starfsfólks sveitarfélaganna innan ASÍ verði jöfnuð.Sjá nánar: Vísa deilu til Ríkissáttasemjara „Ákvæði um framlög launagreiðenda í lífeyrissjóði og séreignasjóði eru samhljóða í öllum kjarasamningum Samband íslenskra sveitarfélaga og viðsemjenda þess, þ.e. 11,5% mótframlag í lífeyrissjóð og 2% mótframlag í séreignasjóð,“ segir í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga er starfsmönnum almennt gert skylt að eiga aðild að lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna, s.s. Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga eða LSR. Sú regla er þó með þeirri undantekningu að félagsmenn stéttarfélaga innan ASÍ greiða flestir í almenna lífeyrissjóði. Það fyrirkomulag hefur verið óbreytt um árabil og byggir á kröfum stéttarfélaganna sjálfra þar um, enda höfnuðu þau á sínum tíma boð um aðild að opinberu lífeyrissjóðunum.“ Lífeyrisréttindi starfsmanna sveitarfélaganna sem greiða í almenna lífeyrissjóði geti í einhverjum tilvikum verið lakari en þeirra sem greiða í opinberu sjóðina. „Þar sem stéttarfélögin bera sjálf ábyrgð á eigin vali og kröfum þá hafnar Samband íslenskra sveitarfélaga alfarið að bæta eða bera ábyrgð á hugsanlegum afleiðingum þess.“ Í tilkynningunni er fullyrt að krafa SGS og Eflingar sé í raun að launagreiðendur greiði hærri kjarasamningsbundin iðgjöld í lífeyrissjóði félagsmanna sinna en aðrir starfsmenn sveitarfélaga njóta.
Kjaramál Tengdar fréttir SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19