Tilefnið var að fagna heimildarmynd af tónleikaferðalaginu GUTS world tour sem Rodrigo lauk nýverið og birti Laufey mynd af þríeykinu þar sem hún skrifar:
„Fögnum Oliviu Rodrigo. Svo stolt af þér fyrir að hafa lokið tónleikaferðalaginu og fyrir það að veita ungum konum alls staðar frá innblástur.“
Olivia Rodrigo er með rúmlega 38 milljón fylgjendur á Instagram og er hvað þekktust fyrir lögin drivers license og good 4 u. Chappell Roan og Laufey eru báðar með um kringum fimm milljónir fylgjenda hvor. Þá er Laufey með rúmlega 15 milljónir mánaðarlega hlustenda á streymisveitunni Spotify og mörg hundruð milljón spilanir á lögin sín.
Laufey er sömuleiðis að fara að senda frá sér tónlistarmynd sem kemur í kvikmyndahús 6. desember næstkomandi. Ber myndin heitið Laufey's A Night At The Symphony: Hollywood Bowl og segist Laufey varla trúa því að þessi draumur hennar sé að rætast.