Tónlist

Space Odyssey opnar á nýjum stað

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Guðrún Lárusdóttir og Pan Thorarensen eiga tilraunarýmið.
Guðrún Lárusdóttir og Pan Thorarensen eiga tilraunarýmið.

Tilraunarýmið og plötubúðin Space Odyssey opnar aftur á laugardag að Bergstaðastræti 4 en hún var áður til húsa á Skólavörðustíg. Blásið verður til tónleika þegar staðurinn opnar klukkan 14 á laugardag. 

Þetta kemur fram í tilkynningu. Hjónin, tónlistarmaðurinn Pan Thorarensen og fatahönnuðurinn Guðrún Lárusdóttir hafa rekið tilraunarýmið Space Odyssey síðan í heimsfaraldrinum. 

Þar segir að Space Odyssey sé plötubúð sem sérhæfi sig í „experimental“ tónlist, útgáfum á vinyl og kassettum og stendur fyrir tilraunakenndum mánaðarlegum tónlistarviðburðum.  Einnig sé hægt að nálgast þar second hand föt sem Guðrún sérvelur undir merkjum hringrásar og endurnýtingar.

Í tilefni af opnun staðarins verður blásið til tónleika, eins og áður segir. Þar mun ameríski hönnuðurinn og tónlistarmaðurinn R Michael Hendrix spila ásamt Kambasel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.