Fótbolti

Sarri fundaði með Juventus en Chelsea ætlar ekki að reka hann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hvað verður um Sarri?
Hvað verður um Sarri? vísir/getty
Juventus vill fá Maurizio Sarri til þess að taka við stjórn liðsins en Chelsea ætlar ekki að reka Ítalann. Þetta segir fréttastofa Sky Sports.

Samkvæmt heimildum Sky á Ítalíu fundaði Sarri með forráðamönnum Juventus í síðustu viku og var efni fundarins að Sarri tæki við starfi Massimiliano Allegri. Allegri yfirgefur Juventus í sumar eftir fimm ára veru í stjórasætinu.

Sarri er sagður vilja fara aftur til heimalandsins en Chelsea er ekki með neinar áætlanir um að reka knattspyrnustjórann.

Umboðsmaður Sarri mun funda með framkvæmdarstjóra Chelsea á fimmtudaginn, en síðasti leikur Chelsea á tímabilinu er úrslitaleikur Evrópudeildarinnar á miðvikudag.

Juventus vill ekki staðfesta neitt fyrr en eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn ef svo færi að annað hvort Jurgen Klopp eða Mauricio Pochettino losni úr starfi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×