Golf

Sigurður Arnar og Hulda Clara leiða eftir 36 holur í Þorlákshöfn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hulda Clara í eldlínunni í dag.
Hulda Clara í eldlínunni í dag. mynd/gsí/seth
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, og Hulda Clara Gestsdóttir, einnig úr GKG, eru í forystunni eftir tvo hringi á Egils Gull-mótinu sem fer fram í Þorlákshöfn um helgina.

36 holur voru leiknar í dag en síðustu átján holurnar verða spilaðar á morgun og þá ráðast úrslitin í þessu fyrsta stórmóti sumarsins.

Sigurður Arnar Garðarsson, úr GKG, leiðir í karlaflokki eftir fyrstu tvo hringina en hann er samtals á átta höggum undir pari eftir fyrstu 36 holurnar.

Hann spilaði á tveimur höggum undir pari á fyrsta hringnum en gerði enn betur á hring númer tvö og lék frábært golf. Hann fékk átta fugla og lék hringinn á sex höggum undir pari.

Hann er með eins höggs forskot á Dagbjart Sigurbrandsson úr GR og VIktor Ingi Einarsson, einnig úr GR, er í þriðja sætinu á fimm höggum undir pari fyrir lokahringinn.





Hulda Clara Gestsdóttir er með þriggja högga forystu í kvennaflokki en hún spilaði á tveimur undir pari á öðrum hringnum eftir að hafa spilað á parinu fyrri hring dagsins.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir er í öðru sætinu en í þriðja sætinu er Keiliskylfingurinn, Helga Kristín Einarsdóttir. Hún er á einu höggi yfir pari, höggi á eftir Heiðrúnu og þremur höggum á eftir Huldu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×