Tónlist

Mugison sendir frá sér sumarsmell

Birgir Olgeirsson skrifar
Mugison.
Mugison.
Tónlistarmaðurinn Mugison hefur sent frá sér lagið Sólin er komin sem er af væntanlegri plötu hans. Mugison greinir frá þessu á Facebook en þar segir hann grunn lagsins hafa orðið til þegar leynihljómsveitin Blúsbræður, sem er skipuð honum og goðsögnunum Magga Eiríks og KK, hittist yfir helgi í Súðavík.

Lagið lifnaði svo aftur við þegar Mugison fór ásamt fjölskyldu sinni um Ísland í tvo mánuði árið 2017.

„Þá snerum við sólarhringnum nærri því við, okkur fannst svo gottað keyra á nóttunni eftir tónleika og vera laus við túristana og eiga helstu perlur landsins alein,“ skrifar Mugison.

Millilagið varð til á Akureyri þar sem Mugison vann að laginu niður á bryggju í bílnum sínum í sól og sjávargolu.

„Mig hefur lengi langað að gera svona trallandi jákvætt lag. Við tókum grunninn upp læf í Sundlauginni í Mosó, Ómar Guðjóns á gítar, Valdimar Olgeirs á kontrabassa og ég á gítar og rödd, svo rödduðu Ómar, Rósa og Rúna eftir á. Njótið og Grillið,“ skrifar Mugison.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.