Erlent

Kröfðust réttlætis vegna blóðbaðsins á Tiananmen torgi

Heimir Már Pétursson skrifar
Ganga til minnis um blóðbaðsins á Tiananmen torgi.
Ganga til minnis um blóðbaðsins á Tiananmen torgi. stöð 2
Þúsundir manna gengu fylktu liði um götur Hong Kong í dag til að minnast atburðana á Tiananmen torgi í Beijing í Kína fyrir þrjátíu árum þegar stjórnvöld brutu mótmæli námsmanna á bak aftur sem endaði með miklu blóðbaði.

Námsmenn í Beijing höfðu safnast saman á Tiananmen torgi framan við Höll alþýðunar dögum saman í lok maí og byrjun júníárið 1989 til að krefjast breytinga íátt til lýðræðis í Kína. Hinn 3. júní létu stjórnvöld síðan til skara skríða og sendu hermenn og skriðdreka inn á torgið.

Hundruð námsmanna ef ekki þúsundir féllu þann dag og að morgni 4. júní. Stjórnvöld í Kína hafa smátt og smátt hert tökin í Hong Kong eftir að Bretar afhentu þeim nýlenduna en þar getur fólk þó enn mótmælt.

Michelle Chung var ein þeirra sem kröfðust þess í Hong Kong í dag aðþessir hörmulegu atburðir verði gerðir upp.

„Það eru 30 ár síðan atburðirnir 4. júníáttu sér stað en réttlætið hefur enn ekki náð fram að ganga. Fólkið sem lést hefur enn ekki notið réttlætis. Mér finnst það mjög mikilvægt, þess vegna verðég að standa upp og halda áfram að sýna stuðning við allt það fólk sem var fórnaðíþessum atburði og krefjast þess að kínversk stjórnvöld bæti fyrir 4. Júní,“ segir Chung.

Ekki er vitað um afdrif fjölda fólks sem hvarf á Tiananmen torgi þessa tvo blóðugu daga fyrir þrjátíu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×