Tónlist

Föstudagsplaylisti Mr. Sillu

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Mr. Silla vinnur nú að breiðskífunni Hands on Hands.
Mr. Silla vinnur nú að breiðskífunni Hands on Hands. Kevin Bourland
Lagalisti dagsins er úr smiðju Sigurlaugar Gísladóttur. Auk þess að vinna eigin tónlist undir nafninu Mr. Silla hefur hún unnið með sveitum á borð við múm, Mice Parade, Low Roar og Snorra Helgasyni.

Sigurlaug vinnur nú að sinni annarri breiðskífu sem Mr. Silla, og mun hún bera titilinn Hands on Hands. Sett hefur verið á laggirnar hópsöfnun til að fjármagna útgáfu plötunnar á Karolina fund, og hafa rétt rúm 50% safnast þegar þetta er ritað.

Samkvæmt Sigurlaugu er listinn „næsara sumar föstudagsfílingur, tilvalinn til að setja á með einn góðan Aperol spritz við hönd í sumarkvöldsólinni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×