Landa milljarða samningi í Kína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2019 16:39 Sindri Sindrason við undirritunina á samningnum. CRI Kínverski efnaframleiðandinn Henan Shuncheng Group hefur samið við íslenska tækniþróunarfyrirtækið Carbon Recycling International um að hanna verksmiðju byggða á tækni CRI til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru í Kína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá CRI. Samkomulag þess efnis var undirritað í höfuðstöðvum CRI að viðstöddum Jin Zhijian, sendiherra Alþýðulýðveldisins Kína á Íslandi. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 10 milljarðar króna. Verksmiðja Shuncheng, sem gert er ráð fyrir að rísi í Anyang borg í Henan héraði í Kína, mun endurnýta um 150.000 tonn af koltvísýringi og öðrum útblæstri til framleiðslu á um 180.000 tonnum af metanóli og metangasi árlega. Þannig mun verksmiðjan endurvinna sem nemur útblæstri 40.000 bensín- eða dísilbíla á Íslandi. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan geti tekið til starfa í árslok 2021. Dótturfyrirtæki CRI og samstarfsaðila þess í Kína hefur haft milligöngu um undirbúning verkefnisins en öll hönnun á metanólframleiðsluferlinu, tengd verkfræði og framkvæmd verður í höndum CRI. Sindri Sindrason, forstjóri CRI, segir einstaka reynslu í hönnun, smíði og rekstri sambærilegra verksmiðja á Íslandi og Þýskalandi gera þeim kleift að reisa verksmiðjur í fullri stærð sem skili góðum arði og dragi um leið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Henan Shuncheng Group er einkafyrirtæki stofnað árið 1998 og starfar við orkuframleiðslu og vinnslu á koksi til stál- og efnavinnslu. Höfuðstöðvar Shuncheng Group eru í Anyang efna- og iðngarðinum en fyrirtækið er eitt af stærstu fyrirtækjum í Henan, sem er þriðja stærsta hérað Kína að mannfjölda. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 2.300 talsins. Fyrirtækið selur um 2,6 milljónir tonna af hráefni fyrir stáliðnað á ári, og framleiðir nærri milljón tonn af öðrum efnavörum auk raforku. Tekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru um 185 milljarðar króna. Carbon Recycling International – CRI hf. var stofnað árið 2006 á Íslandi til þess að þróa tækni til að umbreyta vetni og koltvísýringi í endurnýjanlegt eldsneyti og hráefni til efnaframleiðslu, metanól. Fyrsta verksmiðja CRI var gangsett í Svartsengi árið 2012 og önnur tilraunaverksmiðja tók nýlega til starfa í grennd við Köln í Þýskalandi. Kína Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Kínverski efnaframleiðandinn Henan Shuncheng Group hefur samið við íslenska tækniþróunarfyrirtækið Carbon Recycling International um að hanna verksmiðju byggða á tækni CRI til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru í Kína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá CRI. Samkomulag þess efnis var undirritað í höfuðstöðvum CRI að viðstöddum Jin Zhijian, sendiherra Alþýðulýðveldisins Kína á Íslandi. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 10 milljarðar króna. Verksmiðja Shuncheng, sem gert er ráð fyrir að rísi í Anyang borg í Henan héraði í Kína, mun endurnýta um 150.000 tonn af koltvísýringi og öðrum útblæstri til framleiðslu á um 180.000 tonnum af metanóli og metangasi árlega. Þannig mun verksmiðjan endurvinna sem nemur útblæstri 40.000 bensín- eða dísilbíla á Íslandi. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan geti tekið til starfa í árslok 2021. Dótturfyrirtæki CRI og samstarfsaðila þess í Kína hefur haft milligöngu um undirbúning verkefnisins en öll hönnun á metanólframleiðsluferlinu, tengd verkfræði og framkvæmd verður í höndum CRI. Sindri Sindrason, forstjóri CRI, segir einstaka reynslu í hönnun, smíði og rekstri sambærilegra verksmiðja á Íslandi og Þýskalandi gera þeim kleift að reisa verksmiðjur í fullri stærð sem skili góðum arði og dragi um leið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Henan Shuncheng Group er einkafyrirtæki stofnað árið 1998 og starfar við orkuframleiðslu og vinnslu á koksi til stál- og efnavinnslu. Höfuðstöðvar Shuncheng Group eru í Anyang efna- og iðngarðinum en fyrirtækið er eitt af stærstu fyrirtækjum í Henan, sem er þriðja stærsta hérað Kína að mannfjölda. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 2.300 talsins. Fyrirtækið selur um 2,6 milljónir tonna af hráefni fyrir stáliðnað á ári, og framleiðir nærri milljón tonn af öðrum efnavörum auk raforku. Tekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru um 185 milljarðar króna. Carbon Recycling International – CRI hf. var stofnað árið 2006 á Íslandi til þess að þróa tækni til að umbreyta vetni og koltvísýringi í endurnýjanlegt eldsneyti og hráefni til efnaframleiðslu, metanól. Fyrsta verksmiðja CRI var gangsett í Svartsengi árið 2012 og önnur tilraunaverksmiðja tók nýlega til starfa í grennd við Köln í Þýskalandi.
Kína Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira