Þrenna Ronaldo skaut Portúgal í úrslitin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. júní 2019 20:45 Cristiano Ronaldo fagnar einu marka sinna vísir/getty Cristiano Ronaldo skaut Portúgal í úrslit Þjóðadeildar UEFA með þrennu í undanúrslitunum gegn Sviss. Ronaldo hafði ekkert spilað í Þjóðadeildinni áður, hann var ekki með portúgalska landsliðinu í riðlakeppninni, en hann mætti í undanúrslitin og sýndi snilli sína. Leikurinn var mjög fjörugur í upphafi og áttu bæði lið sín færi. Það kom þó bara eitt mark í fyrri hálfleikinn, það gerði Ronaldo beint úr aukaspyrnu. Snemma í seinni hálfleik tók myndbandsdómgæslan sviðsljósið. Felix Brych, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu á Sviss en svissnesku leikmennirnir mótmæltu því og þrættu við dómarann að þeir hefðu átt að fá vítaspyrnu hinu megin á vellinum augnabliki áður. Brych fór og skoðaði atvikið í myndbandstækjunum á hliðarlínunni og eftir að hafa margskoðað upptökuna ákvað dómarinn að dæma á Portúgal. Ricardo Rodriguez fór á punktinn og jafnaði metin fyrir Sviss. Það stefndi allt í framlengingu þegar Ronaldo ákvað að taka málin í sínar hendur, hann skoraði tvö mörk á tveggja mínútna kafla í blálokin. Portúgal vann 3-1 sigur og mætir annað hvort Hollandi eða Englandi í úrslitaleiknum. Þjóðadeild UEFA
Cristiano Ronaldo skaut Portúgal í úrslit Þjóðadeildar UEFA með þrennu í undanúrslitunum gegn Sviss. Ronaldo hafði ekkert spilað í Þjóðadeildinni áður, hann var ekki með portúgalska landsliðinu í riðlakeppninni, en hann mætti í undanúrslitin og sýndi snilli sína. Leikurinn var mjög fjörugur í upphafi og áttu bæði lið sín færi. Það kom þó bara eitt mark í fyrri hálfleikinn, það gerði Ronaldo beint úr aukaspyrnu. Snemma í seinni hálfleik tók myndbandsdómgæslan sviðsljósið. Felix Brych, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu á Sviss en svissnesku leikmennirnir mótmæltu því og þrættu við dómarann að þeir hefðu átt að fá vítaspyrnu hinu megin á vellinum augnabliki áður. Brych fór og skoðaði atvikið í myndbandstækjunum á hliðarlínunni og eftir að hafa margskoðað upptökuna ákvað dómarinn að dæma á Portúgal. Ricardo Rodriguez fór á punktinn og jafnaði metin fyrir Sviss. Það stefndi allt í framlengingu þegar Ronaldo ákvað að taka málin í sínar hendur, hann skoraði tvö mörk á tveggja mínútna kafla í blálokin. Portúgal vann 3-1 sigur og mætir annað hvort Hollandi eða Englandi í úrslitaleiknum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti