Forsetinn segir bróður sinn hafa rekið smiðshöggið á uppbyggingu föður þeirra á Selfossi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. maí 2019 22:27 Guðni fylgdist vel með íslandsmótinu. Hér er hann á Ásvöllum. Vísir/Vilhelm. Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, hefur sent karlaliði Selfoss í handbolta hamingjuóskir með Íslandsmeistaratitilinn sem liðið hampaði í kvöld í fyrsta skipti með sigri á Haukum. „Er ekki vanur að senda liðum slíkar kveðjur en veðja á að mér fyrirgefist undantekningin í þetta sinn - Patti bróðir á stóran þátt í þessum sigri,“ skrifar Guðni á Facebook-síðu Forseta Íslands. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, er bróðir Guðna. Guðni segir að margt sé hægt að læra af liði Selfyssinga og Hauka. „Í báðum liðum eru flestir leikmenn á heimaslóðum, léku með sínu liði í yngri flokkum. Þetta er eflaust ein meginástæða þeirrar velgengni sem Haukar hafa notið og Selfyssingar núna, og má margt af því læra,“ skrifar Guðni. Með færslunni birtir hann mynd af sér og Patreki með föður þeirra, Jóhannesi Sæmundssyni og bætir Guðni við í gamansömum tón að með sigrinum hafi Patrekur lokið starfi föður þeirra. „Á myndinni að neðan erum við eldri bræðurnir með föður okkar, Jóhannesi heitnum Sæmundssyni (yngsti bróðirinn Jóhannes var ekki kominn í heiminn þarna). Fyrir nær 40 árum stóð pabbi að handboltanámskeiði á Selfossi með fleirum og segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið á uppbygginguna sem þá hófst! Aftur til hamingju, kæru Selfyssingar.“ Árborg Forseti Íslands Olís-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu gæsahúðarmyndband eftir fyrsta Íslandsmeistaratitil Selfoss Selfyssingar eru glaðir í kvöld. 22. maí 2019 22:07 Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Patrekur: Kem aftur seinna með sömu greiðslu og aðeins eldri Patrekur var eðlilega stoltur af sínum drengjum í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, hefur sent karlaliði Selfoss í handbolta hamingjuóskir með Íslandsmeistaratitilinn sem liðið hampaði í kvöld í fyrsta skipti með sigri á Haukum. „Er ekki vanur að senda liðum slíkar kveðjur en veðja á að mér fyrirgefist undantekningin í þetta sinn - Patti bróðir á stóran þátt í þessum sigri,“ skrifar Guðni á Facebook-síðu Forseta Íslands. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, er bróðir Guðna. Guðni segir að margt sé hægt að læra af liði Selfyssinga og Hauka. „Í báðum liðum eru flestir leikmenn á heimaslóðum, léku með sínu liði í yngri flokkum. Þetta er eflaust ein meginástæða þeirrar velgengni sem Haukar hafa notið og Selfyssingar núna, og má margt af því læra,“ skrifar Guðni. Með færslunni birtir hann mynd af sér og Patreki með föður þeirra, Jóhannesi Sæmundssyni og bætir Guðni við í gamansömum tón að með sigrinum hafi Patrekur lokið starfi föður þeirra. „Á myndinni að neðan erum við eldri bræðurnir með föður okkar, Jóhannesi heitnum Sæmundssyni (yngsti bróðirinn Jóhannes var ekki kominn í heiminn þarna). Fyrir nær 40 árum stóð pabbi að handboltanámskeiði á Selfossi með fleirum og segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið á uppbygginguna sem þá hófst! Aftur til hamingju, kæru Selfyssingar.“
Árborg Forseti Íslands Olís-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu gæsahúðarmyndband eftir fyrsta Íslandsmeistaratitil Selfoss Selfyssingar eru glaðir í kvöld. 22. maí 2019 22:07 Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Patrekur: Kem aftur seinna með sömu greiðslu og aðeins eldri Patrekur var eðlilega stoltur af sínum drengjum í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
Sjáðu gæsahúðarmyndband eftir fyrsta Íslandsmeistaratitil Selfoss Selfyssingar eru glaðir í kvöld. 22. maí 2019 22:07
Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30
Patrekur: Kem aftur seinna með sömu greiðslu og aðeins eldri Patrekur var eðlilega stoltur af sínum drengjum í kvöld. 22. maí 2019 21:30