Ofurkona sem örmagnaðist Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 28. maí 2019 11:30 Laufey í stofunni heima. Fyrir ofan hana hangir ljósmynd sem var brúðkaupsgjöf og er eftir Önnu Maríu Sigurjónsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Kyrrðarjóga er okkar framlag til hjúkrunar nútímans,“ segir Laufey. „Við viljum koma til móts við þjóðina sem er oft og tíðum undirlögð af streitu og álagi, og alla þá sem hafa löngun til að upplifa töfraheim og heilunarmátt hugleiðslu og djúpslökunar. Með því svörum við líka ítrekuðum beiðnum um að koma röddum okkar Rebekku á stafrænt form svo að fólk geti hlustað og hugleitt heima. Það er gott að geta gefið slíka gjöf enda náum við ekki að anna eftirspurn á spítalanum og reynum sífellt að finna leiðir til að hlúa að fólki.“Svefnleysið klárar mann Laufey útskrifaðist með diploma í bráða- og gjörgæsluhjúkrun frá Karolinska-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi árið 2006 og hóf í kjölfarið störf á gjörgæsludeild Landspítalans. „Ég var stressaðasta manneskja í heimi; ofurkona í krefjandi starfi, með stórt heimili, fjögur börn og mann sem vann dag og nótt. Álagið var mikið og ég var yfirkomin af svefnleysi vegna yngsta barnsins sem svaf ekki á nóttunni í tvö ár. Það klárar mann á endanum og ég missti lífsgleðina vegna langvarandi streitu og svefnleysis. Því hvet ég konur til að setja svefninn í forgang því það er hættulegt fyrir líkamann að ná ekki að endurnæra sig,“ segir Laufey sem örmagnaðist á sál og líkama árið 2013. „Ég lenti einfaldlega í algjöru andlegu og líkamlegu gjaldþroti. Ég hefði auðveldlega getað farið í gegnum örorku en ég fór aldrei til læknis og enginn vissi hvernig mér leið. Ég sagði upp vinnunni en bæði skammaðist mín og var of stolt til að viðurkenna örmögnunina út á við. Ég og maðurinn minn vorum bæði örþreytt og sáum ekki leiðina út, ákváðum bara að taka einn dag í einu, sjá til og sleikja sárin, fá andrými og sofa, og ég svaf í heilt ár,“ segir Laufey sem fann leið að bættri heilsu í gegnum óhefðbundnar leiðir. „Ég fór alla leið og prófaði margt; í gegnum sjósund og grænan lífsstíl, varð vegan og borðaði hráfæði en í dag hef ég fundið jafnvægi. Ég borða allan mat skynsamlega, er heilsuhraust og á ofsalega góðum stað en ég þarf að hafa fyrir því alla daga. Það kemur ekki af sjálfu sér. Maður ber ábyrgð á eigin heilsu.“Blessun í dulargervi Laufey er gift Ingvari Hákoni Ólafssyni, heila- og taugaskurðlækni. Hún leitast við að kveikja von hjá öðrum og hefur fundið leið til að dempa streitu sem er vágestur sem ógnar heilsu margra. „Leiðin út úr streitu og álagi felst meðal annars í hugleiðslu og hreyfingu. Sjálf þróaði ég með mér ofsakvíða sem dró úr mér alla lífsgleði og ég sá ekki fram úr deginum án þess að upplifa kvíða, ótta, áhyggjur og vanlíðan. Kvíðinn heltók líf mitt og ég réði ekki lengur við líf okkar, eigandi von á fimmta barninu og svo heyrðist enginn hjartsláttur. Í dag reyni ég að horfa ekki í baksýnisspegilinn nema með þakklæti fyrir reynsluna sem leiddi mig á þann stað sem ég er á í dag. Það gagnast engum að burðast með fortíðina á öxlunum og ég er að æfa mig í að sleppa tökum á erfiðri fortíð sem ég vil ekki að sé stjarnan í mínu lífi. Þess í stað horfi ég til baka með þakklæti og finnst ég lánsöm að hafa lent í erfiðleikum sem reyndust blessun í dulargervi. Ég vissi ekki lengur hver ég var, en minn stærsti sigur var að játa mig sigraða og gefast upp. Í uppgjöfinni fólst upprisan og ég gat farið að spyrna mér upp af botninum á ný.“Fann mótefnið við streitu Þær Laufey og Rebekka Rós hafa frá árinu 2017 stýrt Kyrrðarjóga fyrir starfsfólk Landspítalans. „Við hófum þessa vegferð í sjálfboðavinnu og buðum heilbrigðisstarfsfólki að mæta í slökun á vinnustaðnum á vinnutíma með hugsjónina eina að vopni og ofurtrú á að þetta væri þarft úrræði. Við treystum innsæinu, fylgdum hjartanu og náum nú ekki að anna eftirspurn,“ segir Laufey um Kyrrðarjógað sem inniheldur 35 mínútna hugleiðslu og djúpslökun. „Við vildum færa starfsfólki Landspítalans áreynslulausa streitulosun. Hornsteinarnir eru jóga nídra, tónheilun og djúpslökun. Með þeim opnum við ævintýraheim hugleiðslu upp á gátt og það hjálpar starfsfólkinu að eiga betri dag eftir að hafa hlaðið batteríin og upplifað algjöra kyrrð. Það kemur endurnært til áframhaldandi starfa og finnur á sér mikinn mun í aðstæðum fyrir og eftir því jógað hægir á taugakerfinu og veldur fullkomnu streituleysi,“ útskýrir Laufey um Kyrrðarjógað sem í dag er eitt af úrræðum fyrir starfsfólk á Landspítalanum og hefur haft jákvæð áhrif. Slökunarhugleiðslan nídra er stundum kölluð svefnhugleiðsla. „Nídra er magnaðasta töframeðal sem ég hef kynnst um ævina. Ég segi hiklaust að það sé eins og lyf: mótefni gegn streitu og álagi, aðgengilegt öllum án áreynslu eða aukaverkana. Þetta er nútíma hjúkrun og þótt ég sé ekki lengur að sinna sjúklingum Landspítalans sem hjúkrunarfræðingur er ég samt sem áður að hjúkra með því að annast um fólk og láta gott af mér leiða. Hjúkrun snýst líka um svo margt annað en að sinna sjúklingum; hún er að hlúa að annarri manneskju með hug, hjarta og hendi, auk þess sem ég nota rödd mína og nærveru. Með því er ég að hjúkra þeim sem hjúkra. Það hefur gefist gríðarlega vel og gefur okkur Rebekku mikið.“Í minningu góðrar vinkonu Fyrstu kynni hjúkrunarfræðingsins Laufeyjar og læknisins Ingvars Hákonar var ekki dæmigerður læknarómans á spítalanum því þau kynntust á Landsmóti hestamanna eftir útskrift Laufeyjar úr hjúkrunarfræði sumarið 2002. „Það var ást við fyrstu sýn. Ég hafði elt Önnu Maríu Sigurjónsdóttur á Landsmótið; vinkonu mína sem féll frá þann 12. maí í fyrra. Anna María átti svo stóran þátt í mínu lífi og var óþreytandi að hvetja okkur Ingvar til að búa betur um hnútana og giftast. Við giftum okkur rúmri viku eftir að Anna María kvaddi jarðvistina; ég gat ekki hugsað mér að mæta í jarðarförina ógift. Við Ingvar höfðum þá verið saman í sautján ár og við fórum með sjúkrahúspresti og dætrum okkar í Árbæjarkirkju þar sem við vorum gefin saman í heilagt hjónaband og fylgdum Önnu Maríu til grafar sem hjón,“ upplýsir Laufey. Anna María andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans, gamla vinnustaðnum hennar Laufeyjar.Laufey notar rödd sína, gong og hörpu við hugleiðslu og djúpslökun sína í Kyrrðarjóga.fréttablaðið/ernir„Starfsfólk Landspítalans er hvunndagshetjur sem leggja dag við nótt að hjúkra og hlúa að öllum sem þurfa á að halda og gefa ekkert eftir. Nú hef ég staðið utan við deildina í sex ár og horft með aðdáun á hetjudáðir samstarfsfólks míns. Ég mun því ætíð minnast 12. maí sem örlagaríks dags í mínu lífi; dagsins þegar vinkona mín dó, umvafin hlýrri umhyggju og aðstoð hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstarfsfólks sem vék ekki frá henni,“ segir Laufey snortin. Hún hefur mikinn áhuga á velferð fólks. „Ég elska að vera í kringum fólk og heyra sögur þess. Því er dýrmæt gjöf að geta sáð fræjum sem bætir heilsu þess. Það má líkja okkur Rebekku við tvo málaliða sem hurfu úr hópnum til að sækja hjálp og bjarga heilsu þeirra sem eftir stóðu og ætíð hlúa að öðrum. Við viljum breiða út boðskapinn og miðla úrræðum sem urðu okkur til bjargar því það eru leiðir sem virka.“Vestrænt og austrænt saman Laufey situr í stjórn fagdeildar um samþætta hjúkrun hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræði. „Áður voru óhefðbundnar leiðir kallaðar viðbótarmeðferðir en í dag viljum við kalla það samþætta meðferð og vekja athygli á að við þurfum fleiri úrræði en hefðbundin vestræn læknavísindi. Það þarf að byggja brýr á milli vestrænna lækninga og austrænnar visku með því að nota vestræn vísindi sem bakgrunn en líka austrænar leiðir sem lækna og líkna, eins og jóga, hugleiðsla og öndunaræfingar. Því eru nú að opnast margar dyr inn í heim vestrænnar læknisfræði og sem dæmi fengum við Rebekka svigrúm til að halda fyrirlestur um hugleiðslu í hjúkrun á lyflæknaþingi í fyrra.“ Um næstu helgi verða þær Rebekka með fyrirlestur um Kyrrðarjóga og áhrif þess á heilbrigðisstarfsfólk á norrænni ráðstefnu gjörgæslu- og svæfingahjúkrunarfræðinga. Þar verða hjónin Laufey og Ingvar einnig með fyrirlestur um vísindalega rannsökuð áhrif hugleiðslu á heilann. „Vonandi náum við að koma boðskap okkar áleiðis til nágrannaþjóðanna. Þegar fólk áttar sig á hversu mögnuð áhrif hugleiðsla hefur á heilann styttist í að hugleiðsla verði innleidd í heilbrigðis- og skólakerfið. Hugleiðsla ætti að vera í grasrótarstarfi samfélagsins og ég sé fyrir mér að innan fárra ára verði hugleiðsla hluti af daglegu námi barna. Rannsóknir sýna að regluleg ástundun hugleiðslu veldur formbreytingum á heilanum og stækkar þá hluta heilans sem hafa stjórn á streituviðbrögðum okkar. Þarna erum við að tala um sóknarfæri; eitthvað sem allir geta stundað og kostar ekki krónu. Kyrrðarjóga er því rétt að byrja; allt í nafni hjúkrunar. Nú er búið að sá þessum fræjum og heilbrigðisstarfsfólk hefur upplifað árangurinn á eigin skinni. Við hjálpum því að virkja slakandi hluta taugakerfisins og hægja á heilabylgjunum. Rannsóknir á áhrifum hugleiðslu eru líka að aukast, sem og almenn vitundarvakning. Þetta er framtíðin og mótefnið við streitu og hraða.“Endurheimti lífsgleðina Þegar Laufey náði að kyrra huga sinn urðu henni allir vegir færir. „Líf mitt gjörbreyttist. Ég upplifði lífsgleði á ný, uppskar miklu meira sjálfstraust, sjálfsþekkingu og fór að þykja vænna um sjálfa mig. Um leið varð ég mun betri útgáfa af sjálfri mér og átti auðveldara með að ná til fólks. Ég fann hvorki fyrir kvíða né áhyggjum lengur og það var eins og tíminn stæði í stað,“ útskýrir Laufey sem segist orðin háð nídra-djúpslökun. „Ef maður vill vera háður einhverju er eins gott að það sé jóga nídra. Manneskjan er þannig gerð að hún vill meira af því sem veitir henni vellíðan. Nídra er jákvæður hluti af heilbrigðum lífsstíl og hugur minn og heilsa kalla á nídra til að vera í jafnvægi,“ segir Laufey, full lífsgleði. „Eftir að ég endurheimti lífsgleðina á ég stundum erfitt með að hemja hana og stundum fer hún fram úr mér. Ég stunda því daglega hugleiðslu til að njóta lífsins í réttu jafnvægi en ég get heldur ekki haft stjórn á neinu nema þessu eina andartaki. Það er eina stundin sem við höfum raunverulega stjórn á,“ segir Laufey þakklát fyrir hlutskipti sitt að hjúkra og gefa af sér. „Ég er einnig með Kyrrðarjóga hjá Krabbameinsfélaginu og í Yoga Shala þar sem ég vinn mikið með konur og aðstoða þær við að ná að róa taugakerfið sem er á yfirsnúningi. Það er töfrastund sem nær þeim niður í streitulaust rými og þær ná að slaka á, leiddar áfram af hörpu, gong og rödd. Á eftir standa þær upp skýrari í hugsun og rólegri að takast á við verkefni dagsins. Mér þykir vænt um að halda utan um þennan hóp kvenna sem hefur loks fundið kyrrð og tilgang, sjálfsþekkingu og vellíðan,“ segir Laufey sem gerir allt frá hjartanu.Ástfangin upp á nýtt Laufey er nýkomin heim frá Stokkhólmi með sínum heittelskaða. „Við fórum á 100 ára afmæli heila- og taugaskurðlækninga í Svíþjóð og á sama tíma héldum við upp á eins árs brúðkaupsafmælið. Rómantíkin blómstraði og mér þykir stórkostlegt að vera gift. Ég upplifi mikið öryggi, traust og ást,“ segir Laufey sæl. Hún segir allt eiga sinn tíma. „Það var ást við fyrstu sýn hjá okkur Ingvari árið 2002 en svo koðnaði ástin í öllu álaginu, námi, streitu og barnauppeldi þar sem ekki var svigrúm fyrir annað en að lifa daginn af og ekki annað hægt en að bíða af sér storminn. Við vorum við það að skilja 2013 enda varla hist í tólf ár vegna álags og annríkis. Við náðum aldrei að ganga í takt en fórum loks að ganga í takt eftir að hafa tekið ákvörðun um að hlúa að okkur sjálfum og setja fjölskylduna og ástina í forgang. Því er eins og við séum að kynnast upp á nýtt. Ég er svakalega ástfangin af manninum mínum og mér hefur aldrei liðið betur. Ég kikna í hnjánum í hvert sinn sem ég sé hann og mér finnst hann algjör ofurhetja. Ég legg því áherslu á að fagna ástinni og lífinu. Kærleikurinn er stóra gildi lífsins.“ Prófaðu að hugleiða á kyrrdarjoga.is. Það er ókeypis og öllum aðgengilegt. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Kyrrðarjóga er okkar framlag til hjúkrunar nútímans,“ segir Laufey. „Við viljum koma til móts við þjóðina sem er oft og tíðum undirlögð af streitu og álagi, og alla þá sem hafa löngun til að upplifa töfraheim og heilunarmátt hugleiðslu og djúpslökunar. Með því svörum við líka ítrekuðum beiðnum um að koma röddum okkar Rebekku á stafrænt form svo að fólk geti hlustað og hugleitt heima. Það er gott að geta gefið slíka gjöf enda náum við ekki að anna eftirspurn á spítalanum og reynum sífellt að finna leiðir til að hlúa að fólki.“Svefnleysið klárar mann Laufey útskrifaðist með diploma í bráða- og gjörgæsluhjúkrun frá Karolinska-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi árið 2006 og hóf í kjölfarið störf á gjörgæsludeild Landspítalans. „Ég var stressaðasta manneskja í heimi; ofurkona í krefjandi starfi, með stórt heimili, fjögur börn og mann sem vann dag og nótt. Álagið var mikið og ég var yfirkomin af svefnleysi vegna yngsta barnsins sem svaf ekki á nóttunni í tvö ár. Það klárar mann á endanum og ég missti lífsgleðina vegna langvarandi streitu og svefnleysis. Því hvet ég konur til að setja svefninn í forgang því það er hættulegt fyrir líkamann að ná ekki að endurnæra sig,“ segir Laufey sem örmagnaðist á sál og líkama árið 2013. „Ég lenti einfaldlega í algjöru andlegu og líkamlegu gjaldþroti. Ég hefði auðveldlega getað farið í gegnum örorku en ég fór aldrei til læknis og enginn vissi hvernig mér leið. Ég sagði upp vinnunni en bæði skammaðist mín og var of stolt til að viðurkenna örmögnunina út á við. Ég og maðurinn minn vorum bæði örþreytt og sáum ekki leiðina út, ákváðum bara að taka einn dag í einu, sjá til og sleikja sárin, fá andrými og sofa, og ég svaf í heilt ár,“ segir Laufey sem fann leið að bættri heilsu í gegnum óhefðbundnar leiðir. „Ég fór alla leið og prófaði margt; í gegnum sjósund og grænan lífsstíl, varð vegan og borðaði hráfæði en í dag hef ég fundið jafnvægi. Ég borða allan mat skynsamlega, er heilsuhraust og á ofsalega góðum stað en ég þarf að hafa fyrir því alla daga. Það kemur ekki af sjálfu sér. Maður ber ábyrgð á eigin heilsu.“Blessun í dulargervi Laufey er gift Ingvari Hákoni Ólafssyni, heila- og taugaskurðlækni. Hún leitast við að kveikja von hjá öðrum og hefur fundið leið til að dempa streitu sem er vágestur sem ógnar heilsu margra. „Leiðin út úr streitu og álagi felst meðal annars í hugleiðslu og hreyfingu. Sjálf þróaði ég með mér ofsakvíða sem dró úr mér alla lífsgleði og ég sá ekki fram úr deginum án þess að upplifa kvíða, ótta, áhyggjur og vanlíðan. Kvíðinn heltók líf mitt og ég réði ekki lengur við líf okkar, eigandi von á fimmta barninu og svo heyrðist enginn hjartsláttur. Í dag reyni ég að horfa ekki í baksýnisspegilinn nema með þakklæti fyrir reynsluna sem leiddi mig á þann stað sem ég er á í dag. Það gagnast engum að burðast með fortíðina á öxlunum og ég er að æfa mig í að sleppa tökum á erfiðri fortíð sem ég vil ekki að sé stjarnan í mínu lífi. Þess í stað horfi ég til baka með þakklæti og finnst ég lánsöm að hafa lent í erfiðleikum sem reyndust blessun í dulargervi. Ég vissi ekki lengur hver ég var, en minn stærsti sigur var að játa mig sigraða og gefast upp. Í uppgjöfinni fólst upprisan og ég gat farið að spyrna mér upp af botninum á ný.“Fann mótefnið við streitu Þær Laufey og Rebekka Rós hafa frá árinu 2017 stýrt Kyrrðarjóga fyrir starfsfólk Landspítalans. „Við hófum þessa vegferð í sjálfboðavinnu og buðum heilbrigðisstarfsfólki að mæta í slökun á vinnustaðnum á vinnutíma með hugsjónina eina að vopni og ofurtrú á að þetta væri þarft úrræði. Við treystum innsæinu, fylgdum hjartanu og náum nú ekki að anna eftirspurn,“ segir Laufey um Kyrrðarjógað sem inniheldur 35 mínútna hugleiðslu og djúpslökun. „Við vildum færa starfsfólki Landspítalans áreynslulausa streitulosun. Hornsteinarnir eru jóga nídra, tónheilun og djúpslökun. Með þeim opnum við ævintýraheim hugleiðslu upp á gátt og það hjálpar starfsfólkinu að eiga betri dag eftir að hafa hlaðið batteríin og upplifað algjöra kyrrð. Það kemur endurnært til áframhaldandi starfa og finnur á sér mikinn mun í aðstæðum fyrir og eftir því jógað hægir á taugakerfinu og veldur fullkomnu streituleysi,“ útskýrir Laufey um Kyrrðarjógað sem í dag er eitt af úrræðum fyrir starfsfólk á Landspítalanum og hefur haft jákvæð áhrif. Slökunarhugleiðslan nídra er stundum kölluð svefnhugleiðsla. „Nídra er magnaðasta töframeðal sem ég hef kynnst um ævina. Ég segi hiklaust að það sé eins og lyf: mótefni gegn streitu og álagi, aðgengilegt öllum án áreynslu eða aukaverkana. Þetta er nútíma hjúkrun og þótt ég sé ekki lengur að sinna sjúklingum Landspítalans sem hjúkrunarfræðingur er ég samt sem áður að hjúkra með því að annast um fólk og láta gott af mér leiða. Hjúkrun snýst líka um svo margt annað en að sinna sjúklingum; hún er að hlúa að annarri manneskju með hug, hjarta og hendi, auk þess sem ég nota rödd mína og nærveru. Með því er ég að hjúkra þeim sem hjúkra. Það hefur gefist gríðarlega vel og gefur okkur Rebekku mikið.“Í minningu góðrar vinkonu Fyrstu kynni hjúkrunarfræðingsins Laufeyjar og læknisins Ingvars Hákonar var ekki dæmigerður læknarómans á spítalanum því þau kynntust á Landsmóti hestamanna eftir útskrift Laufeyjar úr hjúkrunarfræði sumarið 2002. „Það var ást við fyrstu sýn. Ég hafði elt Önnu Maríu Sigurjónsdóttur á Landsmótið; vinkonu mína sem féll frá þann 12. maí í fyrra. Anna María átti svo stóran þátt í mínu lífi og var óþreytandi að hvetja okkur Ingvar til að búa betur um hnútana og giftast. Við giftum okkur rúmri viku eftir að Anna María kvaddi jarðvistina; ég gat ekki hugsað mér að mæta í jarðarförina ógift. Við Ingvar höfðum þá verið saman í sautján ár og við fórum með sjúkrahúspresti og dætrum okkar í Árbæjarkirkju þar sem við vorum gefin saman í heilagt hjónaband og fylgdum Önnu Maríu til grafar sem hjón,“ upplýsir Laufey. Anna María andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans, gamla vinnustaðnum hennar Laufeyjar.Laufey notar rödd sína, gong og hörpu við hugleiðslu og djúpslökun sína í Kyrrðarjóga.fréttablaðið/ernir„Starfsfólk Landspítalans er hvunndagshetjur sem leggja dag við nótt að hjúkra og hlúa að öllum sem þurfa á að halda og gefa ekkert eftir. Nú hef ég staðið utan við deildina í sex ár og horft með aðdáun á hetjudáðir samstarfsfólks míns. Ég mun því ætíð minnast 12. maí sem örlagaríks dags í mínu lífi; dagsins þegar vinkona mín dó, umvafin hlýrri umhyggju og aðstoð hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstarfsfólks sem vék ekki frá henni,“ segir Laufey snortin. Hún hefur mikinn áhuga á velferð fólks. „Ég elska að vera í kringum fólk og heyra sögur þess. Því er dýrmæt gjöf að geta sáð fræjum sem bætir heilsu þess. Það má líkja okkur Rebekku við tvo málaliða sem hurfu úr hópnum til að sækja hjálp og bjarga heilsu þeirra sem eftir stóðu og ætíð hlúa að öðrum. Við viljum breiða út boðskapinn og miðla úrræðum sem urðu okkur til bjargar því það eru leiðir sem virka.“Vestrænt og austrænt saman Laufey situr í stjórn fagdeildar um samþætta hjúkrun hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræði. „Áður voru óhefðbundnar leiðir kallaðar viðbótarmeðferðir en í dag viljum við kalla það samþætta meðferð og vekja athygli á að við þurfum fleiri úrræði en hefðbundin vestræn læknavísindi. Það þarf að byggja brýr á milli vestrænna lækninga og austrænnar visku með því að nota vestræn vísindi sem bakgrunn en líka austrænar leiðir sem lækna og líkna, eins og jóga, hugleiðsla og öndunaræfingar. Því eru nú að opnast margar dyr inn í heim vestrænnar læknisfræði og sem dæmi fengum við Rebekka svigrúm til að halda fyrirlestur um hugleiðslu í hjúkrun á lyflæknaþingi í fyrra.“ Um næstu helgi verða þær Rebekka með fyrirlestur um Kyrrðarjóga og áhrif þess á heilbrigðisstarfsfólk á norrænni ráðstefnu gjörgæslu- og svæfingahjúkrunarfræðinga. Þar verða hjónin Laufey og Ingvar einnig með fyrirlestur um vísindalega rannsökuð áhrif hugleiðslu á heilann. „Vonandi náum við að koma boðskap okkar áleiðis til nágrannaþjóðanna. Þegar fólk áttar sig á hversu mögnuð áhrif hugleiðsla hefur á heilann styttist í að hugleiðsla verði innleidd í heilbrigðis- og skólakerfið. Hugleiðsla ætti að vera í grasrótarstarfi samfélagsins og ég sé fyrir mér að innan fárra ára verði hugleiðsla hluti af daglegu námi barna. Rannsóknir sýna að regluleg ástundun hugleiðslu veldur formbreytingum á heilanum og stækkar þá hluta heilans sem hafa stjórn á streituviðbrögðum okkar. Þarna erum við að tala um sóknarfæri; eitthvað sem allir geta stundað og kostar ekki krónu. Kyrrðarjóga er því rétt að byrja; allt í nafni hjúkrunar. Nú er búið að sá þessum fræjum og heilbrigðisstarfsfólk hefur upplifað árangurinn á eigin skinni. Við hjálpum því að virkja slakandi hluta taugakerfisins og hægja á heilabylgjunum. Rannsóknir á áhrifum hugleiðslu eru líka að aukast, sem og almenn vitundarvakning. Þetta er framtíðin og mótefnið við streitu og hraða.“Endurheimti lífsgleðina Þegar Laufey náði að kyrra huga sinn urðu henni allir vegir færir. „Líf mitt gjörbreyttist. Ég upplifði lífsgleði á ný, uppskar miklu meira sjálfstraust, sjálfsþekkingu og fór að þykja vænna um sjálfa mig. Um leið varð ég mun betri útgáfa af sjálfri mér og átti auðveldara með að ná til fólks. Ég fann hvorki fyrir kvíða né áhyggjum lengur og það var eins og tíminn stæði í stað,“ útskýrir Laufey sem segist orðin háð nídra-djúpslökun. „Ef maður vill vera háður einhverju er eins gott að það sé jóga nídra. Manneskjan er þannig gerð að hún vill meira af því sem veitir henni vellíðan. Nídra er jákvæður hluti af heilbrigðum lífsstíl og hugur minn og heilsa kalla á nídra til að vera í jafnvægi,“ segir Laufey, full lífsgleði. „Eftir að ég endurheimti lífsgleðina á ég stundum erfitt með að hemja hana og stundum fer hún fram úr mér. Ég stunda því daglega hugleiðslu til að njóta lífsins í réttu jafnvægi en ég get heldur ekki haft stjórn á neinu nema þessu eina andartaki. Það er eina stundin sem við höfum raunverulega stjórn á,“ segir Laufey þakklát fyrir hlutskipti sitt að hjúkra og gefa af sér. „Ég er einnig með Kyrrðarjóga hjá Krabbameinsfélaginu og í Yoga Shala þar sem ég vinn mikið með konur og aðstoða þær við að ná að róa taugakerfið sem er á yfirsnúningi. Það er töfrastund sem nær þeim niður í streitulaust rými og þær ná að slaka á, leiddar áfram af hörpu, gong og rödd. Á eftir standa þær upp skýrari í hugsun og rólegri að takast á við verkefni dagsins. Mér þykir vænt um að halda utan um þennan hóp kvenna sem hefur loks fundið kyrrð og tilgang, sjálfsþekkingu og vellíðan,“ segir Laufey sem gerir allt frá hjartanu.Ástfangin upp á nýtt Laufey er nýkomin heim frá Stokkhólmi með sínum heittelskaða. „Við fórum á 100 ára afmæli heila- og taugaskurðlækninga í Svíþjóð og á sama tíma héldum við upp á eins árs brúðkaupsafmælið. Rómantíkin blómstraði og mér þykir stórkostlegt að vera gift. Ég upplifi mikið öryggi, traust og ást,“ segir Laufey sæl. Hún segir allt eiga sinn tíma. „Það var ást við fyrstu sýn hjá okkur Ingvari árið 2002 en svo koðnaði ástin í öllu álaginu, námi, streitu og barnauppeldi þar sem ekki var svigrúm fyrir annað en að lifa daginn af og ekki annað hægt en að bíða af sér storminn. Við vorum við það að skilja 2013 enda varla hist í tólf ár vegna álags og annríkis. Við náðum aldrei að ganga í takt en fórum loks að ganga í takt eftir að hafa tekið ákvörðun um að hlúa að okkur sjálfum og setja fjölskylduna og ástina í forgang. Því er eins og við séum að kynnast upp á nýtt. Ég er svakalega ástfangin af manninum mínum og mér hefur aldrei liðið betur. Ég kikna í hnjánum í hvert sinn sem ég sé hann og mér finnst hann algjör ofurhetja. Ég legg því áherslu á að fagna ástinni og lífinu. Kærleikurinn er stóra gildi lífsins.“ Prófaðu að hugleiða á kyrrdarjoga.is. Það er ókeypis og öllum aðgengilegt.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira