Fréttablaðið sektað um milljón vegna fylgirits Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2019 18:31 Torgi ehf. útgefanda Fréttablaðsins hefur verið gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna Brugghúss, kynningarrits sem fylgdi með Fréttablaðinu 1. mars síðastliðinn. FBL Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Torg efh. útgefandi Fréttablaðsins, hefði brotið í bága við 4 mgr. 37 laga um fjölmiðla með miðlun meintra viðskiptaboða fyrir áfengi í fylgiriti Fréttablaðsins, Brugghús, þann 1. mars. 2019 en Torgi er gert að greiða eina milljón króna í stjórnvaldssekt vegna málsins. Forsvarsmenn Torgs þvertóku fyrir að hafa þegið greiðslur fyrir kynningarnar en lögðu ekki fram staðfestingu á því þrátt fyrir beiðni fjölmiðlanefndar. Að mati Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, sem kvartaði til fjölmiðlanefndar, var að finna fjölda áfengisauglýsinga í kynningarblaðinu. Foreldrasamtökin óskuðu eftir því að fjölmiðlanefnd myndi grípa til viðeigandi ráðstafana. Eftir að hafa reifað sjónarmið Foreldrasamtakanna og Torgs á fundi sínum þann 5. mars síðastliðinn ákvað fjölmiðlanefnd að taka málið til efnislegrar meðferðar. Niðurstaða fjölmiðlanefndar er sú að áfengisauglýsing á bls. 8 og kynningarumfjöllun um bjór og brugghús á bls. 1,2,3, og 5 í kynningarblaðinu Brugghús, sem fylgdi Fréttablaðinu 1. mars 2019 hafi verið ætlað að þjóna auglýsingamarkmiðum fyrir áfengar vörutegundir með yfir 2,25% áfengisinnihaldi og teljist auglýsingin og kynningarumfjöllunin til viðskiptaboða fyrir áfengi í skilngi 37. greinar fjölmiðalalaga. Forsvarsmenn Torgs þvertaka fyrir að hafa gerst brotleg við fjölmiðlalög. Eitt af skilyrðum þess að um viðskiptaboð sé að ræða væri að þeim væri „miðlað gegn greiðslu eða öðru endurgjaldi eða til kynningar í eigin þágu“. Torg óskaði eftir því að fjölmiðlanefnd „legðist á árarnar með frelsinu og styddi að komið væri í veg fyrir áframhaldandi afturhald, sem felist í banni á sölu auglýsinga fyrir þessa vöru, þar sem þó væri tekið tillit til sjónarmiða um mögulega skaðsemi og að unglingar eigi ekki að neyta áfengis.“ Með því myndi fjölmiðlanefnd veita hjálparhönd til að reyna að „reyna að tryggja áframhaldandi rekstur einkarekinna fjölmiðla á landinu, sem allt er eins líklegt að lognist út af á komandi misserum vegna vonlauss rekstrarumhverfis, sem stjórnvöld skipta sér lítið sem ekkert af“.Kynningarritið ritstjórnarleg ákvörðun Í bréfi dagsettu 2. maí segjast forsvarsmenn Torgs ekki hafa þegið neinar greiðslur vegna útgáfu fylgiritsins. Umrætt efni hefði verið birt í sérriti Fréttablaðsins vegna þeirra tímamóta að þrjátíu ár voru liðin síðan bann við bjórsölu var aflétt. Ritið hefði verið að frumkvæði ritstjórnarinnar, lesendum til fróðleiks. Þrátt fyrir beiðni fjölmiðlanefndar lét torg hjá líða að senda nefndinni staðfestingu endurskoðanda á því að engin greiðsla eða annað endurgjald hefði fengist fyrir miðlun efnisins. „Við mat á fjárhæð sektar leit fjölmiðlanefnd til þess að Torg hafi við meðferð málsins hvorki veitt umbeðnar upplýsingar um tekjur útgáfufélagsins vegna viðskiptaboða í kynningarblaðinu Brugghús, né staðfestingu endurskoðanda á því að engin greiðsla eða annað endurgjald hafi komið fyrir miðlun kynninga í blaðinu,“ segir í niðurstöðu fjölmiðlanefndar.Hér er hægt að lesa niðurstöðu fjölmiðlanefndar í heild: Viðskiptaboð fyrir áfengi í kynningarblaðinu Brugghús Áfengi og tóbak Fjölmiðlar Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Torg efh. útgefandi Fréttablaðsins, hefði brotið í bága við 4 mgr. 37 laga um fjölmiðla með miðlun meintra viðskiptaboða fyrir áfengi í fylgiriti Fréttablaðsins, Brugghús, þann 1. mars. 2019 en Torgi er gert að greiða eina milljón króna í stjórnvaldssekt vegna málsins. Forsvarsmenn Torgs þvertóku fyrir að hafa þegið greiðslur fyrir kynningarnar en lögðu ekki fram staðfestingu á því þrátt fyrir beiðni fjölmiðlanefndar. Að mati Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, sem kvartaði til fjölmiðlanefndar, var að finna fjölda áfengisauglýsinga í kynningarblaðinu. Foreldrasamtökin óskuðu eftir því að fjölmiðlanefnd myndi grípa til viðeigandi ráðstafana. Eftir að hafa reifað sjónarmið Foreldrasamtakanna og Torgs á fundi sínum þann 5. mars síðastliðinn ákvað fjölmiðlanefnd að taka málið til efnislegrar meðferðar. Niðurstaða fjölmiðlanefndar er sú að áfengisauglýsing á bls. 8 og kynningarumfjöllun um bjór og brugghús á bls. 1,2,3, og 5 í kynningarblaðinu Brugghús, sem fylgdi Fréttablaðinu 1. mars 2019 hafi verið ætlað að þjóna auglýsingamarkmiðum fyrir áfengar vörutegundir með yfir 2,25% áfengisinnihaldi og teljist auglýsingin og kynningarumfjöllunin til viðskiptaboða fyrir áfengi í skilngi 37. greinar fjölmiðalalaga. Forsvarsmenn Torgs þvertaka fyrir að hafa gerst brotleg við fjölmiðlalög. Eitt af skilyrðum þess að um viðskiptaboð sé að ræða væri að þeim væri „miðlað gegn greiðslu eða öðru endurgjaldi eða til kynningar í eigin þágu“. Torg óskaði eftir því að fjölmiðlanefnd „legðist á árarnar með frelsinu og styddi að komið væri í veg fyrir áframhaldandi afturhald, sem felist í banni á sölu auglýsinga fyrir þessa vöru, þar sem þó væri tekið tillit til sjónarmiða um mögulega skaðsemi og að unglingar eigi ekki að neyta áfengis.“ Með því myndi fjölmiðlanefnd veita hjálparhönd til að reyna að „reyna að tryggja áframhaldandi rekstur einkarekinna fjölmiðla á landinu, sem allt er eins líklegt að lognist út af á komandi misserum vegna vonlauss rekstrarumhverfis, sem stjórnvöld skipta sér lítið sem ekkert af“.Kynningarritið ritstjórnarleg ákvörðun Í bréfi dagsettu 2. maí segjast forsvarsmenn Torgs ekki hafa þegið neinar greiðslur vegna útgáfu fylgiritsins. Umrætt efni hefði verið birt í sérriti Fréttablaðsins vegna þeirra tímamóta að þrjátíu ár voru liðin síðan bann við bjórsölu var aflétt. Ritið hefði verið að frumkvæði ritstjórnarinnar, lesendum til fróðleiks. Þrátt fyrir beiðni fjölmiðlanefndar lét torg hjá líða að senda nefndinni staðfestingu endurskoðanda á því að engin greiðsla eða annað endurgjald hefði fengist fyrir miðlun efnisins. „Við mat á fjárhæð sektar leit fjölmiðlanefnd til þess að Torg hafi við meðferð málsins hvorki veitt umbeðnar upplýsingar um tekjur útgáfufélagsins vegna viðskiptaboða í kynningarblaðinu Brugghús, né staðfestingu endurskoðanda á því að engin greiðsla eða annað endurgjald hafi komið fyrir miðlun kynninga í blaðinu,“ segir í niðurstöðu fjölmiðlanefndar.Hér er hægt að lesa niðurstöðu fjölmiðlanefndar í heild: Viðskiptaboð fyrir áfengi í kynningarblaðinu Brugghús
Áfengi og tóbak Fjölmiðlar Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira