Kolbítur Kolbeinn Marteinsson skrifar 30. maí 2019 07:30 Þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla hélt ég að það gæti verið góð hugmynd að skrá mig í bókmenntafræði. Það reyndist ekki henta mér vel. Eftir því sem leið á veturinn jókst kæruleysi mitt og námsleiði. Fyrir vorpróf var ég kominn í veruleg vandræði. Hámarki kæruleysisins var náð fyrir próf í frönskum bókmenntum en þá átti ég eftir að lesa fimm hnausþykkar bækur og hafði til þess þrjá daga. Til að auðvelda skipulag og hámarka skilvirkni lagðist ég í reikninga. Samkvæmt útreikningum myndi þetta hafast ef mér tækist að lesa eina blaðsíðu á mínútu í 18 klukkustundir á dag. Fljótt komu þó í ljós gallar á þessari áætlun og þörf var á nýrri hernaðaráætlun. Úr varð að tvær bækur skyldu lesnar fyrir prófið. Það happdrætti gekk ekki vel og ég kvittaði fyrir veru mína í bókmenntafræði með lélegasta prófi sem ég hef tekið. Eitt man ég þó úr náminu en það er kolbítsminnið í bókmenntasögunni. Það er nokkurn veginn svona: Ungur maður (kolbítur) hefur enga stefnu í lífinu, sóar tíma sínum og veldur foreldrum sínum endalausum áhyggjum. Á endanum rís kolbíturinn þó upp og verður að dugmiklum manni. Kannski er kolbítsminnið mér svona minnisstætt af því að ég var mögulega staddur í því sjálfur, fyrrnefndan vetur. Það er því engin ástæða til að örvænta þó okkur finnist hálffullorðin börn okkar sóa tíma sínum í algert stefnu- og tilgangsleysi. Mögulega rúmliggjandi öllum stundum, horfandi á Netflix nema þegar tekin er pása til þess að geifla sig fyrir sjálfsmyndir sem eru sendar á vinina. Síðan er stunið með reglubundnu millibili: „Það er ekkert til að borða hérna.“ Munum þá að við vorum öll einhvern tíma kolbítar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla hélt ég að það gæti verið góð hugmynd að skrá mig í bókmenntafræði. Það reyndist ekki henta mér vel. Eftir því sem leið á veturinn jókst kæruleysi mitt og námsleiði. Fyrir vorpróf var ég kominn í veruleg vandræði. Hámarki kæruleysisins var náð fyrir próf í frönskum bókmenntum en þá átti ég eftir að lesa fimm hnausþykkar bækur og hafði til þess þrjá daga. Til að auðvelda skipulag og hámarka skilvirkni lagðist ég í reikninga. Samkvæmt útreikningum myndi þetta hafast ef mér tækist að lesa eina blaðsíðu á mínútu í 18 klukkustundir á dag. Fljótt komu þó í ljós gallar á þessari áætlun og þörf var á nýrri hernaðaráætlun. Úr varð að tvær bækur skyldu lesnar fyrir prófið. Það happdrætti gekk ekki vel og ég kvittaði fyrir veru mína í bókmenntafræði með lélegasta prófi sem ég hef tekið. Eitt man ég þó úr náminu en það er kolbítsminnið í bókmenntasögunni. Það er nokkurn veginn svona: Ungur maður (kolbítur) hefur enga stefnu í lífinu, sóar tíma sínum og veldur foreldrum sínum endalausum áhyggjum. Á endanum rís kolbíturinn þó upp og verður að dugmiklum manni. Kannski er kolbítsminnið mér svona minnisstætt af því að ég var mögulega staddur í því sjálfur, fyrrnefndan vetur. Það er því engin ástæða til að örvænta þó okkur finnist hálffullorðin börn okkar sóa tíma sínum í algert stefnu- og tilgangsleysi. Mögulega rúmliggjandi öllum stundum, horfandi á Netflix nema þegar tekin er pása til þess að geifla sig fyrir sjálfsmyndir sem eru sendar á vinina. Síðan er stunið með reglubundnu millibili: „Það er ekkert til að borða hérna.“ Munum þá að við vorum öll einhvern tíma kolbítar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun