Verkalýðshreyfingin og SA fagna stýrivaxtalækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2019 11:04 Már Guðmundsson á leið á kynningarfund um stýrivaxtalækkunina. Vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins segja vaxtalækkun Seðlabankans, sem tilkynnt var um í morgun, vera „mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins.“ Svipaðan tón má heyra frá fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar, sem SA hrósar fyrir hugrekki við undirritun kjarasamninga í vor. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi frá því í morgun að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,5 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4 prósent. Í rökstuðningi Seðlabankans segir m.a. að niðurstaða Lífskjarasamningsins svonefnda hafi verið í „í betra samræmi við verðbólgumarkmiðið en margir bjuggust við,“ þrátt fyrir „myndarlegar launahækkanir.“ Fyrir vikið hafi skapast aukið svigrúm til vaxtalækkunar. Aðilar vinnumarkaðarins töldu sig auk þess svo vissa um að forsendur væru fyrir lækkun að fallist var á að hafa uppsagnarákvæði í kjarasamningnum sem kveður á um að rifta megi samningnum lækki stýrivextir ekki.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnar stýrivaxtalækkuninni og telur hana mikla kjarabót. Í samtali við Bítið í morgun tók hann dæmi: Ráðstöfunartekjur heimila sem skulda 30 milljónir í húsnæðislán og eru með breytilega vexti geta aukist um 150 þúsund krónur á ársgrundvelli eða sem nemur 12.500 krónum á mánuði. Hann sagðist auk þess sannfærður um að Lífskjarasamningurinn, sem hann segir vera besta kjarasamning sem hann hefur komið að á 15 ára kjaraviðræðnaferli sínum, hafi leikið lykilhlutverk í þessari lækkun. Drífa Snædal, forseti ASÍ, tekur í sama streng. Lækkunin séu góðar fréttir „og til marks um að við erum komin inn í skeið vaxtalækkunar.“Seðlabankinn meti stöðuna rétt Samtök Atvinnulífsins lýsa sambærilegri ánægju og hrósa verkalýðshreyfingunni - „fyrir að hafa lagt á vaðið og tekið áhættu við gerð Lífskjarasamningsins.Í yfirlýsingu frá SA segja þau vaxtalækkunina styrkja Lífskjarasamninginn „með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapa svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamningsins.“ Vaxtalækkun Seðlabankans í dag marki skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar og séu sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna, að sögn SA, sem segja bankann meta „stöðuna hárrétt og viðbrögð hans senda tón sem ómar inn í framtíð vinnumarkaðarins.“ Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn lækkar stýrivexti Lækkunin ætti ekki að þurfa að koma á óvart. 22. maí 2019 09:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja vaxtalækkun Seðlabankans, sem tilkynnt var um í morgun, vera „mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins.“ Svipaðan tón má heyra frá fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar, sem SA hrósar fyrir hugrekki við undirritun kjarasamninga í vor. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi frá því í morgun að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,5 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4 prósent. Í rökstuðningi Seðlabankans segir m.a. að niðurstaða Lífskjarasamningsins svonefnda hafi verið í „í betra samræmi við verðbólgumarkmiðið en margir bjuggust við,“ þrátt fyrir „myndarlegar launahækkanir.“ Fyrir vikið hafi skapast aukið svigrúm til vaxtalækkunar. Aðilar vinnumarkaðarins töldu sig auk þess svo vissa um að forsendur væru fyrir lækkun að fallist var á að hafa uppsagnarákvæði í kjarasamningnum sem kveður á um að rifta megi samningnum lækki stýrivextir ekki.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnar stýrivaxtalækkuninni og telur hana mikla kjarabót. Í samtali við Bítið í morgun tók hann dæmi: Ráðstöfunartekjur heimila sem skulda 30 milljónir í húsnæðislán og eru með breytilega vexti geta aukist um 150 þúsund krónur á ársgrundvelli eða sem nemur 12.500 krónum á mánuði. Hann sagðist auk þess sannfærður um að Lífskjarasamningurinn, sem hann segir vera besta kjarasamning sem hann hefur komið að á 15 ára kjaraviðræðnaferli sínum, hafi leikið lykilhlutverk í þessari lækkun. Drífa Snædal, forseti ASÍ, tekur í sama streng. Lækkunin séu góðar fréttir „og til marks um að við erum komin inn í skeið vaxtalækkunar.“Seðlabankinn meti stöðuna rétt Samtök Atvinnulífsins lýsa sambærilegri ánægju og hrósa verkalýðshreyfingunni - „fyrir að hafa lagt á vaðið og tekið áhættu við gerð Lífskjarasamningsins.Í yfirlýsingu frá SA segja þau vaxtalækkunina styrkja Lífskjarasamninginn „með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapa svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamningsins.“ Vaxtalækkun Seðlabankans í dag marki skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar og séu sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna, að sögn SA, sem segja bankann meta „stöðuna hárrétt og viðbrögð hans senda tón sem ómar inn í framtíð vinnumarkaðarins.“
Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn lækkar stýrivexti Lækkunin ætti ekki að þurfa að koma á óvart. 22. maí 2019 09:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira