UNICEF: Rúmlega sex þúsund skrifuðu undir á fyrstu tveimur sólarhringunum 24. maí 2019 13:00 Unicef „Átakið fer vel af stað, á fyrstu tveimur sólarhringunum hafa rétt yfir 6000 manns skrifað undir ákallið,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Við setjum stefnuna þó mun hærra, á Íslandi búa rúmlega 80 þúsund börn og okkar draumur er að ná einni undirskrift fyrir hvert barn. Þá myndum við svo sannarlega breiðfylkingu fólks sem heitir því að gæta að velferð barna hér á landi." UNICEF á Íslandi hóf á dögunum átak undir yfirskriftinni „Stöðvum feluleikinn – líðum aldrei ofbeldi gegn börnum“ en að mati UNICEF er ofbeldi helsta ógnin sem steðjar að börnum á Íslandi. Sú staðhæfing er byggð á nýjum gögnum um ofbeldi gegn börnum sem unnin voru af Rannsóknamiðstöðinni Rannsóknir & greining og Stígamótum. Í þeim gögnum kemur fram að 16,4% barna á Íslandi verði fyrir líkamlega eða kynferðislegum ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn, eða rúmlega 13 þúsund börn. Átakinu fylgir ákall til almennings um að ganga í breiðfylkingu fólks sem tekur afstöðu gegn ofbeldi á börnum. Hægt er að skrifa undir ákallið hér.UNICEF á Íslandi hefur áður vakið athygli á því að ofbeldi sé ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Árið 2013 gaf UNICEF út skýrsluna Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir. Þar kallaði UNICEF eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að stemma stigu við ofbeldi gegn börnum. Þó margt hafi breyst til betri vegar á síðustu árum vantar enn mikið upp á að mati samtakanna. Nú er ætlunin að nota slagkraftinn sem myndast með átakinu til að þrýsta á stjórnvöld tað stofna Ofbeldisvarnarráð og eins að sveitarfélög setji sér skýra viðbragðsáætlun gegn ofbeldi. „Við erum einnig ánægð með hversu vel hefur verið tekið í ákall okkar af stjórnvöldum. Við höfum fengið þær fregnir að ákall okkar um Ofbeldisvarnarráð verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar. Nú þurfum við að þrýsta á að þetta mikilvæga mál komist í gegn, í krafti fjöldans. Saman getum við breytt samfélaginu fyrir börnin okkar,“ sagði Bergsteinn í samtali við Heimsljós í morgun. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent
„Átakið fer vel af stað, á fyrstu tveimur sólarhringunum hafa rétt yfir 6000 manns skrifað undir ákallið,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Við setjum stefnuna þó mun hærra, á Íslandi búa rúmlega 80 þúsund börn og okkar draumur er að ná einni undirskrift fyrir hvert barn. Þá myndum við svo sannarlega breiðfylkingu fólks sem heitir því að gæta að velferð barna hér á landi." UNICEF á Íslandi hóf á dögunum átak undir yfirskriftinni „Stöðvum feluleikinn – líðum aldrei ofbeldi gegn börnum“ en að mati UNICEF er ofbeldi helsta ógnin sem steðjar að börnum á Íslandi. Sú staðhæfing er byggð á nýjum gögnum um ofbeldi gegn börnum sem unnin voru af Rannsóknamiðstöðinni Rannsóknir & greining og Stígamótum. Í þeim gögnum kemur fram að 16,4% barna á Íslandi verði fyrir líkamlega eða kynferðislegum ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn, eða rúmlega 13 þúsund börn. Átakinu fylgir ákall til almennings um að ganga í breiðfylkingu fólks sem tekur afstöðu gegn ofbeldi á börnum. Hægt er að skrifa undir ákallið hér.UNICEF á Íslandi hefur áður vakið athygli á því að ofbeldi sé ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Árið 2013 gaf UNICEF út skýrsluna Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir. Þar kallaði UNICEF eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að stemma stigu við ofbeldi gegn börnum. Þó margt hafi breyst til betri vegar á síðustu árum vantar enn mikið upp á að mati samtakanna. Nú er ætlunin að nota slagkraftinn sem myndast með átakinu til að þrýsta á stjórnvöld tað stofna Ofbeldisvarnarráð og eins að sveitarfélög setji sér skýra viðbragðsáætlun gegn ofbeldi. „Við erum einnig ánægð með hversu vel hefur verið tekið í ákall okkar af stjórnvöldum. Við höfum fengið þær fregnir að ákall okkar um Ofbeldisvarnarráð verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar. Nú þurfum við að þrýsta á að þetta mikilvæga mál komist í gegn, í krafti fjöldans. Saman getum við breytt samfélaginu fyrir börnin okkar,“ sagði Bergsteinn í samtali við Heimsljós í morgun. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent