Segir menntakerfið skorta svigrúm til launahækkana Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2019 19:30 Yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD segir að veita þurfi kennurum meira svigrúm til að vinna með ólíkar kennsluaðferðir. Að hans mati eru grunnlaun kennara hér á landi ekki slæm en þó vanti möguleikann á að vinna sig upp í launum. Í morgun fór fram fundur Samtaka atvinnulífsins og Háskóla Íslands um umbætur í menntakerfinu og stöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Flutningsmaður fundarins var Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD. Hann segir íslenskt menntakerfi á góðum stað en þó skorti hraða í framþróun og forgangsröðun fjármagns. Nemendur séu almennt ánægðir í námi á Íslandi en þó þurfi að leggja áherslu á hvern og einn nemanda. „Kerfið einbeitir sér mjög að því að koma öllum á sama stað hvað menntun varðar en það hefur misst dálítið sjónar á nemendum með sérstaka hæfileika og getu. Ég held að þetta séu svið sem mjög mikilvægt sé að leggja áherslu á,“ sagði Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.Andreas segir kerfið hafa misst sjónar á nemendum með sérstaka hæfileika og getu.vísir/vilhelmStyrkja þurfi starfsumhverfi kennara og veita þeim meira frelsi til að kenna á ólíka vegu og vinna að nýjum kennsluaðferðum. „Að skaffa kennurum aðlaðandi vinnustað, ekki bara fjárhagslega aðlaðandi heldur vitsmunalega aðlaðandi, gefa kennurum rými til að vera skapandi hönnuðir frumlegs námsumhverfis, aðþeir hafi nægan tíma til að vinna með öðrum kennurum, aðþví að móta góða kennsluhætti og þróa nýjar aðferðir,“ sagði Andreas. Einnig þurfi að vera möguleiki fyrir kennara til að vinna sig upp í launum. „Til dæmis eru byrjunarlaun kennara á Íslandi ekki svo slæm en eina leiðin til að fá aðeins meiri peninga er að eldast. Kerfið viðurkennir ekki sérstaka viðleitni, sérstaka hæfileika. Þetta er það sem vantar í menningunni hérna,“ sagði Andreas. Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þrjátíu prósent aukning á umsóknum í kennaranám 7. júní 2019 12:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD segir að veita þurfi kennurum meira svigrúm til að vinna með ólíkar kennsluaðferðir. Að hans mati eru grunnlaun kennara hér á landi ekki slæm en þó vanti möguleikann á að vinna sig upp í launum. Í morgun fór fram fundur Samtaka atvinnulífsins og Háskóla Íslands um umbætur í menntakerfinu og stöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Flutningsmaður fundarins var Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD. Hann segir íslenskt menntakerfi á góðum stað en þó skorti hraða í framþróun og forgangsröðun fjármagns. Nemendur séu almennt ánægðir í námi á Íslandi en þó þurfi að leggja áherslu á hvern og einn nemanda. „Kerfið einbeitir sér mjög að því að koma öllum á sama stað hvað menntun varðar en það hefur misst dálítið sjónar á nemendum með sérstaka hæfileika og getu. Ég held að þetta séu svið sem mjög mikilvægt sé að leggja áherslu á,“ sagði Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.Andreas segir kerfið hafa misst sjónar á nemendum með sérstaka hæfileika og getu.vísir/vilhelmStyrkja þurfi starfsumhverfi kennara og veita þeim meira frelsi til að kenna á ólíka vegu og vinna að nýjum kennsluaðferðum. „Að skaffa kennurum aðlaðandi vinnustað, ekki bara fjárhagslega aðlaðandi heldur vitsmunalega aðlaðandi, gefa kennurum rými til að vera skapandi hönnuðir frumlegs námsumhverfis, aðþeir hafi nægan tíma til að vinna með öðrum kennurum, aðþví að móta góða kennsluhætti og þróa nýjar aðferðir,“ sagði Andreas. Einnig þurfi að vera möguleiki fyrir kennara til að vinna sig upp í launum. „Til dæmis eru byrjunarlaun kennara á Íslandi ekki svo slæm en eina leiðin til að fá aðeins meiri peninga er að eldast. Kerfið viðurkennir ekki sérstaka viðleitni, sérstaka hæfileika. Þetta er það sem vantar í menningunni hérna,“ sagði Andreas.
Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þrjátíu prósent aukning á umsóknum í kennaranám 7. júní 2019 12:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira