Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 1-4 Breiðablik | Óstöðvandi Blikar unnu stórsigur fyrir norðan Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. maí 2019 21:30 Blikar líta rosalega vel út í upphafi móts. vísir/bára Það var stórveldaslagur í Pepsi Max deild kvenna á Þórsvelli á Akureyri í dag þegar silfurlið síðasta árs, Þór/KA, fékk ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn í 4.umferð deildarinnar. Leikurinn fór mjög rólega af stað og liðin eyddu fyrsta stundarfjórðungnum í að fóta sig á vellinum. Reyndar slapp Berglind Björg Þorvaldsdóttir alein í gegn á 8.mínútu en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir varði vel í marki heimakvenna. Eftir hálftíma leik gerði Bianca Sierra sig seka um slæm mistök í uppspili heimakvenna sem endaði með fyrsta marki leiksins. Agla María átti reyndar lélega fyrirgjöf í kjölfarið en hreinsun Láru Kristínar Pedersen féll beint fyrir fætur Hildar Antonsdóttur. Hildur lagði boltann fyrir sig og negldi boltanum í slánna og inn. Skömmu síðar fékk Andrea Mist gott færi rétt fyrir utan vítateig en skot hennar með vinstri fæti fór töluvert framhjá markinu. Fljótlega eftir það mundaði Agla María Albertsdóttir skotfótinn á miðjum vallarhelmingi Þórs/KA og negldi boltanum framhjá Bryndísi Láru og Blikarnir komnir í 0-2. Þór/KA fékk sitt besta færi í fyrri hálfleiknum strax í kjölfarið af marki Öglu en Sonný Lára varði frá Þórdísi Hrönn. Hálfleikstölur 0-2. Það var kraftur í heimakonum í upphafi síðari hálfleiks og kom það því sem blaut tuska í andlit þeirra þegar Berglind Björg skoraði á 53.mínútu úr fyrstu sókn Blika í síðari hálfleik. Kom markið í kjölfar mistaka heimakvenna á eigin vallarhelmingi. Staðan orðin 0-3 og róðurinn vægast sagt þungur fyrir Þór/KA. Sandra Mayor gaf þeim þó líflínu fyrir lokamínúturnar þegar hún komst í gegnum vörn Blika eftir sendingu Karenar Maríu Sigurgeirsdóttur og skoraði framhjá Sonný á 69.mínútu. Það var hins vegar Húsavíkurmærin Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sem gulltryggði sigur Blika þegar hún skoraði beint úr aukaspyrnu á 82.mínútu. Öruggur þriggja marka sigur Íslandsmeistaranna staðreynd.Afhverju vann Breiðablik? Breiðablik var betri aðilinn stærstan hluta leiksins og sköpuðu heilt yfir mun fleiri hættur en heimakonur. Sigurinn því verðskuldaður. Einstaklingsmistök í liði heimakvenna reyndust þeim dýrkeypt því fyrstu þrjú mörk Blika koma eftir klaufaleg mistök Þór/KA.Bestu menn vallarins Agla María Albertsdóttir og Hildur Antonsdóttir. Báðar skoruðu þær stórglæsileg mörk sem komu Blikum á bragðið. Bestu sóknir Blika kom upp vinstri kantinn þar sem Agla María var allt í öllu. Hildur var fyrirferðamikil á miðjunni að vanda. Í liði heimakvenna ber líklega helsta að nefna Söndru Mayor þó hún hafi oftast spilað betur.Hvað gekk illa? Einstaklingsmistök heimakvenna fá að eiga þennan lið. Í fyrstu þremur mörkum Blika fá þær boltann í raun gefins í góðri sóknarstöðu á vallarhelmingi Þórs/KA. Getur ekki leyft þér það á móti jafn góðu liði og BreiðablikHvað er framundan? Þór/KA heimsækir nýliða Keflavíkur næstkomandi sunnudag. Daginn eftir leikur Breiðablik sinn fyrsta heimaleik í sumar þegar þær fá KR í heimsókn á teppið í Kópavogi. Þorsteinn: Unnum síðast deildarleik hérna 2015Agla María og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks,mynd/blikar.is„Ég er mjög stoltur af liðinu og ánægður með sigurinn. Mér fannst þetta sanngjarn sigur. Við vorum betri aðilinn heilt yfir þó það hafi legið aðeins á okkur hérna í restina,“ sagði glaðbeittur Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok. Breiðablik er með fullt hús stiga og hefur verið virkilega sannfærandi í fyrstu fjórum umferðum mótsins og það þrátt fyrir að hafa leikið alla leiki sína til þessa á útivelli. Liðið er búið að heimsækja bæði Vestmannaeyjar og Akureyri og nokkuð ljóst að Kópavogskonur eru áfram líklegar til afreka. Þorsteinn var þó ekki tilbúinn að taka undir það að liðið gæti farið í gegnum sumarið með fullt hús stiga. „Við fengum bara 3 stig fyrir þennan leik og þetta heldur bara áfram. Auðvitað er frábært að koma til Akureyrar og vinna. Við gerðum það síðast í deildinni 2015. Þór/KA liðið er gott og heilt yfir vorum við mjög sannfærandi. Ég er mjög ánægður með þennan leik,“ sagði hógvær Þorsteinn. Breiðablik hefur nú breytt um undirlag á keppnisvelli sínum og í næstu umferð leikur liðið sinn fyrsta heimaleik á gervigrasinu í Kópavogi. „Vonandi verðum við jafn gott gervigraslið og við höfum verið sem graslið. Þessi sigur hjálpar okkur. Þetta er fyrirfram talið eitt af sterkustu liðunum og þess vegna er frábært að vinna svona sannfærandi,“ sagði Þorsteinn að lokum. Donni: Mér fannst dómarinn ömurlegur en við vorum léleg líkaDonni var eðlilega hundfúll með leikinnvísir/ernir„Það fór ansi margt úrskeiðis. Þetta var lélegur leikur af okkar hálfu og langversti leikurinn í sumar. Þær skora auðveld mörk og við sköpum okkur lítið fram á við. Heilt yfir ekki góð frammistaða,“ sagði vonsvikinn Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA í leikslok. Ummæli Donna í aðdraganda leiksins vöktu athygli þar sem hann var yfirlýsingaglaður og sagði Þór/KA hafa verið með betra lið en Breiðablik í fyrra og svo væri líka í ár. Hins vegar er það staðreynd að Þór/KA hefur tapað illa fyrir bæði Val og Breiðablik í upphafi móts. Donni gat ekki annað en viðurkennt að hans lið stæði ekki jafnfætis toppliðunum tveimur eins og staðan er í dag. „Ég get ekki sagt annað núna. Það væri bara fáranlegt. En mér finnst við ekki vera svona langt frá þessum liðum. Leikmannahópurinn er þannig að hann á geta haldið í við þessi lið, ekki spurning. Við stefnum þá bara að vinna það sem eftir er, eðlilega eins og öll lið. Við þurfum klárlega að gera betur en þetta og betur en við gerðum á móti Val. Við þurfum að gera betur þegar við spilum við þessi lið. Ég hef áfram fulla trú á því að liðið mitt geti það.“ Í kjölfarið hélt Donni reiðilestur yfir dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, án þess þó að kenna henni um úrslit leiksins. „En svona af því að ég er svo vanur að vera svo prúður, kátur og yfirlýsingaglaður þá vil ég koma því að mér fannst dómarinn ömurlegur. Mér fannst hún bara léleg í þessum leik, það verður að segjast eins og er. Það sáu það allir sem vilja og það er ýmislegt sem hefur gerst frá hennar hendi séð heilt yfir en hún tapaði ekki þessum leik; við vorum léleg líka,“ segir Donni. Dómgæslan fór augljóslega líka í taugarnar á leikmönnum Þórs/KA enda fékk liðið fjögur gul spjöld, þar af tvö fyrir kjaftbrúk. „Bríet er góð kona og allt það. Ég kann vel við hana en mér finnst hún ekkert spes í því sem hún er að gera hérna. Hún getur bara vonandi bætt sig eins og við og ég óska henni alls hins besta með það,“ sagði Donni. Áður hefur verið kvartað yfir því að þeir dómarar sem taldir eru í fremstu röð hér á landi dæmi ekki stærstu leikina í Pepsi Max deild kvenna. Donni tekur undir þá gagnrýni og segir skjóta skökku við að dómara sem er ekki treyst til að dæma í Pepsi Max deild karla sé treyst til að dæma einn stærsta leik sumarsins í Pepsi Max deild kvenna. „Þetta er frábær punktur og nákvæmlega það sem ég var að hugsa. Þetta eru bestu liðin sem eru að etja kappi, eða allavega í topp 3 og klárlega eigum við að fá bestu dómara landsins í þessa leiki. Hún er augljóslega ekki einn af þeim dómurum fyrst hún fær ekki að dæma í Pepsi Max deild karla. Það segir sig sjálft. KSÍ gæti kannski svarað því með að setja hana á leiki þar og sjá hvernig það fer,“ sagði Donni að lokum. Pepsi Max-deild kvenna
Það var stórveldaslagur í Pepsi Max deild kvenna á Þórsvelli á Akureyri í dag þegar silfurlið síðasta árs, Þór/KA, fékk ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn í 4.umferð deildarinnar. Leikurinn fór mjög rólega af stað og liðin eyddu fyrsta stundarfjórðungnum í að fóta sig á vellinum. Reyndar slapp Berglind Björg Þorvaldsdóttir alein í gegn á 8.mínútu en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir varði vel í marki heimakvenna. Eftir hálftíma leik gerði Bianca Sierra sig seka um slæm mistök í uppspili heimakvenna sem endaði með fyrsta marki leiksins. Agla María átti reyndar lélega fyrirgjöf í kjölfarið en hreinsun Láru Kristínar Pedersen féll beint fyrir fætur Hildar Antonsdóttur. Hildur lagði boltann fyrir sig og negldi boltanum í slánna og inn. Skömmu síðar fékk Andrea Mist gott færi rétt fyrir utan vítateig en skot hennar með vinstri fæti fór töluvert framhjá markinu. Fljótlega eftir það mundaði Agla María Albertsdóttir skotfótinn á miðjum vallarhelmingi Þórs/KA og negldi boltanum framhjá Bryndísi Láru og Blikarnir komnir í 0-2. Þór/KA fékk sitt besta færi í fyrri hálfleiknum strax í kjölfarið af marki Öglu en Sonný Lára varði frá Þórdísi Hrönn. Hálfleikstölur 0-2. Það var kraftur í heimakonum í upphafi síðari hálfleiks og kom það því sem blaut tuska í andlit þeirra þegar Berglind Björg skoraði á 53.mínútu úr fyrstu sókn Blika í síðari hálfleik. Kom markið í kjölfar mistaka heimakvenna á eigin vallarhelmingi. Staðan orðin 0-3 og róðurinn vægast sagt þungur fyrir Þór/KA. Sandra Mayor gaf þeim þó líflínu fyrir lokamínúturnar þegar hún komst í gegnum vörn Blika eftir sendingu Karenar Maríu Sigurgeirsdóttur og skoraði framhjá Sonný á 69.mínútu. Það var hins vegar Húsavíkurmærin Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sem gulltryggði sigur Blika þegar hún skoraði beint úr aukaspyrnu á 82.mínútu. Öruggur þriggja marka sigur Íslandsmeistaranna staðreynd.Afhverju vann Breiðablik? Breiðablik var betri aðilinn stærstan hluta leiksins og sköpuðu heilt yfir mun fleiri hættur en heimakonur. Sigurinn því verðskuldaður. Einstaklingsmistök í liði heimakvenna reyndust þeim dýrkeypt því fyrstu þrjú mörk Blika koma eftir klaufaleg mistök Þór/KA.Bestu menn vallarins Agla María Albertsdóttir og Hildur Antonsdóttir. Báðar skoruðu þær stórglæsileg mörk sem komu Blikum á bragðið. Bestu sóknir Blika kom upp vinstri kantinn þar sem Agla María var allt í öllu. Hildur var fyrirferðamikil á miðjunni að vanda. Í liði heimakvenna ber líklega helsta að nefna Söndru Mayor þó hún hafi oftast spilað betur.Hvað gekk illa? Einstaklingsmistök heimakvenna fá að eiga þennan lið. Í fyrstu þremur mörkum Blika fá þær boltann í raun gefins í góðri sóknarstöðu á vallarhelmingi Þórs/KA. Getur ekki leyft þér það á móti jafn góðu liði og BreiðablikHvað er framundan? Þór/KA heimsækir nýliða Keflavíkur næstkomandi sunnudag. Daginn eftir leikur Breiðablik sinn fyrsta heimaleik í sumar þegar þær fá KR í heimsókn á teppið í Kópavogi. Þorsteinn: Unnum síðast deildarleik hérna 2015Agla María og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks,mynd/blikar.is„Ég er mjög stoltur af liðinu og ánægður með sigurinn. Mér fannst þetta sanngjarn sigur. Við vorum betri aðilinn heilt yfir þó það hafi legið aðeins á okkur hérna í restina,“ sagði glaðbeittur Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok. Breiðablik er með fullt hús stiga og hefur verið virkilega sannfærandi í fyrstu fjórum umferðum mótsins og það þrátt fyrir að hafa leikið alla leiki sína til þessa á útivelli. Liðið er búið að heimsækja bæði Vestmannaeyjar og Akureyri og nokkuð ljóst að Kópavogskonur eru áfram líklegar til afreka. Þorsteinn var þó ekki tilbúinn að taka undir það að liðið gæti farið í gegnum sumarið með fullt hús stiga. „Við fengum bara 3 stig fyrir þennan leik og þetta heldur bara áfram. Auðvitað er frábært að koma til Akureyrar og vinna. Við gerðum það síðast í deildinni 2015. Þór/KA liðið er gott og heilt yfir vorum við mjög sannfærandi. Ég er mjög ánægður með þennan leik,“ sagði hógvær Þorsteinn. Breiðablik hefur nú breytt um undirlag á keppnisvelli sínum og í næstu umferð leikur liðið sinn fyrsta heimaleik á gervigrasinu í Kópavogi. „Vonandi verðum við jafn gott gervigraslið og við höfum verið sem graslið. Þessi sigur hjálpar okkur. Þetta er fyrirfram talið eitt af sterkustu liðunum og þess vegna er frábært að vinna svona sannfærandi,“ sagði Þorsteinn að lokum. Donni: Mér fannst dómarinn ömurlegur en við vorum léleg líkaDonni var eðlilega hundfúll með leikinnvísir/ernir„Það fór ansi margt úrskeiðis. Þetta var lélegur leikur af okkar hálfu og langversti leikurinn í sumar. Þær skora auðveld mörk og við sköpum okkur lítið fram á við. Heilt yfir ekki góð frammistaða,“ sagði vonsvikinn Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA í leikslok. Ummæli Donna í aðdraganda leiksins vöktu athygli þar sem hann var yfirlýsingaglaður og sagði Þór/KA hafa verið með betra lið en Breiðablik í fyrra og svo væri líka í ár. Hins vegar er það staðreynd að Þór/KA hefur tapað illa fyrir bæði Val og Breiðablik í upphafi móts. Donni gat ekki annað en viðurkennt að hans lið stæði ekki jafnfætis toppliðunum tveimur eins og staðan er í dag. „Ég get ekki sagt annað núna. Það væri bara fáranlegt. En mér finnst við ekki vera svona langt frá þessum liðum. Leikmannahópurinn er þannig að hann á geta haldið í við þessi lið, ekki spurning. Við stefnum þá bara að vinna það sem eftir er, eðlilega eins og öll lið. Við þurfum klárlega að gera betur en þetta og betur en við gerðum á móti Val. Við þurfum að gera betur þegar við spilum við þessi lið. Ég hef áfram fulla trú á því að liðið mitt geti það.“ Í kjölfarið hélt Donni reiðilestur yfir dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, án þess þó að kenna henni um úrslit leiksins. „En svona af því að ég er svo vanur að vera svo prúður, kátur og yfirlýsingaglaður þá vil ég koma því að mér fannst dómarinn ömurlegur. Mér fannst hún bara léleg í þessum leik, það verður að segjast eins og er. Það sáu það allir sem vilja og það er ýmislegt sem hefur gerst frá hennar hendi séð heilt yfir en hún tapaði ekki þessum leik; við vorum léleg líka,“ segir Donni. Dómgæslan fór augljóslega líka í taugarnar á leikmönnum Þórs/KA enda fékk liðið fjögur gul spjöld, þar af tvö fyrir kjaftbrúk. „Bríet er góð kona og allt það. Ég kann vel við hana en mér finnst hún ekkert spes í því sem hún er að gera hérna. Hún getur bara vonandi bætt sig eins og við og ég óska henni alls hins besta með það,“ sagði Donni. Áður hefur verið kvartað yfir því að þeir dómarar sem taldir eru í fremstu röð hér á landi dæmi ekki stærstu leikina í Pepsi Max deild kvenna. Donni tekur undir þá gagnrýni og segir skjóta skökku við að dómara sem er ekki treyst til að dæma í Pepsi Max deild karla sé treyst til að dæma einn stærsta leik sumarsins í Pepsi Max deild kvenna. „Þetta er frábær punktur og nákvæmlega það sem ég var að hugsa. Þetta eru bestu liðin sem eru að etja kappi, eða allavega í topp 3 og klárlega eigum við að fá bestu dómara landsins í þessa leiki. Hún er augljóslega ekki einn af þeim dómurum fyrst hún fær ekki að dæma í Pepsi Max deild karla. Það segir sig sjálft. KSÍ gæti kannski svarað því með að setja hana á leiki þar og sjá hvernig það fer,“ sagði Donni að lokum.