Hjólað í takt við tónlist Sólrún Freyja Sen skrifar 21. maí 2019 08:00 Sigríður Ásgeirsdóttir kynnir til leiks Hjóladjamm sem er fyrir partíelskendur og hjólafólk. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink Hjóladjamm-tímar verða á morgun og í næstu viku í hjólastúdíóinu Sólir. Slíkir tímar hafa ekki verið haldnir áður á Íslandi. Hugmyndin kemur frá Soul Cycle hjólahópnum í New York og One Rebel hópnum í London. Tímunum verður stjórnað af Siggu Ásgeirs dansara, en tímarnir í New York og London eru oftast kenndir af dönsurum. „Þetta gengur út á það að láta tónlistina leiða hjólið, þú ert í rauninni að dansa við það. Ef takturinn breytist þá breytirðu hraðanum eða þunganum. Sigga segir að hún hafi sjálf ekki verið hrifin af spinning og hjólatímum þar sem bara eitthvað teknó lag var í gangi og enginn að hjóla í takt við tónlistina. „Síðan uppgötvaði ég þessa tíma úti í London og New York og fann mig strax í því.“ Sigga bætir við að þetta sé sama líkamsræktin og taki jafn mikið á og venjulegur spinning tími, en tónlistin ýti manni í að reyna vel á líkamann. Í tímunum verða loftljósin slökkt og kveikt á ljósaseríum svo að fólk geti gleymt sér í tónlistinni og hreyfingunni. Tilgangurinn með tímunum er ekki einhvers konar keppni og vera bestur. „Þetta er í rauninni bara skemmtileg líkamsrækt, hlusta á geggjaða tónlist og dansa við hjólið. Maður á alltaf að vera á taktinum, og svo til dæmis þyngirðu í hjólinu þegar það kemur þungur taktur,“ en Sigga segir að þá séu spiluð rapplög. Lagalistinn inniheldur lög á breiðu bili tónlistartegunda, til dæmis Billie Ellish, GDRN, Hatara og Kanye West. Síðan koma inn á milli keyrslulög, til dæmis París norðursins eða lög eftir Hatara, þá slekkurðu á þyngdinni og hjólar eins hratt og þú getur. „Svo eru sum lög þannig að fólk á bara að fíla sig og gera það sem því sýnist. Loka augunum, hætta að pæla, og gera það sem líkaminn segir því að gera. Hjóladjamm er hugsað fyrir fólk til að hjóla eftir sinni getu, þannig að enginn labbar út sveittur og allir gera sitt besta, án þess að upplifa sig út undan.“ Inn á milli verða teknar handaæfingar og armbeygjur. „Við reynum að gera þær í samhæfðum stíl og þykjast vera í Jane Fonda myndbandi. Þetta er svona djammið í hjóladjamminu. Eftir tímann líður þér pínu eins og þú hafir verið í partíi. Þannig upplifði ég þetta þegar ég fór þetta í London og New York.“ Í haust má svo búast við að hægt verði að skrá sig í reglulega hjóladjammtíma. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Hjóladjamm-tímar verða á morgun og í næstu viku í hjólastúdíóinu Sólir. Slíkir tímar hafa ekki verið haldnir áður á Íslandi. Hugmyndin kemur frá Soul Cycle hjólahópnum í New York og One Rebel hópnum í London. Tímunum verður stjórnað af Siggu Ásgeirs dansara, en tímarnir í New York og London eru oftast kenndir af dönsurum. „Þetta gengur út á það að láta tónlistina leiða hjólið, þú ert í rauninni að dansa við það. Ef takturinn breytist þá breytirðu hraðanum eða þunganum. Sigga segir að hún hafi sjálf ekki verið hrifin af spinning og hjólatímum þar sem bara eitthvað teknó lag var í gangi og enginn að hjóla í takt við tónlistina. „Síðan uppgötvaði ég þessa tíma úti í London og New York og fann mig strax í því.“ Sigga bætir við að þetta sé sama líkamsræktin og taki jafn mikið á og venjulegur spinning tími, en tónlistin ýti manni í að reyna vel á líkamann. Í tímunum verða loftljósin slökkt og kveikt á ljósaseríum svo að fólk geti gleymt sér í tónlistinni og hreyfingunni. Tilgangurinn með tímunum er ekki einhvers konar keppni og vera bestur. „Þetta er í rauninni bara skemmtileg líkamsrækt, hlusta á geggjaða tónlist og dansa við hjólið. Maður á alltaf að vera á taktinum, og svo til dæmis þyngirðu í hjólinu þegar það kemur þungur taktur,“ en Sigga segir að þá séu spiluð rapplög. Lagalistinn inniheldur lög á breiðu bili tónlistartegunda, til dæmis Billie Ellish, GDRN, Hatara og Kanye West. Síðan koma inn á milli keyrslulög, til dæmis París norðursins eða lög eftir Hatara, þá slekkurðu á þyngdinni og hjólar eins hratt og þú getur. „Svo eru sum lög þannig að fólk á bara að fíla sig og gera það sem því sýnist. Loka augunum, hætta að pæla, og gera það sem líkaminn segir því að gera. Hjóladjamm er hugsað fyrir fólk til að hjóla eftir sinni getu, þannig að enginn labbar út sveittur og allir gera sitt besta, án þess að upplifa sig út undan.“ Inn á milli verða teknar handaæfingar og armbeygjur. „Við reynum að gera þær í samhæfðum stíl og þykjast vera í Jane Fonda myndbandi. Þetta er svona djammið í hjóladjamminu. Eftir tímann líður þér pínu eins og þú hafir verið í partíi. Þannig upplifði ég þetta þegar ég fór þetta í London og New York.“ Í haust má svo búast við að hægt verði að skrá sig í reglulega hjóladjammtíma.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira