Ólafía á þremur höggum yfir pari Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. júní 2019 18:10 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á þremur höggum yfir pari eftir fyrsta hring á Shoprite LPGA Classic mótinu. Mótið, sem er það þriðja í röð sem Ólafía tekur þátt í á sterkustu atvinnumótaröð heims í kvennagolfinu, er aðeins þriggja daga mót. Ólafía byrjaði fyrsta hringinn í dag illa, hún fékk skolla á annarri holu dagsins og tvöfaldan skolla á sinni fimmtu holu. Hún var á þremur höggum yfir pari eftir níu holur. Fyrsti, og eini, fugl dagsins kom á 3. holu, sem var tólfta hola Ólafíu í dag. Hún fekk hins vegar skolla tveimur holum síðar og var aftur komin á þrjú högg yfir par. Ólafía náði að para allar þær holur sem eftir voru en féll þó hægt og þétt niður töfluna því aðrir kylfingar voru að leika betra golf. Þegar hún kom í hús var hún jöfn í 108. sæti. Útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 19:00 á morgun á Stöð 2 Sport 4. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á þremur höggum yfir pari eftir fyrsta hring á Shoprite LPGA Classic mótinu. Mótið, sem er það þriðja í röð sem Ólafía tekur þátt í á sterkustu atvinnumótaröð heims í kvennagolfinu, er aðeins þriggja daga mót. Ólafía byrjaði fyrsta hringinn í dag illa, hún fékk skolla á annarri holu dagsins og tvöfaldan skolla á sinni fimmtu holu. Hún var á þremur höggum yfir pari eftir níu holur. Fyrsti, og eini, fugl dagsins kom á 3. holu, sem var tólfta hola Ólafíu í dag. Hún fekk hins vegar skolla tveimur holum síðar og var aftur komin á þrjú högg yfir par. Ólafía náði að para allar þær holur sem eftir voru en féll þó hægt og þétt niður töfluna því aðrir kylfingar voru að leika betra golf. Þegar hún kom í hús var hún jöfn í 108. sæti. Útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 19:00 á morgun á Stöð 2 Sport 4.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira