Engin tölfræði til um tengsl símnotkunar og umferðarslysa hér á landi Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2019 11:12 Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Vísir/ÞÞ Íslensk stjórnvöld hafa enga tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa hér á landi og ekkert er fjallað um símnotkun í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018. Ástæðan er sú að þessar upplýsingar eru aldrei skráðar af lögreglu nema ökumenn veiti þær sjálfir. Í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018 er ekki einu orði minnst á síma, snjallsíma eða símtækjanotkun og því er enga tölfræði að finna í skýrslunni um tengsl umferðarslysa og símtækjanotkunar. „Ástæðan er einfaldlega sú að Samgöngustofa skráir umferðarslys samkvæmt skýrslum frá lögreglu og lögregla skráir ekki notkun símtækja nema ökumaðurinn beinlínis játi það á staðnum. Þannig að ef að skráningin væri fyrir hendi, því þetta er vanskráð, þá væru þær tölur mjög villandi fyrir raunveruleikann,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Þetta þýðir í reynd að íslensk stjórnvöld hafa enga nákvæma tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa. Fólk þarf hins vegar ekki að velkjast í vafa um að þessi tengsl eru til staðar. Sérstaklega eftir að snjallsímar urðu ráðandi. Samgöngustofa styðst við erlendar rannsóknir. Þórhildur segir að orsakasambandið sé skýrt samkvæmt þeim. Í Bandaríkjunum er farsíminn til dæmis skráður fjórði algengasti orsakavaldur umferðarslysa þar í landi. Þótt engin tölfræði sé til hefur Samgöngustofa vísbendingar, úr viðhorfskönnunum meðal ökumanna, um að símtækjanotkun undir stýri sé allt of algeng. „Góðu fréttirnar eru þær að á milli ára er hegðun fólks engu að síður að batna. Það er að draga úr þeim fjölda sem segist nota þessi tæki undir stýri og það er auðvitað góður árangur af allri þeirri umfjöllun sem hefur verið í gangi um skaðsemina,“ segir Þórhildur Elín. Umferðaröryggi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa enga tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa hér á landi og ekkert er fjallað um símnotkun í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018. Ástæðan er sú að þessar upplýsingar eru aldrei skráðar af lögreglu nema ökumenn veiti þær sjálfir. Í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018 er ekki einu orði minnst á síma, snjallsíma eða símtækjanotkun og því er enga tölfræði að finna í skýrslunni um tengsl umferðarslysa og símtækjanotkunar. „Ástæðan er einfaldlega sú að Samgöngustofa skráir umferðarslys samkvæmt skýrslum frá lögreglu og lögregla skráir ekki notkun símtækja nema ökumaðurinn beinlínis játi það á staðnum. Þannig að ef að skráningin væri fyrir hendi, því þetta er vanskráð, þá væru þær tölur mjög villandi fyrir raunveruleikann,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Þetta þýðir í reynd að íslensk stjórnvöld hafa enga nákvæma tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa. Fólk þarf hins vegar ekki að velkjast í vafa um að þessi tengsl eru til staðar. Sérstaklega eftir að snjallsímar urðu ráðandi. Samgöngustofa styðst við erlendar rannsóknir. Þórhildur segir að orsakasambandið sé skýrt samkvæmt þeim. Í Bandaríkjunum er farsíminn til dæmis skráður fjórði algengasti orsakavaldur umferðarslysa þar í landi. Þótt engin tölfræði sé til hefur Samgöngustofa vísbendingar, úr viðhorfskönnunum meðal ökumanna, um að símtækjanotkun undir stýri sé allt of algeng. „Góðu fréttirnar eru þær að á milli ára er hegðun fólks engu að síður að batna. Það er að draga úr þeim fjölda sem segist nota þessi tæki undir stýri og það er auðvitað góður árangur af allri þeirri umfjöllun sem hefur verið í gangi um skaðsemina,“ segir Þórhildur Elín.
Umferðaröryggi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira