Leiðin til að hlúa að sjálfri sér Benedikt Bóas skrifar 1. júní 2019 08:00 Lagið Playground með Karlottu Skagfield hefur vakið athygli á Spotify en lagið er það fyrsta sem hún gefur út. Hún hefur alltaf verið syngjandi og kemur af miklu tónlistarfólki. Frá því að ég man eftir mér hefur mig alltaf langað til að verða tónlistarkona og lagahöfundur. Það var ávallt mikil tónlist í fjölskyldunni, bæði amma, mamma og pabbi voru alltaf með einhvers konar tónlist í gangi þannig að lífið einkenndist af tónlist, góðri tónlist,“ segir Karlotta Skagfield Jónasdóttir en lag hennar Playground hefur vakið verðskuldaða athygli á Spotify. Þetta er fyrsta lagið hennar sem kemur út en hún segist hafa verið að syngja og semja svo lengi sem hún man eftir sér. „Eftir að faðir minn, Jónas Viðar Sveinsson, varð bráðkvaddur 2013 þá kom einhvers konar bakslag og ég kom varla upp tóni né gat samið neitt að ráði og hélt mig alveg frá sviðsljósinu. Ég kláraði engu að síður nám í klassískum söng í Söngskóla Reykjavíkur og kom mér aftur á strik hérna úti í London,“ segir hún en hún er búsett þar og nemur tónsmíðar í British and Irish Modern Music Institute, sem hún kallar BIMM. „Eftir að ég flutti hingað og hóf nám í BIMM þá finn ég hvað ég er að yfirstíga bakslagið. Er orðin tilbúin að láta röddina mína heyrast. Það verður einhvers konar kúvending. Eitt kvöldið þegar ég var alveg að sofna þá kom fyrsta laglínan til mín, milli svefns og vöku. Ég þurfti þá að gjöra svo vel að láta svefninn bíða og grípa penna, gítar, hljómborð og ég veit ekki hvað. Lagið flæddi gjörsamlega yfir mig.“ Svíinn Anton Rung, herbergisfélagi hennar, aðstoðaði við lagið. „Við þekktumst ekkert áður en við fluttum inn í íbúð sem við deilum með öðrum. En með tímanum þá höfum við náð að vinna mjög vel saman að verkefnum. Hann er á „production“-brautinni í sama skóla og býr aðallega til raftónlist. En hann varð mjög hrifin af tónlistinni minni og vildi endilega hjálpa mér að vinna hana betur og upp frá því höfum við verðið að starfa saman.“ Karlotta er fædd í Toscana-héraðinu á Ítalíu. Móðir hennar, Sólveig Baldursdóttir, var að vinna þar með marmara og faðirinn að læra myndlist. Tónlistin er henni í blóð borin en amma hennar er Edda Skagfield söngkona og langafinn er Sigurður Skagfield óperusöngvari. „Lagið er í rauninni mínar hugleiðingar um fortíðina. Það að maður getur aldrei vitað fyrirfram hvað gerist í lífinu og allt í einu getur öllu verið kippt undan manni. Þá hugsa ég oft til baka þegar ég var yngri og bara það að ég hafði ekki hugmynd um hvernig hlutirnir myndu atvikast. Kannski er þetta mín leið til þess að hlúa að sjálfri mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Frá því að ég man eftir mér hefur mig alltaf langað til að verða tónlistarkona og lagahöfundur. Það var ávallt mikil tónlist í fjölskyldunni, bæði amma, mamma og pabbi voru alltaf með einhvers konar tónlist í gangi þannig að lífið einkenndist af tónlist, góðri tónlist,“ segir Karlotta Skagfield Jónasdóttir en lag hennar Playground hefur vakið verðskuldaða athygli á Spotify. Þetta er fyrsta lagið hennar sem kemur út en hún segist hafa verið að syngja og semja svo lengi sem hún man eftir sér. „Eftir að faðir minn, Jónas Viðar Sveinsson, varð bráðkvaddur 2013 þá kom einhvers konar bakslag og ég kom varla upp tóni né gat samið neitt að ráði og hélt mig alveg frá sviðsljósinu. Ég kláraði engu að síður nám í klassískum söng í Söngskóla Reykjavíkur og kom mér aftur á strik hérna úti í London,“ segir hún en hún er búsett þar og nemur tónsmíðar í British and Irish Modern Music Institute, sem hún kallar BIMM. „Eftir að ég flutti hingað og hóf nám í BIMM þá finn ég hvað ég er að yfirstíga bakslagið. Er orðin tilbúin að láta röddina mína heyrast. Það verður einhvers konar kúvending. Eitt kvöldið þegar ég var alveg að sofna þá kom fyrsta laglínan til mín, milli svefns og vöku. Ég þurfti þá að gjöra svo vel að láta svefninn bíða og grípa penna, gítar, hljómborð og ég veit ekki hvað. Lagið flæddi gjörsamlega yfir mig.“ Svíinn Anton Rung, herbergisfélagi hennar, aðstoðaði við lagið. „Við þekktumst ekkert áður en við fluttum inn í íbúð sem við deilum með öðrum. En með tímanum þá höfum við náð að vinna mjög vel saman að verkefnum. Hann er á „production“-brautinni í sama skóla og býr aðallega til raftónlist. En hann varð mjög hrifin af tónlistinni minni og vildi endilega hjálpa mér að vinna hana betur og upp frá því höfum við verðið að starfa saman.“ Karlotta er fædd í Toscana-héraðinu á Ítalíu. Móðir hennar, Sólveig Baldursdóttir, var að vinna þar með marmara og faðirinn að læra myndlist. Tónlistin er henni í blóð borin en amma hennar er Edda Skagfield söngkona og langafinn er Sigurður Skagfield óperusöngvari. „Lagið er í rauninni mínar hugleiðingar um fortíðina. Það að maður getur aldrei vitað fyrirfram hvað gerist í lífinu og allt í einu getur öllu verið kippt undan manni. Þá hugsa ég oft til baka þegar ég var yngri og bara það að ég hafði ekki hugmynd um hvernig hlutirnir myndu atvikast. Kannski er þetta mín leið til þess að hlúa að sjálfri mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira