Ólafía snýr aftur á LPGA Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. maí 2019 12:00 Ólafía keppir á meðal þeirra bestu um helgina vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik í dag á sínu fyrsta móti á LPGA mótaröðinni þetta tímabilið. Valdís Þóra Jónsdóttir verður í eldlínunni á Evrópumótaröðinni. Síðustu tvö ár var Ólafía Þórunn með fullan keppnisrétt á sterkustu mótaröð heims, LPGA, en hún missti hann í lok síðasta árs. Hún er með takmarkaðan aðgang að mótaröðinni í ár en mun núna keppa á tveimur mótum í röð. Fyrst er komið að Pure Silk meistaramótinu, en hún fékk boð á það mót frá styrktaraðilum. Hún vann sér svo inn þátttökurétt á Opna bandaríska risamótinu sem hefst í næstu viku. Pure Silk mótið fer fram í Williamsburg í Virginíufylki og tók Ólafía þátt í því síðustu tvö ár en komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Ólafía á rástíma klukkan 14:05 að staðartíma, eða 18:05 að íslenskum tíma. Hún hefur leik á tíundu braut og með henni í ráshóp eru Robyn Choi frá Ástralíu og Lee Lopez frá Bandaríkjunum. Stöð 2 Sport 4 sýnir beint frá mótinu og hefst útsendingin klukkan 20:00. Valdís Þóra er að spila á sínu níunda móti á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaraðar Evrópu, og hún er í 72. sæti stigalista mótaraðarinnar. Hún er á meðal þáttakanda á Jabra Ladies Open mótinu sem er haldið í Frakklandi. Þetta er aðeins þriggja daga mót og verður niðurskurður eftir annan keppnisdag. Valdís hefur leik klukkan 14:08 að staðartíma, eða 12:08 að íslenskum tíma. Valdís er í ráshóp með Ana Menendez frá Mexíkó og hinni sænsku Filippa Moork. Ólafía Þórunn er í 444. sæti heimslistans í golfi, en hann var gefinn út í gær. Valdís Þóra er þar rétt fyrir neðan, í 450. sæti. Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik í dag á sínu fyrsta móti á LPGA mótaröðinni þetta tímabilið. Valdís Þóra Jónsdóttir verður í eldlínunni á Evrópumótaröðinni. Síðustu tvö ár var Ólafía Þórunn með fullan keppnisrétt á sterkustu mótaröð heims, LPGA, en hún missti hann í lok síðasta árs. Hún er með takmarkaðan aðgang að mótaröðinni í ár en mun núna keppa á tveimur mótum í röð. Fyrst er komið að Pure Silk meistaramótinu, en hún fékk boð á það mót frá styrktaraðilum. Hún vann sér svo inn þátttökurétt á Opna bandaríska risamótinu sem hefst í næstu viku. Pure Silk mótið fer fram í Williamsburg í Virginíufylki og tók Ólafía þátt í því síðustu tvö ár en komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Ólafía á rástíma klukkan 14:05 að staðartíma, eða 18:05 að íslenskum tíma. Hún hefur leik á tíundu braut og með henni í ráshóp eru Robyn Choi frá Ástralíu og Lee Lopez frá Bandaríkjunum. Stöð 2 Sport 4 sýnir beint frá mótinu og hefst útsendingin klukkan 20:00. Valdís Þóra er að spila á sínu níunda móti á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaraðar Evrópu, og hún er í 72. sæti stigalista mótaraðarinnar. Hún er á meðal þáttakanda á Jabra Ladies Open mótinu sem er haldið í Frakklandi. Þetta er aðeins þriggja daga mót og verður niðurskurður eftir annan keppnisdag. Valdís hefur leik klukkan 14:08 að staðartíma, eða 12:08 að íslenskum tíma. Valdís er í ráshóp með Ana Menendez frá Mexíkó og hinni sænsku Filippa Moork. Ólafía Þórunn er í 444. sæti heimslistans í golfi, en hann var gefinn út í gær. Valdís Þóra er þar rétt fyrir neðan, í 450. sæti.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira