Líkir sögu skóla án aðgreiningar við kennitöluflakk Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. júní 2019 13:03 Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands segir að hugtakið „skóli án aðgreiningar“ sé viss átakaflötur innan skólakerfisins og þar þurfi að gera betur. Skortur á kennurum með sérhæfingu í sérkennslu er orðinn meiri en hjá almennunum kennurum. Grípa þurfi til aðgerða vegna þessa. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði Dr. Gunnlaugur Magnússon, lektor í menntavísindum við Uppsala háskóla, að skóli án aðgreiningar hafi aldrei verið nægilega vel skilgreindur hér á landi til að virka sem skyldi. Til séu dæmi að kerfið sé nýtt til sparnaðar. Mikilvægt sé að ná betur utan um hugtakið því þeir aðilar sem vinna í kerfinu, pólitíkin og þeir sem nýta kerfið líti á það mismunandi augum. Skóla án aðgreiningar sé iðulega lýst sem fallegri hugmynd sem virki ekki. Því þurfi að breyta. Mikilvægt sé að standa vörð um skóla án aðgreiningar en ráðast þurfi í hreinskipta umræðu um málið. Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng. Hann segir að á heimsvísu séum við að standa okkur vel, en við getum gert betur. „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég heyri talað svona hispurslaust um skóla án aðgreiningar. Vegna þess að skóli án aðgreiningar hefur dálítið gengið í gegnum kennitöluflakk hér á Íslandi. Hann hét fyrst skóli fjölbreytileikans, svo menntun fyrir alla. Menn hafa dálítið forðast að tala um þetta vegna þess að það eru ýmis vandamál sem hafa fylgt þessu. Þetta er orðið að átakaflötum. Við höfum kannski ekki verið nógu stolt af þessari grunnhugmyndafræði til að halda henni í öndvegi þar sem hún á að vera,“ segir hann. Vantað hafi upp á að hægt sé að mæta þörfum allra, það skapi núning og oft sektarkennd meðal kennara.Nú hefur borið svolítið á kennaraskorti - hefur það ekki áhrif á þetta og dregur úr þjónustu við þessi börn? „Jú jú, það er bara neyðarástand. Þess vegna eru aðgerðir í gangi til að reyna að snúa því við. Við verðum að reyna að snúa kennaraskortinum við. Kennaraskortur er veruleikinn í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Ef það er ekki tekið á því þá verður það mjög alvarlegt mál. Sérstaklega þegar kemur að kennurum með sérhæfingu í sérkennslu. Skortur á þeim hefur vaxið hraðar en á almennum kennurum,“ segir Ragnar. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dæmi um að skólar án aðgreiningar séu notaðir til sparnaðar í menntakerfinu Skóli án aðgreiningar hefur ekki verið skilgreindur nægilega vel hér á landi til að virka sem skyldi samkvæmt lektor í menntunarfræðum. Til séu dæmi um að kerfið sé nýtt sem sparnaðaraðgerðir. 4. júní 2019 21:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Formaður Kennarasambands Íslands segir að hugtakið „skóli án aðgreiningar“ sé viss átakaflötur innan skólakerfisins og þar þurfi að gera betur. Skortur á kennurum með sérhæfingu í sérkennslu er orðinn meiri en hjá almennunum kennurum. Grípa þurfi til aðgerða vegna þessa. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði Dr. Gunnlaugur Magnússon, lektor í menntavísindum við Uppsala háskóla, að skóli án aðgreiningar hafi aldrei verið nægilega vel skilgreindur hér á landi til að virka sem skyldi. Til séu dæmi að kerfið sé nýtt til sparnaðar. Mikilvægt sé að ná betur utan um hugtakið því þeir aðilar sem vinna í kerfinu, pólitíkin og þeir sem nýta kerfið líti á það mismunandi augum. Skóla án aðgreiningar sé iðulega lýst sem fallegri hugmynd sem virki ekki. Því þurfi að breyta. Mikilvægt sé að standa vörð um skóla án aðgreiningar en ráðast þurfi í hreinskipta umræðu um málið. Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng. Hann segir að á heimsvísu séum við að standa okkur vel, en við getum gert betur. „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég heyri talað svona hispurslaust um skóla án aðgreiningar. Vegna þess að skóli án aðgreiningar hefur dálítið gengið í gegnum kennitöluflakk hér á Íslandi. Hann hét fyrst skóli fjölbreytileikans, svo menntun fyrir alla. Menn hafa dálítið forðast að tala um þetta vegna þess að það eru ýmis vandamál sem hafa fylgt þessu. Þetta er orðið að átakaflötum. Við höfum kannski ekki verið nógu stolt af þessari grunnhugmyndafræði til að halda henni í öndvegi þar sem hún á að vera,“ segir hann. Vantað hafi upp á að hægt sé að mæta þörfum allra, það skapi núning og oft sektarkennd meðal kennara.Nú hefur borið svolítið á kennaraskorti - hefur það ekki áhrif á þetta og dregur úr þjónustu við þessi börn? „Jú jú, það er bara neyðarástand. Þess vegna eru aðgerðir í gangi til að reyna að snúa því við. Við verðum að reyna að snúa kennaraskortinum við. Kennaraskortur er veruleikinn í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Ef það er ekki tekið á því þá verður það mjög alvarlegt mál. Sérstaklega þegar kemur að kennurum með sérhæfingu í sérkennslu. Skortur á þeim hefur vaxið hraðar en á almennum kennurum,“ segir Ragnar.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dæmi um að skólar án aðgreiningar séu notaðir til sparnaðar í menntakerfinu Skóli án aðgreiningar hefur ekki verið skilgreindur nægilega vel hér á landi til að virka sem skyldi samkvæmt lektor í menntunarfræðum. Til séu dæmi um að kerfið sé nýtt sem sparnaðaraðgerðir. 4. júní 2019 21:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Dæmi um að skólar án aðgreiningar séu notaðir til sparnaðar í menntakerfinu Skóli án aðgreiningar hefur ekki verið skilgreindur nægilega vel hér á landi til að virka sem skyldi samkvæmt lektor í menntunarfræðum. Til séu dæmi um að kerfið sé nýtt sem sparnaðaraðgerðir. 4. júní 2019 21:15