Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 17:12 Ivan Golunov. reuters Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt lögreglu var hann færður á sjúkrahús vegna veikinda en frést hefur að hann hafi slasast meðan á handtöku stóð. Golunov starfar fyrir veffréttaritið Meduza sem er lettnesk fréttastofa en Golunov var í Moskvu þegar handtakan fór fram. Lögmaður hans segir eiturlyfjunum hafa verið komið fyrir á honum en rússnesk yfirvöld neita þeirri ásökun. Meduza sagði í tilkynningu að Golunov hafi verið handtekinn vegna starfs síns. Golunov var á leið sinni til að hitta aðra fréttamenn þegar hann var stoppaður og leitað á honum af lögreglu. Lögregla segir að þeir hafi fundið eiturlyfið mephedrone í bakpoka hans og að þeir hafi síðar leitað í íbúð hans og fundið meira magn af eiturlyfjum og vogarskálar, sem gæfi til kynna að hann væri að selja efnin. Blaðamaðurinn var ákærður opinberlega í morgun, laugardag, fyrir að hafa gert tilraun til að framleiða, selja eða dreifa eiturlyfjum. Lögregla birti myndir sem þeir segja sýni áhöld tengd eiturlyfjum í íbúð Golunov en þær myndir hafa síðan verið fjarlægðar samkvæmt Olgu Ivshinu, fréttamanni BBC í Rússlandi. Hún segir lögreglu hafa viðurkennt að „flestar myndirnar sem voru birtar hafi ekki verið teknar í íbúð Golunov heldur hafi verið tengdar annarri rannsókn sem gæti verið tengd handtöku hans.“ Í tilkynningu Meduza segir að Golunov hafi fengið hótanir síðustu mánuði vegna rannsóknar fyrir frétt sem hann var að vinna að. „Við erum handviss um að Ivan Golunov sé saklaus,“ segir í tilkynningunni. „Þar að auki höfum við ástæðu til að halda að verið sé að ofsækja Golunov vegna rannsóknarvinnu sinnar.“ Samkvæmt rússnesku fréttastofunni Interfax hefur heimildarmaður þeirra innan lögreglunnar í Moskvu sagt að Golunov sé ekki við hestaheilsu. „Kallað var eftir sjúkrabíl… Læknarnir í sjúkrabílnum ákváðu að það þyrfti að færa hann á sjúkrahús til að skoða hann.“ Samkvæmt Meduza var hann barinn af lögreglumönnum, bæði við handtöku og seinna á lögreglustöðinni. Hann hafi aðeins fengið að hafa samband við vin sinn eftir 14 klst. varðhald.Иван Голунов рассказывает о событиях последнего дня.Надеемся, что это очень странное дело закончится в самое ближайшее время. pic.twitter.com/MkNcVVMsKy— Breaking Mash (@BreakingMash) June 7, 2019 Í fyrsta myndbandinu sem birt hefur verið af Golunov eftir handtöku hans, sem birt var af rússneska miðlinum Breaking Mash, lyftir hann upp bolnum sínum til að sýna það sem virðist vera brunasár á bakinu. Golunov segist hafa lent í ryskingum við lögreglu og sýndi marbletti máli sínu til stuðnings. Samkvæmt Pavel Chikov, lögmanni, skoðaði læknir Golunov og staðfesti að hann væri líklega rifbeinsbrotinn, hefði fengið heilahristing og margúl. Dmitry Julay, lögmaður Golunov, sagði að honum hafi verið neitað mat og svefni í meira en sólarhring.Fréttafólk í Rússlandi ítrekað handtekið fyrir eiturlyfjasölu Golunov hefur ítrekað flett ofan af spillingu meðal viðskiptamógúla og stjórnmálafólks í Moskvu auk svikulla efnahagslegra áforma í borginni. Fréttafólk í Rússlandi hefur ítrekað verið áreitt síðustu ár fyrir vinnu þeirra. Margir áberandi aðgerðarsinnar og mannréttindabaráttufólk í Rússlandi hefur verið haldið í varðhaldi vegna augljóslega falskra eiturlyfja ákæra. Stórum hluta fréttamiðla í Rússlandi er stjórnað af ríkinu og Rússland hefur verið í 83 sæti af 100 löndum á lista Freedom House um fjölmiðlafrelsi. „Við munum komast að því á hvers vegum er verið að ásækja Vanya [Ivan] og við munum birta þær upplýsingar,“ sögðu Galina Timchenko, framkvæmdarstjóri Meduza, og Ivan Kolpakov, ritstjóri miðilsins. Handtaka blaðamannsins hefur hrundið af staða mótmælum í Moskvu og Sankti Pétursborg og tugir manns voru handteknir, flestir eru blaðamenn. Rússland Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt lögreglu var hann færður á sjúkrahús vegna veikinda en frést hefur að hann hafi slasast meðan á handtöku stóð. Golunov starfar fyrir veffréttaritið Meduza sem er lettnesk fréttastofa en Golunov var í Moskvu þegar handtakan fór fram. Lögmaður hans segir eiturlyfjunum hafa verið komið fyrir á honum en rússnesk yfirvöld neita þeirri ásökun. Meduza sagði í tilkynningu að Golunov hafi verið handtekinn vegna starfs síns. Golunov var á leið sinni til að hitta aðra fréttamenn þegar hann var stoppaður og leitað á honum af lögreglu. Lögregla segir að þeir hafi fundið eiturlyfið mephedrone í bakpoka hans og að þeir hafi síðar leitað í íbúð hans og fundið meira magn af eiturlyfjum og vogarskálar, sem gæfi til kynna að hann væri að selja efnin. Blaðamaðurinn var ákærður opinberlega í morgun, laugardag, fyrir að hafa gert tilraun til að framleiða, selja eða dreifa eiturlyfjum. Lögregla birti myndir sem þeir segja sýni áhöld tengd eiturlyfjum í íbúð Golunov en þær myndir hafa síðan verið fjarlægðar samkvæmt Olgu Ivshinu, fréttamanni BBC í Rússlandi. Hún segir lögreglu hafa viðurkennt að „flestar myndirnar sem voru birtar hafi ekki verið teknar í íbúð Golunov heldur hafi verið tengdar annarri rannsókn sem gæti verið tengd handtöku hans.“ Í tilkynningu Meduza segir að Golunov hafi fengið hótanir síðustu mánuði vegna rannsóknar fyrir frétt sem hann var að vinna að. „Við erum handviss um að Ivan Golunov sé saklaus,“ segir í tilkynningunni. „Þar að auki höfum við ástæðu til að halda að verið sé að ofsækja Golunov vegna rannsóknarvinnu sinnar.“ Samkvæmt rússnesku fréttastofunni Interfax hefur heimildarmaður þeirra innan lögreglunnar í Moskvu sagt að Golunov sé ekki við hestaheilsu. „Kallað var eftir sjúkrabíl… Læknarnir í sjúkrabílnum ákváðu að það þyrfti að færa hann á sjúkrahús til að skoða hann.“ Samkvæmt Meduza var hann barinn af lögreglumönnum, bæði við handtöku og seinna á lögreglustöðinni. Hann hafi aðeins fengið að hafa samband við vin sinn eftir 14 klst. varðhald.Иван Голунов рассказывает о событиях последнего дня.Надеемся, что это очень странное дело закончится в самое ближайшее время. pic.twitter.com/MkNcVVMsKy— Breaking Mash (@BreakingMash) June 7, 2019 Í fyrsta myndbandinu sem birt hefur verið af Golunov eftir handtöku hans, sem birt var af rússneska miðlinum Breaking Mash, lyftir hann upp bolnum sínum til að sýna það sem virðist vera brunasár á bakinu. Golunov segist hafa lent í ryskingum við lögreglu og sýndi marbletti máli sínu til stuðnings. Samkvæmt Pavel Chikov, lögmanni, skoðaði læknir Golunov og staðfesti að hann væri líklega rifbeinsbrotinn, hefði fengið heilahristing og margúl. Dmitry Julay, lögmaður Golunov, sagði að honum hafi verið neitað mat og svefni í meira en sólarhring.Fréttafólk í Rússlandi ítrekað handtekið fyrir eiturlyfjasölu Golunov hefur ítrekað flett ofan af spillingu meðal viðskiptamógúla og stjórnmálafólks í Moskvu auk svikulla efnahagslegra áforma í borginni. Fréttafólk í Rússlandi hefur ítrekað verið áreitt síðustu ár fyrir vinnu þeirra. Margir áberandi aðgerðarsinnar og mannréttindabaráttufólk í Rússlandi hefur verið haldið í varðhaldi vegna augljóslega falskra eiturlyfja ákæra. Stórum hluta fréttamiðla í Rússlandi er stjórnað af ríkinu og Rússland hefur verið í 83 sæti af 100 löndum á lista Freedom House um fjölmiðlafrelsi. „Við munum komast að því á hvers vegum er verið að ásækja Vanya [Ivan] og við munum birta þær upplýsingar,“ sögðu Galina Timchenko, framkvæmdarstjóri Meduza, og Ivan Kolpakov, ritstjóri miðilsins. Handtaka blaðamannsins hefur hrundið af staða mótmælum í Moskvu og Sankti Pétursborg og tugir manns voru handteknir, flestir eru blaðamenn.
Rússland Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira