Doctor Victor, Gummi Tóta og Ingó Veðurguð gefa út sumarsmell Stefán Árni Pálsson skrifar 24. maí 2019 14:30 Þrír miklir höfðingjar vinna saman í laginu Sumargleðin. Tónlistarmaðurinn Doctor Victor gaf í dag út glænýtt lag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Guðmundi Þórarinssyni og Ingó Veðurguði, en lagið er þemalag hátíðarinnar og jafnframt skemmtileg blanda af mismunandi tónlistarstílum þeirra þriggja. Sumargleðin er viðburður fyrir ungmenni í 8. - 10. bekk. Ungmennum frá öllum landshornum er velkomið að mæta á hátíðina. Sumargleðin er haldin nú í sjötta sinn. Fyrst var hátíðin haldin í júní árið 2014 og hefur verið haldin árlega síðan. Í öll skiptin hefur hátíðin verið í Kaplakrika í Hafnarfirði, og er þar engin breyting á í ár. „Það var mjög gaman að vinna þetta lag með þeim Gumma og Ingó, en þeir eru mjög hæfileikaríkir báðir tveir og með rosalega gullbarka. Við vildum fanga góðu íslensku sumarstemmninguna ásamt því að gera létt grín af veðrinu sem getur verið mjög breytilegt og allir landsmenn kannast við, en þetta kemur fólki vonandi í gírinn fyrir sumarið 2019,“ segir Victor Guðmundsson, Doctor Victor, sem var að klára fimmta árið í læknisfræði við Jessenius Faculty of Medicine í Slóvakíu og kann vel við sig þar, en tónlistin hefur þó alltaf átt stóran part af lífi hans. Nú bætast því Ingó Veðurguð og Gummi Tóta við áður tilkynnta dagskrá, en nemendur í 8-10. bekk geta nælt sér í miða á heimasíðu Sumargleðinnar þar sem miðasala er nú í fullum gangi ásamt fleiri upplýsingum um hátíðina. Lagið var frumflutt á Bylgjunni í morgun hjá Ívari Guðmunds og Ingó Veðurguð verður í FM95BLÖ á FM957 á eftir þar sem hann ræðir lagið og verður það spilað. Hér að neðan má svo hlusta á nýja sumarlagið sem ber sama heiti og hátíðin Sumargleðin. Menning Bylgjan Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Doctor Victor gaf í dag út glænýtt lag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Guðmundi Þórarinssyni og Ingó Veðurguði, en lagið er þemalag hátíðarinnar og jafnframt skemmtileg blanda af mismunandi tónlistarstílum þeirra þriggja. Sumargleðin er viðburður fyrir ungmenni í 8. - 10. bekk. Ungmennum frá öllum landshornum er velkomið að mæta á hátíðina. Sumargleðin er haldin nú í sjötta sinn. Fyrst var hátíðin haldin í júní árið 2014 og hefur verið haldin árlega síðan. Í öll skiptin hefur hátíðin verið í Kaplakrika í Hafnarfirði, og er þar engin breyting á í ár. „Það var mjög gaman að vinna þetta lag með þeim Gumma og Ingó, en þeir eru mjög hæfileikaríkir báðir tveir og með rosalega gullbarka. Við vildum fanga góðu íslensku sumarstemmninguna ásamt því að gera létt grín af veðrinu sem getur verið mjög breytilegt og allir landsmenn kannast við, en þetta kemur fólki vonandi í gírinn fyrir sumarið 2019,“ segir Victor Guðmundsson, Doctor Victor, sem var að klára fimmta árið í læknisfræði við Jessenius Faculty of Medicine í Slóvakíu og kann vel við sig þar, en tónlistin hefur þó alltaf átt stóran part af lífi hans. Nú bætast því Ingó Veðurguð og Gummi Tóta við áður tilkynnta dagskrá, en nemendur í 8-10. bekk geta nælt sér í miða á heimasíðu Sumargleðinnar þar sem miðasala er nú í fullum gangi ásamt fleiri upplýsingum um hátíðina. Lagið var frumflutt á Bylgjunni í morgun hjá Ívari Guðmunds og Ingó Veðurguð verður í FM95BLÖ á FM957 á eftir þar sem hann ræðir lagið og verður það spilað. Hér að neðan má svo hlusta á nýja sumarlagið sem ber sama heiti og hátíðin Sumargleðin.
Menning Bylgjan Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira