Golf

Dagbjartur og Ragnhildur unnu Síma-mótið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnhildur og Dagbjartur stóðu uppi sem sigurvegarar.
Ragnhildur og Dagbjartur stóðu uppi sem sigurvegarar. MYND/GSÍMYNDIR
Dagbjartur Sigurbrandsson, úr GR, og Ragnhildur Kristinsdóttir, einnig úr GR, stóðu uppi sem sigurvegarar á Síma-mótinu á Hlíðavelli en mótið fór fram um helgina.

Leiknar voru 54 holur um helgina en 36 holur voru leiknar í gær og átján í dag en færri komust að mótinu en vildu. Alls voru 84 keppendur á mótinu um helgina.

Dagbjartur leiddi eftir fyrsta hringinn og hann stóð einnig uppi sem sigurvegari eftir hringina þrjá en hann endaði á sex höggum undir pari.

Í öðru sætinu var Andri Þór Björnsson á tveimur höggum undir pari svo sigur Dagbjartar var öruggur. Kristófer Karl Karlsson, á heimavelli, endaði í þriðja sætinu á einu höggi undir pari.

Í kvennaflokki var það Ragnhildur Kristinsdóttir sem tók gullið. Eftir hring eitt var Ragnhildur einnig í forystunni en hún endaði á tíu höggum yfir pari.

Í öðru sæti var samherji hennar úr GR, Saga Traustadóttir, en hún endaði á átján höggum yfir pari svo sigur Ragnhildar var aldrei í hættu. Í þriðja sæti var Helga Kristín Einarsdóttir, úr GK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×