Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2024 14:02 Soffía Dögg hvetur fólk til þess að fara yfir dótið í geymslunni og henda í tæka tíð svo hægt sé að létta afkomendunum lífið. Vísir/Vilhelm/Getty Sjónvarpsstjarnan Soffa Dögg Garðarsdóttir sem oftast er kennd við Skreytum hús hvetur fólk til þess að huga að því fyrr en ella að henda dóti í þeirra eigu þegar það kemst á miðjan aldur til þess að auðvelda afkomendum þeirra lífið þegar það fellur frá. Þetta hefur öðlast miklar vinsældir í Svíþjóð og er kallað sænska dauðahreinsunin. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Soffía Dögg heldur úti sjónvarpsþáttunum Skreytum hús og samnefndri vefsíðu. Nýja serían hófst í vikunni og er fyrsti þáttur á Vísi. Soffía tekur fram að hún komi sjálf af langri línu geymara en hún og systkini hennar aðstoðuðu foreldra sína við að tæma húsið sitt í sumar þegar þau fóru á hjúkrunarheimili. Snýst um að einfalda líf sitt og barnanna „Við erum geymarar af guðs náð. Það er pínu lítið kaldhæðnislegt að ég sé að tala um þetta, kona með fullt háaloft af jóladóti,“ segir Soffía á léttu nótunum í Bítinu. Hún segist sjálf tengjast sínum hlutum tilfinningalegum böndum en sænska hreinsunin snúist um að einfalda lífið. „Hvað er það sem verður geymt eftir þinn dag? Við erum að geyma svo mikið ógrynni af hlutum sem skipta engan máli nema mig eða þig,“ segir Soffía sem bendir á að það sé frábært að fara að huga að þessum málum þegar fólk er komið á miðjan aldur. Það sé alls ekki of snemmt þegar fólk sé orðið 50 ára. „Hugsaðu samt um það að síðan fer brekkan að verða aðeins brattari. Þegar maður fer að eldast þá verður allt aðeins erfiðara og erfiðara. Þegar þú ert kona og ferð til kvensjúkdómalæknis á milli fertugs og fimmtugs þá er farið að spyrja þig spurninga út í heilsufar og þá er spurt hvernig ertu andlega ertu ennþá með þor, ertu ennþá með þrek, ertu orðin rög við að gera hlutina og maður missir oft kraftinn og hlutirnir stækka í augunum á manni og verða ótrúlega stórir þannig þú þarft að byrja á þessu áður en þú ferð að slæda niður brekkuna.“ Hús og heimili Bítið Tengdar fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Í fyrsta þætti af fimmtu þáttaröð af Skreytum hús, sem er í umsjón Soffíu Daggar Garðarsdóttur, heimsótti hún mæðgurnar, Emilíu Þóru Ólafsdóttur og Írisi Kristinsdóttur, gjarnan kennd við Buttercup, sem eru nýlega fluttar á Álftanes úr Grindavík. 5. nóvember 2024 07:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Soffía Dögg heldur úti sjónvarpsþáttunum Skreytum hús og samnefndri vefsíðu. Nýja serían hófst í vikunni og er fyrsti þáttur á Vísi. Soffía tekur fram að hún komi sjálf af langri línu geymara en hún og systkini hennar aðstoðuðu foreldra sína við að tæma húsið sitt í sumar þegar þau fóru á hjúkrunarheimili. Snýst um að einfalda líf sitt og barnanna „Við erum geymarar af guðs náð. Það er pínu lítið kaldhæðnislegt að ég sé að tala um þetta, kona með fullt háaloft af jóladóti,“ segir Soffía á léttu nótunum í Bítinu. Hún segist sjálf tengjast sínum hlutum tilfinningalegum böndum en sænska hreinsunin snúist um að einfalda lífið. „Hvað er það sem verður geymt eftir þinn dag? Við erum að geyma svo mikið ógrynni af hlutum sem skipta engan máli nema mig eða þig,“ segir Soffía sem bendir á að það sé frábært að fara að huga að þessum málum þegar fólk er komið á miðjan aldur. Það sé alls ekki of snemmt þegar fólk sé orðið 50 ára. „Hugsaðu samt um það að síðan fer brekkan að verða aðeins brattari. Þegar maður fer að eldast þá verður allt aðeins erfiðara og erfiðara. Þegar þú ert kona og ferð til kvensjúkdómalæknis á milli fertugs og fimmtugs þá er farið að spyrja þig spurninga út í heilsufar og þá er spurt hvernig ertu andlega ertu ennþá með þor, ertu ennþá með þrek, ertu orðin rög við að gera hlutina og maður missir oft kraftinn og hlutirnir stækka í augunum á manni og verða ótrúlega stórir þannig þú þarft að byrja á þessu áður en þú ferð að slæda niður brekkuna.“
Hús og heimili Bítið Tengdar fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Í fyrsta þætti af fimmtu þáttaröð af Skreytum hús, sem er í umsjón Soffíu Daggar Garðarsdóttur, heimsótti hún mæðgurnar, Emilíu Þóru Ólafsdóttur og Írisi Kristinsdóttur, gjarnan kennd við Buttercup, sem eru nýlega fluttar á Álftanes úr Grindavík. 5. nóvember 2024 07:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Í fyrsta þætti af fimmtu þáttaröð af Skreytum hús, sem er í umsjón Soffíu Daggar Garðarsdóttur, heimsótti hún mæðgurnar, Emilíu Þóru Ólafsdóttur og Írisi Kristinsdóttur, gjarnan kennd við Buttercup, sem eru nýlega fluttar á Álftanes úr Grindavík. 5. nóvember 2024 07:01