Ólafía snýr aftur á LPGA Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. maí 2019 12:00 Ólafía keppir á meðal þeirra bestu um helgina vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik í dag á sínu fyrsta móti á LPGA mótaröðinni þetta tímabilið. Valdís Þóra Jónsdóttir verður í eldlínunni á Evrópumótaröðinni. Síðustu tvö ár var Ólafía Þórunn með fullan keppnisrétt á sterkustu mótaröð heims, LPGA, en hún missti hann í lok síðasta árs. Hún er með takmarkaðan aðgang að mótaröðinni í ár en mun núna keppa á tveimur mótum í röð. Fyrst er komið að Pure Silk meistaramótinu, en hún fékk boð á það mót frá styrktaraðilum. Hún vann sér svo inn þátttökurétt á Opna bandaríska risamótinu sem hefst í næstu viku. Pure Silk mótið fer fram í Williamsburg í Virginíufylki og tók Ólafía þátt í því síðustu tvö ár en komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Ólafía á rástíma klukkan 14:05 að staðartíma, eða 18:05 að íslenskum tíma. Hún hefur leik á tíundu braut og með henni í ráshóp eru Robyn Choi frá Ástralíu og Lee Lopez frá Bandaríkjunum. Stöð 2 Sport 4 sýnir beint frá mótinu og hefst útsendingin klukkan 20:00. Valdís Þóra er að spila á sínu níunda móti á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaraðar Evrópu, og hún er í 72. sæti stigalista mótaraðarinnar. Hún er á meðal þáttakanda á Jabra Ladies Open mótinu sem er haldið í Frakklandi. Þetta er aðeins þriggja daga mót og verður niðurskurður eftir annan keppnisdag. Valdís hefur leik klukkan 14:08 að staðartíma, eða 12:08 að íslenskum tíma. Valdís er í ráshóp með Ana Menendez frá Mexíkó og hinni sænsku Filippa Moork. Ólafía Þórunn er í 444. sæti heimslistans í golfi, en hann var gefinn út í gær. Valdís Þóra er þar rétt fyrir neðan, í 450. sæti. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik í dag á sínu fyrsta móti á LPGA mótaröðinni þetta tímabilið. Valdís Þóra Jónsdóttir verður í eldlínunni á Evrópumótaröðinni. Síðustu tvö ár var Ólafía Þórunn með fullan keppnisrétt á sterkustu mótaröð heims, LPGA, en hún missti hann í lok síðasta árs. Hún er með takmarkaðan aðgang að mótaröðinni í ár en mun núna keppa á tveimur mótum í röð. Fyrst er komið að Pure Silk meistaramótinu, en hún fékk boð á það mót frá styrktaraðilum. Hún vann sér svo inn þátttökurétt á Opna bandaríska risamótinu sem hefst í næstu viku. Pure Silk mótið fer fram í Williamsburg í Virginíufylki og tók Ólafía þátt í því síðustu tvö ár en komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Ólafía á rástíma klukkan 14:05 að staðartíma, eða 18:05 að íslenskum tíma. Hún hefur leik á tíundu braut og með henni í ráshóp eru Robyn Choi frá Ástralíu og Lee Lopez frá Bandaríkjunum. Stöð 2 Sport 4 sýnir beint frá mótinu og hefst útsendingin klukkan 20:00. Valdís Þóra er að spila á sínu níunda móti á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaraðar Evrópu, og hún er í 72. sæti stigalista mótaraðarinnar. Hún er á meðal þáttakanda á Jabra Ladies Open mótinu sem er haldið í Frakklandi. Þetta er aðeins þriggja daga mót og verður niðurskurður eftir annan keppnisdag. Valdís hefur leik klukkan 14:08 að staðartíma, eða 12:08 að íslenskum tíma. Valdís er í ráshóp með Ana Menendez frá Mexíkó og hinni sænsku Filippa Moork. Ólafía Þórunn er í 444. sæti heimslistans í golfi, en hann var gefinn út í gær. Valdís Þóra er þar rétt fyrir neðan, í 450. sæti.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira