Hátíðaropnun Elliðaánna í fyrramálið Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2019 16:46 Sérstök hátíðaropnun Elliðaánna verður í fyrramálið 20. júní í tilefni af 80 ára afmæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Heiðurinn af opnun ánna er í höndum Reykvíkings ársins 2019. Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs munu í framhaldi renna fyrir lax. Laxinn er þegar genginn í árnar og má reikna með líflegri stemningu við bakkann í fyrramálið. Það verður spennandi að sjá við hvaða veiðistað í Elliðaánum fyrsti laxinn kemur upp en laxinn er sennilega sá lax sem mest er myndaður á landinu á hverju ári. Opnunin í ár er sú 80. í sögu félagsins en félagið heldur uppá 80 ára afmæli sitt í ár. Það voru frumkvöðlar og framsýnir félagar sem stofnuðu félagið 17. maí 1939. Þeir höfðu áhyggjur af framtíð laxveiði í Elliðaánum og vildu efla stangaveiðiíþróttina á Íslandi. Elliðaárnar eru í dag meðal bestu laxveiðiáa landsins þökk sé stofnendum félagsins og hluti af stórkostlegu útivistarsvæði Reykvíkinga. Fjölmargir ungir veiðimenn taka þar sín fyrstu köst á hverju sumri og blómstrar stangaveiðiíþróttin sem aldrei fyrr. Í tilefni afmælisársins hefur félagið látið útbúa sérmerktar afmælisvarning; buff, húfur, fluguveski og faðm sem má nálgast á vefverslun félagins svfr.is. Mest lesið Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Veiðitölur LV: 575 laxa vika í Ytri-Rangá Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Uppskeruhátíð Veiðimannsins Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Stóra bókin um Villibráð komin út aftur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði
Sérstök hátíðaropnun Elliðaánna verður í fyrramálið 20. júní í tilefni af 80 ára afmæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Heiðurinn af opnun ánna er í höndum Reykvíkings ársins 2019. Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs munu í framhaldi renna fyrir lax. Laxinn er þegar genginn í árnar og má reikna með líflegri stemningu við bakkann í fyrramálið. Það verður spennandi að sjá við hvaða veiðistað í Elliðaánum fyrsti laxinn kemur upp en laxinn er sennilega sá lax sem mest er myndaður á landinu á hverju ári. Opnunin í ár er sú 80. í sögu félagsins en félagið heldur uppá 80 ára afmæli sitt í ár. Það voru frumkvöðlar og framsýnir félagar sem stofnuðu félagið 17. maí 1939. Þeir höfðu áhyggjur af framtíð laxveiði í Elliðaánum og vildu efla stangaveiðiíþróttina á Íslandi. Elliðaárnar eru í dag meðal bestu laxveiðiáa landsins þökk sé stofnendum félagsins og hluti af stórkostlegu útivistarsvæði Reykvíkinga. Fjölmargir ungir veiðimenn taka þar sín fyrstu köst á hverju sumri og blómstrar stangaveiðiíþróttin sem aldrei fyrr. Í tilefni afmælisársins hefur félagið látið útbúa sérmerktar afmælisvarning; buff, húfur, fluguveski og faðm sem má nálgast á vefverslun félagins svfr.is.
Mest lesið Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Veiðitölur LV: 575 laxa vika í Ytri-Rangá Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Uppskeruhátíð Veiðimannsins Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Stóra bókin um Villibráð komin út aftur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði