Umfjöllun Þjóðmála um Kjarnann ekki fréttaskýring Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2019 14:10 Kjarninn var gagnrýninn á ýmsar aðgerðir ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og Leiðréttinguna þegar Sigurður Már (t.v.) var upplýsingafulltrúi hennar. Þórður Snær (t.h.) skrifaði meðal annars leiðara gegn Leiðréttingunni. Vísir Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði frá kæru ritstjóra vefmiðilsins Kjarnans á hendur fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar og ritstjóra tímaritsins Þjóðmála vegna greinar um Kjarnann. Meirihluti nefndarinnar taldi að greinin væri ekki fréttefni eða skýring og bæri frekar keim af skoðanagrein. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, kærði þá Sigurð Má Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, og Gísla Frey Valdórsson, ritstjóra Þjóðmála, vegna greinar sem sá fyrrnefndi skrifaði í Þjóðmál í apríl. Í grein sinni sakaði Sigurður Má Kjarnann um að hafa verið settur á fót af vinstrimönnum sem vildu veita ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks mótstöðu árið 2013. Sigurður Már var upplýsingafulltrúi þeirrar ríkisstjórnar. Í kærunni sakar Þórður Snær Sigurð Má meðal annars um að hafa „ekki sýnt vilja til að leiðrétta þær skýru staðreyndavillur og annars konar rangfærslur sem er að finna í fréttaskýringunni né beiðnum um að biðja fólk sem gerðar eru upp skoðanir og hvatir í fréttaskýringunni afsökunar“. Í úrskurði siðanefndar Blaðamannafélagsins sem var birtur í dag kemur fram að nefndin taldi grein Sigurðar Más falla utan verksviðs hennar þar sem hún gæti ekki talist fréttaefni eða fréttaskýring. Það gerði hún þrátt fyrir að Sigurður Má hafi sjálfur lýst greininni sem „fréttaskýringu“ í færslu á bloggsíðu sinni. „Telur siðanefnd umrædda umfjöllun fremur bera persónulegan keim með framsetningu höfundar á skoðunum sínum á miðlinum fremur en rökstudda greiningu eða fréttaskýringu,“ segir í úrskurðinum. Kæru Þórðar Snæs var því vísað frá. Einn nefndarmaður var ósammála meirihlutanum um að vísa kærunni frá. Friðrik Þór Guðmundsson taldi að virða bæri lýsingu Sigurðar Más á greininni sem „fréttaskýringu“ og því bæri að taka kæruna til efnislegrar meðferðar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sakar fyrrum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar um rangfærslur Sigurður Már Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, skrifaði grein þar sem gefið er í skyn að Kjarninn sé notaður til að kaupa áhrif fyrir borgaralega vinstristefnu. 26. apríl 2019 16:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði frá kæru ritstjóra vefmiðilsins Kjarnans á hendur fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar og ritstjóra tímaritsins Þjóðmála vegna greinar um Kjarnann. Meirihluti nefndarinnar taldi að greinin væri ekki fréttefni eða skýring og bæri frekar keim af skoðanagrein. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, kærði þá Sigurð Má Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, og Gísla Frey Valdórsson, ritstjóra Þjóðmála, vegna greinar sem sá fyrrnefndi skrifaði í Þjóðmál í apríl. Í grein sinni sakaði Sigurður Má Kjarnann um að hafa verið settur á fót af vinstrimönnum sem vildu veita ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks mótstöðu árið 2013. Sigurður Már var upplýsingafulltrúi þeirrar ríkisstjórnar. Í kærunni sakar Þórður Snær Sigurð Má meðal annars um að hafa „ekki sýnt vilja til að leiðrétta þær skýru staðreyndavillur og annars konar rangfærslur sem er að finna í fréttaskýringunni né beiðnum um að biðja fólk sem gerðar eru upp skoðanir og hvatir í fréttaskýringunni afsökunar“. Í úrskurði siðanefndar Blaðamannafélagsins sem var birtur í dag kemur fram að nefndin taldi grein Sigurðar Más falla utan verksviðs hennar þar sem hún gæti ekki talist fréttaefni eða fréttaskýring. Það gerði hún þrátt fyrir að Sigurður Má hafi sjálfur lýst greininni sem „fréttaskýringu“ í færslu á bloggsíðu sinni. „Telur siðanefnd umrædda umfjöllun fremur bera persónulegan keim með framsetningu höfundar á skoðunum sínum á miðlinum fremur en rökstudda greiningu eða fréttaskýringu,“ segir í úrskurðinum. Kæru Þórðar Snæs var því vísað frá. Einn nefndarmaður var ósammála meirihlutanum um að vísa kærunni frá. Friðrik Þór Guðmundsson taldi að virða bæri lýsingu Sigurðar Más á greininni sem „fréttaskýringu“ og því bæri að taka kæruna til efnislegrar meðferðar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sakar fyrrum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar um rangfærslur Sigurður Már Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, skrifaði grein þar sem gefið er í skyn að Kjarninn sé notaður til að kaupa áhrif fyrir borgaralega vinstristefnu. 26. apríl 2019 16:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Sakar fyrrum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar um rangfærslur Sigurður Már Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, skrifaði grein þar sem gefið er í skyn að Kjarninn sé notaður til að kaupa áhrif fyrir borgaralega vinstristefnu. 26. apríl 2019 16:00