Reiða fólkið Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 1. júní 2019 09:00 Það er þetta með tjáningarfrelsið og lýðræðið. Við erum öll sammála um að lýðræðið hvílir meðal annars á þeirri stoð að allir geti tjáð opinberlega skoðanir sínar óttalaust. Um leið og þrengist um tjáningarfrelsið þá þrengist um lýðræðið og þá þrengist um okkur öll – þröngt fyrir dyrum, sagði Einar Þveræingur fyrir langa löngu. Það er nefnilega ekki nóg að öllum sé frjálst að segja skoðun sína. Ef andrúmsloftið í samfélaginu verður þannig að fólk leggur ekki í að tjá sig vegna þess að viðbrögðin verða svo ofsafengin þá erum við í vanda stödd. Umræðan um þriðja orkupakkann er að þróast í þessa átt. Stuðningsmönnum er brigslað um landráð og þjónkun við ESB og andstæðingarnir sitja undir skömmum um að þeir séu einangrunarsinnar og lýðskrumarar. Þetta er uppskrift að vandamáli. Gott dæmi um í hvað stefnir er að á dögunum tjáði formaður VR sig um þriðja orkupakkann. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa, hópur fólks virtist missa vitið. Um þessa skæðadrífu sem á honum dundi sagði Ragnar VR-formaður: „Ég hef verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra fyrir vikið. Einnig er fullyrt að ég sé genginn í Miðflokkinn.“ Maðurinn var að tala um orkumál og þá dynur þetta á honum! Ég hef ekki skoðun á þriðja orkupakkanum, treysti þinginu til að klára málið, til þess voru þau kosin. En hvað á þetta að þýða? Getum við ekki þolað hvert öðru ólíkar skoðanir, er bara frelsi til að hafa „réttar“ skoðanir og hvers virði er það frelsi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Það er þetta með tjáningarfrelsið og lýðræðið. Við erum öll sammála um að lýðræðið hvílir meðal annars á þeirri stoð að allir geti tjáð opinberlega skoðanir sínar óttalaust. Um leið og þrengist um tjáningarfrelsið þá þrengist um lýðræðið og þá þrengist um okkur öll – þröngt fyrir dyrum, sagði Einar Þveræingur fyrir langa löngu. Það er nefnilega ekki nóg að öllum sé frjálst að segja skoðun sína. Ef andrúmsloftið í samfélaginu verður þannig að fólk leggur ekki í að tjá sig vegna þess að viðbrögðin verða svo ofsafengin þá erum við í vanda stödd. Umræðan um þriðja orkupakkann er að þróast í þessa átt. Stuðningsmönnum er brigslað um landráð og þjónkun við ESB og andstæðingarnir sitja undir skömmum um að þeir séu einangrunarsinnar og lýðskrumarar. Þetta er uppskrift að vandamáli. Gott dæmi um í hvað stefnir er að á dögunum tjáði formaður VR sig um þriðja orkupakkann. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa, hópur fólks virtist missa vitið. Um þessa skæðadrífu sem á honum dundi sagði Ragnar VR-formaður: „Ég hef verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra fyrir vikið. Einnig er fullyrt að ég sé genginn í Miðflokkinn.“ Maðurinn var að tala um orkumál og þá dynur þetta á honum! Ég hef ekki skoðun á þriðja orkupakkanum, treysti þinginu til að klára málið, til þess voru þau kosin. En hvað á þetta að þýða? Getum við ekki þolað hvert öðru ólíkar skoðanir, er bara frelsi til að hafa „réttar“ skoðanir og hvers virði er það frelsi?
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun