Hætt að baka vöfflur við undirritun kjarasamninga Sighvatur Jónsson skrifar 20. maí 2019 10:00 Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, og Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari við síðasta vöfflujárn embættisins. Vísir/Egill Vöfflubakstur við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara heyrir sögunni til. Ríkissáttasemjari segist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti. Hefðin hefur verið við lýði í rúm 20 ár. Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, segir að síðasta vöfflujárn embættisins hafi ekkert verið notað á árinu. „Ætli það sé ekki að verða ár síðan,“ segir hún aðspurð um hvenær það var síðast notað. Bryndís Hlöðversdóttir tók við embætti ríkissáttasemjara fyrir fjórum árum. Með nýju fólki fylgja nýjar áherslur. Fundaraðstaða var endurnýjuð og er mun bjartari en áður. Samningafundir voru styttir. Meðal þess nýjasta hjá embættinu er fræðsla fyrir samninganefndir. „Því var mjög vel tekið, við höfðum gert ráð fyrir að það væru um 300 manns sem væru í samninganefndum í hverri lotu. En þau eru töluvert fleiri því það mættu 300 manns á þessi námskeið,“ segir Bryndís.En af hverju hefur verið hætt við vöfflurnar? Bryndís segir það spurningu um hvað sé lagt á starfsfólkið eftir langa og erfiða samningalotu. „Vöfflurnar eru dásamlegar, það elska allir vöfflurnar og það er svolítið kvartað að fólk fái ekki lengur vöfflur,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. „Ég græt það ekki þótt vöfflurnar hverfi,“ segir Elísabet sem byrjaði á vöfflubakstrinum. „Það var fyrir rúmlega 20 árum síðan og þá stóð aldrei til að þetta yrði einhver hefð. Við gerðum þetta einu sinni því það var löng og ströng lota að baki. Svo vildi næsti hópur fá vöfflur og svo gekk þetta þannig að við við gátum ekki komið okkur út úr þessu fyrr en eftir 20 ár,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara. Kjaramál Matur Tímamót Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Vöfflubakstur við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara heyrir sögunni til. Ríkissáttasemjari segist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti. Hefðin hefur verið við lýði í rúm 20 ár. Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, segir að síðasta vöfflujárn embættisins hafi ekkert verið notað á árinu. „Ætli það sé ekki að verða ár síðan,“ segir hún aðspurð um hvenær það var síðast notað. Bryndís Hlöðversdóttir tók við embætti ríkissáttasemjara fyrir fjórum árum. Með nýju fólki fylgja nýjar áherslur. Fundaraðstaða var endurnýjuð og er mun bjartari en áður. Samningafundir voru styttir. Meðal þess nýjasta hjá embættinu er fræðsla fyrir samninganefndir. „Því var mjög vel tekið, við höfðum gert ráð fyrir að það væru um 300 manns sem væru í samninganefndum í hverri lotu. En þau eru töluvert fleiri því það mættu 300 manns á þessi námskeið,“ segir Bryndís.En af hverju hefur verið hætt við vöfflurnar? Bryndís segir það spurningu um hvað sé lagt á starfsfólkið eftir langa og erfiða samningalotu. „Vöfflurnar eru dásamlegar, það elska allir vöfflurnar og það er svolítið kvartað að fólk fái ekki lengur vöfflur,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. „Ég græt það ekki þótt vöfflurnar hverfi,“ segir Elísabet sem byrjaði á vöfflubakstrinum. „Það var fyrir rúmlega 20 árum síðan og þá stóð aldrei til að þetta yrði einhver hefð. Við gerðum þetta einu sinni því það var löng og ströng lota að baki. Svo vildi næsti hópur fá vöfflur og svo gekk þetta þannig að við við gátum ekki komið okkur út úr þessu fyrr en eftir 20 ár,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara.
Kjaramál Matur Tímamót Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira