Dauðaþögn um neyðina í Kamerún Heimsljós kynnir 5. júní 2019 11:30 Minette, 38 ára, flúði með fjölskyldu sinni frá Manyu til Buea eftir að eldur var borinn að heimili þeirra. NRC/Tiril Skarstein Kamerún er efst á lista norska flóttamannaráðsins á árlegum lista yfir það neyðarástand sem er hvað mest vanrækt í heiminum um þessar mundir. „Alþjóðasamfélagið sefur við stýrið þegar kemur að neyðinni í Kamerún. Óhugnanleg morð, brennd þorp og hundruð þúsunda íbúa á hrakhólum – öllu þessu hefur verið mætt með dauðaþögn,“ sagði Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins þegar listinn var kunngerður í gær. Átök hafa leitt til þess að hálf milljón íbúa í suðvestur og norðvestur Kamrún eru á vergangi, hundruð þorpa hafa verið brennd, ráðist hefur verið á sjúkrahús, heilbrigðisstarfsfólk verið numið á brott eða myrt og skólum tæplega 800 þúsund barna hefur verið lokað. „Þúsundir íbúa eru í felum í kjarrlendi og fá enga mannúðaraðstoð. Enn hefur engin raunveruleg tilraun verið gerð til að semja um frið, engar meiriháttar áætlanir um að draga úr þjáningu íbúanna, lágmarks umfjöllun í fjölmiðlum og of lítill þrýstingur á vígasveitir að hætta árásum á óbreytta borgara,“ segir norska flóttamannaráðið. Þessi árlegi listi byggir á þremur meginforsendum: skorti á fjármagni til mannúðar, skorti á umfjöllun fjölmiðla og pólitískri vanrækslu. Aðrar þjóðir á listanum eru Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Miðafríkulýðveldið, Búrúndí, Úkraína, Venesúela, Malí, Líbía, Eþíópía og Palestína. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent
Kamerún er efst á lista norska flóttamannaráðsins á árlegum lista yfir það neyðarástand sem er hvað mest vanrækt í heiminum um þessar mundir. „Alþjóðasamfélagið sefur við stýrið þegar kemur að neyðinni í Kamerún. Óhugnanleg morð, brennd þorp og hundruð þúsunda íbúa á hrakhólum – öllu þessu hefur verið mætt með dauðaþögn,“ sagði Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins þegar listinn var kunngerður í gær. Átök hafa leitt til þess að hálf milljón íbúa í suðvestur og norðvestur Kamrún eru á vergangi, hundruð þorpa hafa verið brennd, ráðist hefur verið á sjúkrahús, heilbrigðisstarfsfólk verið numið á brott eða myrt og skólum tæplega 800 þúsund barna hefur verið lokað. „Þúsundir íbúa eru í felum í kjarrlendi og fá enga mannúðaraðstoð. Enn hefur engin raunveruleg tilraun verið gerð til að semja um frið, engar meiriháttar áætlanir um að draga úr þjáningu íbúanna, lágmarks umfjöllun í fjölmiðlum og of lítill þrýstingur á vígasveitir að hætta árásum á óbreytta borgara,“ segir norska flóttamannaráðið. Þessi árlegi listi byggir á þremur meginforsendum: skorti á fjármagni til mannúðar, skorti á umfjöllun fjölmiðla og pólitískri vanrækslu. Aðrar þjóðir á listanum eru Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Miðafríkulýðveldið, Búrúndí, Úkraína, Venesúela, Malí, Líbía, Eþíópía og Palestína. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent