May kaupir sér pólitískan líftíma fram á föstudag Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 22. maí 2019 18:00 Theresa May forsætisráðherra yfirgefur Downing Stræti 10. EPA/EFE Theresa May, forsætisráðherra, virðist hafa rekið síðasta naglann í eigin pólitísku líkkistu þegar hún kynnti innihald nýja Brexitsáttmálans í gær. Hún stefnir á að leggja sáttmálann fram í annað sinn eftir mánaðamót. Ólíklegt er að það gerist þar sem bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstaða virðast nær örugglega vilja hafna honum. Meðal þess sem hún leggur til samhliða sáttmálanum er að ef hann hlýtur brautargengi fái þingmenn að greiða atkvæði um það hvort að þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að fara fram um sáttmálann. Óttast þjóðaratkvæðagreiðslu og afhroð í kosningum Möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu virðist hafa farið öfugt ofan í þingmenn Íhaldsflokksins, meðal annars nánustu bandamenn hennar. Þrír ráðherrar, David Mundell, Jeremy Hunt og Sajid Javid sem ætíð hafa stutt May hafa óskað eftir fundi með henni til að fá hana ofan af hugmyndum um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur hafnað öllum beiðnum um fundi. Hátt settir þingmenn Íhaldsflokksins hafa kallað á eftir afsögn May og sumir telja að hún gæti verið farin úr embætti leiðtoga áður en dagur er úti. Einnig er mikil gremja með stöðu Íhaldsflokksins fyrir komandi Evrópuþingskosningar sem fram fara í Bretlandi á morgun. Líklega munn Brexit flokkur Nigel Farage vinna stórsigur á kostnað Íhaldsflokksins. Margir þingmenn vilja losna við May áður en kjörstaðir opna á morgun. Heimildarmanneskja The Guardian innan úr Downing Stræti 10 segir að May sé ekki á förum fyrr en í fyrsta lagi eftir Evrópuþingskosningarnar.Búin að kaupa sér tíma fram til föstudags Stjórn nefndar sem fer með innri mál Íhaldsflokksins, svokölluð 1922 nefnd, hefur fundað í dag um stöðu May. Nefndin er með til skoðunar hvort breyta eigi reglum flokksins svo að þingmenn geti greitt atkvæði um vantraust á May. Síðast var greitt atkvæði um vantraust á hana í desember en samkvæmt reglum flokksins má ekki leggja fram nýtt vantraust fyrr en 12 mánuðum eftir síðustu atkvæðagreiðslu. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu en formaður hennar, Graham Brady, mun funda með May á föstudag. Þannig kann May að hafa framlengt pólitískt líf sitt í það minnsta fram að helgi. Bretland Brexit Tengdar fréttir Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03 May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar May virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. 22. maí 2019 14:38 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra, virðist hafa rekið síðasta naglann í eigin pólitísku líkkistu þegar hún kynnti innihald nýja Brexitsáttmálans í gær. Hún stefnir á að leggja sáttmálann fram í annað sinn eftir mánaðamót. Ólíklegt er að það gerist þar sem bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstaða virðast nær örugglega vilja hafna honum. Meðal þess sem hún leggur til samhliða sáttmálanum er að ef hann hlýtur brautargengi fái þingmenn að greiða atkvæði um það hvort að þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að fara fram um sáttmálann. Óttast þjóðaratkvæðagreiðslu og afhroð í kosningum Möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu virðist hafa farið öfugt ofan í þingmenn Íhaldsflokksins, meðal annars nánustu bandamenn hennar. Þrír ráðherrar, David Mundell, Jeremy Hunt og Sajid Javid sem ætíð hafa stutt May hafa óskað eftir fundi með henni til að fá hana ofan af hugmyndum um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur hafnað öllum beiðnum um fundi. Hátt settir þingmenn Íhaldsflokksins hafa kallað á eftir afsögn May og sumir telja að hún gæti verið farin úr embætti leiðtoga áður en dagur er úti. Einnig er mikil gremja með stöðu Íhaldsflokksins fyrir komandi Evrópuþingskosningar sem fram fara í Bretlandi á morgun. Líklega munn Brexit flokkur Nigel Farage vinna stórsigur á kostnað Íhaldsflokksins. Margir þingmenn vilja losna við May áður en kjörstaðir opna á morgun. Heimildarmanneskja The Guardian innan úr Downing Stræti 10 segir að May sé ekki á förum fyrr en í fyrsta lagi eftir Evrópuþingskosningarnar.Búin að kaupa sér tíma fram til föstudags Stjórn nefndar sem fer með innri mál Íhaldsflokksins, svokölluð 1922 nefnd, hefur fundað í dag um stöðu May. Nefndin er með til skoðunar hvort breyta eigi reglum flokksins svo að þingmenn geti greitt atkvæði um vantraust á May. Síðast var greitt atkvæði um vantraust á hana í desember en samkvæmt reglum flokksins má ekki leggja fram nýtt vantraust fyrr en 12 mánuðum eftir síðustu atkvæðagreiðslu. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu en formaður hennar, Graham Brady, mun funda með May á föstudag. Þannig kann May að hafa framlengt pólitískt líf sitt í það minnsta fram að helgi.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03 May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar May virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. 22. maí 2019 14:38 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03
May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar May virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. 22. maí 2019 14:38