Áhorfendur og leikarar gengu út af mynd sem er sögð ein sú versta í sögu Cannes Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2019 18:37 Skjáskot úr myndinni umdeildu. IMDB Franski leikstjórinn Abdellatif Kechiche átti ekki sjö daga sæla á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem nýjasta mynd hans, Mektoub, My Love: Intermezzo, var sýnd við lítinn fögnuð viðstaddra. Þótti myndin svo skelfileg að bæði áhorfendur og leikarar hennar gengu út af sýningunni. Myndin er þrír og hálfur klukkutími að lengd og fer stór hluti hennar í þröng skot af ungum leikkonum í munnmökum. Urðu margir hneykslaðir á þessari löngu senu því munnmökin voru raunveruleg.Blaðamenn sem voru viðstaddir sýningar á þessari mynd voru margir þeirrar skoðunar að þetta væri mögulega versta mynd sem þeir hefðu séð á Cannes. Árið 2013 átti Kechiche hins vegar mun betri Cannes-hátíð þar sem myndin hans, Blue is the Warmest Color, hlaut Gullpálmann eftirsótta. Við hátíðarsýningu á nýjustu mynd hans á Cannes ákvað Kechiche hins vegar að biðjast afsökunar á að hafa ekki varað áhorfendur við áður en myndin var sýnd, en þá hafði meðal annars hluti leikaranna yfirgefið sýninguna.Leikstjórinn fyrir framan leikarahóp myndarinnar.Vísir/GettyÁ blaðamannafundi sem haldinn var á föstudag þurfti hann að svara aðgangshörðum spurningum, þar á meðal spurningum um leikkonu sem hafði sakaði hann um kynferðislegt ofbeldi í fyrra og lögreglurannsókn sem fylgdi í kjölfarið. Keciche sagðist ekki meðvitaður um neina rannsókn og sagði þessa spurningu heimskulega og óviðeigandi. Hann neitaði að svara spurningum um meðhöndlun hans á leikurum við tökur. Það þótti blaðamönnum fremur ónotalegt þar sem aðalleikkonur Blue is the Warmest Color, Adèle Exarchopoulos and Léa Seydoux, hafa báðar rifist við leikstjórann opinberlega um aðferðir hans við tökur þeirrar myndar. Kechiche sagði að það hefði ekki truflað hann þegar áhorfendur gengu út af sýningunni. Hann sagðist hafa viljað fagna lífinu, ástinni, lönguninni, tónlistinni og líkamanum með þessari mynd. Myndin er í raun framhald myndar hans: Mektoub, My Love Canto I. Canto þýðir meginkafli en Intermezzo þýðir milliþáttur. Myndin sem var sýnd á Cannes í ár segir frá atburðum sem eiga sér stað í nætuklúbbi þar sem ungt fólk kemur saman. Einn þeirra sem sá myndin sagði um hálftíma hennar hafa farið í samtöl, tveir og hálfur tími fór í dans og um 20 mínútur í munnmök. Inn á milli hafi verið að finna fjöldann allan af nærmyndum af afturendum kvenna.Summary of the 3.5 hour film: 30 mins of talking (maybe half of which are shots of female butts), 2 and a half hours of dancing (virtually all female butts), and a 20 minute scene of unsimulated cunnilingus that profoundly misunderstands female sexuality. Male nudity? None.— Stephen Miller (@sdavidmiller) 24 May 2019 Cannes Frakkland Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Franski leikstjórinn Abdellatif Kechiche átti ekki sjö daga sæla á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem nýjasta mynd hans, Mektoub, My Love: Intermezzo, var sýnd við lítinn fögnuð viðstaddra. Þótti myndin svo skelfileg að bæði áhorfendur og leikarar hennar gengu út af sýningunni. Myndin er þrír og hálfur klukkutími að lengd og fer stór hluti hennar í þröng skot af ungum leikkonum í munnmökum. Urðu margir hneykslaðir á þessari löngu senu því munnmökin voru raunveruleg.Blaðamenn sem voru viðstaddir sýningar á þessari mynd voru margir þeirrar skoðunar að þetta væri mögulega versta mynd sem þeir hefðu séð á Cannes. Árið 2013 átti Kechiche hins vegar mun betri Cannes-hátíð þar sem myndin hans, Blue is the Warmest Color, hlaut Gullpálmann eftirsótta. Við hátíðarsýningu á nýjustu mynd hans á Cannes ákvað Kechiche hins vegar að biðjast afsökunar á að hafa ekki varað áhorfendur við áður en myndin var sýnd, en þá hafði meðal annars hluti leikaranna yfirgefið sýninguna.Leikstjórinn fyrir framan leikarahóp myndarinnar.Vísir/GettyÁ blaðamannafundi sem haldinn var á föstudag þurfti hann að svara aðgangshörðum spurningum, þar á meðal spurningum um leikkonu sem hafði sakaði hann um kynferðislegt ofbeldi í fyrra og lögreglurannsókn sem fylgdi í kjölfarið. Keciche sagðist ekki meðvitaður um neina rannsókn og sagði þessa spurningu heimskulega og óviðeigandi. Hann neitaði að svara spurningum um meðhöndlun hans á leikurum við tökur. Það þótti blaðamönnum fremur ónotalegt þar sem aðalleikkonur Blue is the Warmest Color, Adèle Exarchopoulos and Léa Seydoux, hafa báðar rifist við leikstjórann opinberlega um aðferðir hans við tökur þeirrar myndar. Kechiche sagði að það hefði ekki truflað hann þegar áhorfendur gengu út af sýningunni. Hann sagðist hafa viljað fagna lífinu, ástinni, lönguninni, tónlistinni og líkamanum með þessari mynd. Myndin er í raun framhald myndar hans: Mektoub, My Love Canto I. Canto þýðir meginkafli en Intermezzo þýðir milliþáttur. Myndin sem var sýnd á Cannes í ár segir frá atburðum sem eiga sér stað í nætuklúbbi þar sem ungt fólk kemur saman. Einn þeirra sem sá myndin sagði um hálftíma hennar hafa farið í samtöl, tveir og hálfur tími fór í dans og um 20 mínútur í munnmök. Inn á milli hafi verið að finna fjöldann allan af nærmyndum af afturendum kvenna.Summary of the 3.5 hour film: 30 mins of talking (maybe half of which are shots of female butts), 2 and a half hours of dancing (virtually all female butts), and a 20 minute scene of unsimulated cunnilingus that profoundly misunderstands female sexuality. Male nudity? None.— Stephen Miller (@sdavidmiller) 24 May 2019
Cannes Frakkland Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira