Nánd og innblástur á Patreksfirði Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. júní 2019 09:00 Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðarkona skipuleggur Skjaldborgarhátíðina. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Dagskráin er afskaplega fjölbreytt í ár,“ segir Helga Rakel Rafnsdóttir annar skipuleggjanda Skjaldborgar, hátíðar íslenskra heimildamynda. Á hátíðinni verða sýndar fimmtán heimildamyndir af mjög fjölbreyttu tagi. Laila Pakalnina er heiðursgestur hátíðarinnar í ár en hún er margverðlaunuð kvikmyndagerðakona og býr í Riga í Lettlandi. „Myndirnar eru jafn ólíkar og þær eru margar, þannig hefur það alltaf verið. Það er virkilega skemmtilegt að við frumsýnum Vasúlka áhrifin því hjónin voru heiðursgestir á hátíðinni fyrir tveimur árum, þá var myndin um þau kynnt sem verk í vinnslu,“ segir Helga Rakel. „Myndin sem lokar hátíðinni er líka mjög áhugaverð. Hún heitir In touch og er pólsk, hún gerist að hluta til á Íslandi. Þetta er saga fólks frá smábæ í Póllandi sem heitir Stary Juchy (Gamla Blóð). Þegar verksmiðju er lokað í bænum fluttu um 400 manns þaðan til Íslands og búa hér enn. Þarna er falleg og skapandi heimildamyndagerð á ferð, segir Helga Rakel og segir hverja einustu mynd á hátíðinni vel valda enda sæki um tvöfalt fleiri um en komast að á hverju ári. „Hátíðin er haldin í þrettánda sinn, við höfum marga fjöruna sopið. Hátíðin lifði af kreppuna og alls kyns aðra hluti.“ Sumum gæti fundist freistandi að stækka hátíðina vegna vinsælda og aðsóknar en Helga Rakel segist það óhugsandi. „Hátíðin má ekki stækka mikið, síðustu tvö ár hefur verið fullsetið í Skjaldborgarbíó og hún er ekki haldin í neinni stórborg heldur á Patreksfirði. En það er rík ástæða fyrir því að hún er haldin þar. Fólk er búið að leggja á sig fimm klukkustunda langa ökuferð og komið saman á þennan stað. Þar sem það borðar saman, gistir í sömu húsunum og horfir saman á bíó. Hér myndast einstök stemning, fólk er saman í þessu, það verður til ákveðin nánd og pásurnar eru mikilvægar, þá er staðið fyrir utan bíóið og spjallað.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Vesturbyggð Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Dagskráin er afskaplega fjölbreytt í ár,“ segir Helga Rakel Rafnsdóttir annar skipuleggjanda Skjaldborgar, hátíðar íslenskra heimildamynda. Á hátíðinni verða sýndar fimmtán heimildamyndir af mjög fjölbreyttu tagi. Laila Pakalnina er heiðursgestur hátíðarinnar í ár en hún er margverðlaunuð kvikmyndagerðakona og býr í Riga í Lettlandi. „Myndirnar eru jafn ólíkar og þær eru margar, þannig hefur það alltaf verið. Það er virkilega skemmtilegt að við frumsýnum Vasúlka áhrifin því hjónin voru heiðursgestir á hátíðinni fyrir tveimur árum, þá var myndin um þau kynnt sem verk í vinnslu,“ segir Helga Rakel. „Myndin sem lokar hátíðinni er líka mjög áhugaverð. Hún heitir In touch og er pólsk, hún gerist að hluta til á Íslandi. Þetta er saga fólks frá smábæ í Póllandi sem heitir Stary Juchy (Gamla Blóð). Þegar verksmiðju er lokað í bænum fluttu um 400 manns þaðan til Íslands og búa hér enn. Þarna er falleg og skapandi heimildamyndagerð á ferð, segir Helga Rakel og segir hverja einustu mynd á hátíðinni vel valda enda sæki um tvöfalt fleiri um en komast að á hverju ári. „Hátíðin er haldin í þrettánda sinn, við höfum marga fjöruna sopið. Hátíðin lifði af kreppuna og alls kyns aðra hluti.“ Sumum gæti fundist freistandi að stækka hátíðina vegna vinsælda og aðsóknar en Helga Rakel segist það óhugsandi. „Hátíðin má ekki stækka mikið, síðustu tvö ár hefur verið fullsetið í Skjaldborgarbíó og hún er ekki haldin í neinni stórborg heldur á Patreksfirði. En það er rík ástæða fyrir því að hún er haldin þar. Fólk er búið að leggja á sig fimm klukkustunda langa ökuferð og komið saman á þennan stað. Þar sem það borðar saman, gistir í sömu húsunum og horfir saman á bíó. Hér myndast einstök stemning, fólk er saman í þessu, það verður til ákveðin nánd og pásurnar eru mikilvægar, þá er staðið fyrir utan bíóið og spjallað.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Vesturbyggð Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira