Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2019 22:03 Röðin á tindi Everest-fjalls þann 22. maí síðastliðinn. Mynd/Nirmal Purja Samtals hafa nú fimm fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls á nokkrum dögum. Mikil örtröð hefur myndast við tind fjallsins í vikunni þar sem göngugarpar bíða færis á því að komast á toppinn. Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ætlað sér að gera tilraun til að komast á sjálfan tindinn og í ár en yfirvöld í Nepal hafa veitt 378 manns leyfi til að klífa fjallið. Þá hafa góð veðurskilyrði á fjallinu þessar vikurnar valdið því að hinn mikli fólksfjöldi flykkist upp á tindinn á sama tíma. Við biðina myndast afar hættuleg skilyrði, þar sem fjallgöngumennirnir standa nær hreyfingarlausir í nístingskulda í tæplega 9000 metra hæð. Myndir af langri biðröð fjallgöngumanna á toppnum hafa vakið athygli í vikunni en fjölmiðlar ytra tengja dauðsföll meðal fjallgöngufólks undanfarna daga við raðirnar í fjallshlíðunum.Leit stendur yfir að Seamus Lawless, írskum göngugarpi, sem hrapaði á leiðinni niður af tindi Everest-fjalls fyrir viku.Mynd/GofundmeÍ gær var greint frá því að fjórir göngugarpar, Bandaríkjamaður, Austurríkismaður og tveir Indverjar, hefðu látist í fjallinu á niðurleið nú í vikunni. Donald Lynn Cash, 54 ára frá Utah-ríki, hneig niður við ljósmyndun í fjallshlíðinni á miðvikudag og lést þegar leiðsögumenn báru hann í grunnbúðirnar. Indverjarnir tveir, þau Anjali Kulkarni og Kalpana Das, létust við svipaðar aðstæður og Bandaríkjamaðurinn. Sú fyrrnefnda er jafnframt sögð hafa látist á svokölluðu „dauðasvæði“ (e. Death Zone) í fjallinu eftir að hafa örmagnast í biðröðinni upp á tindinn. Nú síðast voru svo fluttar fréttir af andláti 56 ára írsks göngugarps, Kevin Hynes. Hynes lést í tjaldi sínu í 7000 metra hæð í morgun en hann hafði, ólíkt hinum þremur, snúið við áður en hann komst á toppinn. Vika er síðan annar írskur fjallgöngumaður, háskólaprófessorinn Seamus Lawless, hrapaði 500 metra af syllu í hlíðinni aðeins nokkru klukkutímum eftir að hann náði upp á tindinn. Ekkert hefur spurst til hans síðan en björgunarmenn eru á leiðinni til hans. Í frétt breska dagblaðsins The Guardian um ástandið á Everest eru vandræðin í fjallinu einkum sögð af völdum vaxandi áhuga meðal kínverskra og indverskra ferðamanna en samhliða fjölgun þeirra ráðist fleiri óreyndir fjallgöngumenn til atlögu við toppinn en áður. Everest Nepal Tengdar fréttir Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51 Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41 Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira
Samtals hafa nú fimm fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls á nokkrum dögum. Mikil örtröð hefur myndast við tind fjallsins í vikunni þar sem göngugarpar bíða færis á því að komast á toppinn. Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ætlað sér að gera tilraun til að komast á sjálfan tindinn og í ár en yfirvöld í Nepal hafa veitt 378 manns leyfi til að klífa fjallið. Þá hafa góð veðurskilyrði á fjallinu þessar vikurnar valdið því að hinn mikli fólksfjöldi flykkist upp á tindinn á sama tíma. Við biðina myndast afar hættuleg skilyrði, þar sem fjallgöngumennirnir standa nær hreyfingarlausir í nístingskulda í tæplega 9000 metra hæð. Myndir af langri biðröð fjallgöngumanna á toppnum hafa vakið athygli í vikunni en fjölmiðlar ytra tengja dauðsföll meðal fjallgöngufólks undanfarna daga við raðirnar í fjallshlíðunum.Leit stendur yfir að Seamus Lawless, írskum göngugarpi, sem hrapaði á leiðinni niður af tindi Everest-fjalls fyrir viku.Mynd/GofundmeÍ gær var greint frá því að fjórir göngugarpar, Bandaríkjamaður, Austurríkismaður og tveir Indverjar, hefðu látist í fjallinu á niðurleið nú í vikunni. Donald Lynn Cash, 54 ára frá Utah-ríki, hneig niður við ljósmyndun í fjallshlíðinni á miðvikudag og lést þegar leiðsögumenn báru hann í grunnbúðirnar. Indverjarnir tveir, þau Anjali Kulkarni og Kalpana Das, létust við svipaðar aðstæður og Bandaríkjamaðurinn. Sú fyrrnefnda er jafnframt sögð hafa látist á svokölluðu „dauðasvæði“ (e. Death Zone) í fjallinu eftir að hafa örmagnast í biðröðinni upp á tindinn. Nú síðast voru svo fluttar fréttir af andláti 56 ára írsks göngugarps, Kevin Hynes. Hynes lést í tjaldi sínu í 7000 metra hæð í morgun en hann hafði, ólíkt hinum þremur, snúið við áður en hann komst á toppinn. Vika er síðan annar írskur fjallgöngumaður, háskólaprófessorinn Seamus Lawless, hrapaði 500 metra af syllu í hlíðinni aðeins nokkru klukkutímum eftir að hann náði upp á tindinn. Ekkert hefur spurst til hans síðan en björgunarmenn eru á leiðinni til hans. Í frétt breska dagblaðsins The Guardian um ástandið á Everest eru vandræðin í fjallinu einkum sögð af völdum vaxandi áhuga meðal kínverskra og indverskra ferðamanna en samhliða fjölgun þeirra ráðist fleiri óreyndir fjallgöngumenn til atlögu við toppinn en áður.
Everest Nepal Tengdar fréttir Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51 Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41 Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira
Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51
Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41
Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45