Líflegt við opnun Grímsár Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2019 15:30 90 sm nýgengin lax úr Strengjum í Grímsá í morgun. Karl Lúðvíksson Grímsá opnaði fyrir veiði í morgun í reglulega góðu vatni og það var greinilega gaman við bakkann miðað við fyrstu tölur. Það er aðeins veitt á fjórar stangir við opnun og það er þess vegna vel rúmt um alla sem eru við veiðar. Fyrsta vakt í ánni gefur vonandi góð fyrirheit um sumarið en alls var sett í níu laxa og af þeim var fimm löxum landað, þar af einum 90 sm. Allir laxarnir sem komu á land í morgun var vel haldinn tveggja ára lax og það veiddust laxar af öllum svæðum og lax sást nokkuð víða. Veiðistaðirnir sem gáfu laxa í morgun voru Efstihylur, Langidráttur, Gullberarstaðastrengur, Klöpp og Strengir. Allir laxarnir sem tóku voru að taka litlar flugur og hitch en í þessu vatni sem árnar í Borgarfirði eru í núna er það bara það eina sem veiðimenn ættu að nota. Flugur í stærðum 16-18#, micro hitch og 10-12 feta tauma. Fara varlega í alla veiðistaði og láta lítið á sér bera. Þetta er það sem er að skila árangri í þessum aðstæðum. Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði
Grímsá opnaði fyrir veiði í morgun í reglulega góðu vatni og það var greinilega gaman við bakkann miðað við fyrstu tölur. Það er aðeins veitt á fjórar stangir við opnun og það er þess vegna vel rúmt um alla sem eru við veiðar. Fyrsta vakt í ánni gefur vonandi góð fyrirheit um sumarið en alls var sett í níu laxa og af þeim var fimm löxum landað, þar af einum 90 sm. Allir laxarnir sem komu á land í morgun var vel haldinn tveggja ára lax og það veiddust laxar af öllum svæðum og lax sást nokkuð víða. Veiðistaðirnir sem gáfu laxa í morgun voru Efstihylur, Langidráttur, Gullberarstaðastrengur, Klöpp og Strengir. Allir laxarnir sem tóku voru að taka litlar flugur og hitch en í þessu vatni sem árnar í Borgarfirði eru í núna er það bara það eina sem veiðimenn ættu að nota. Flugur í stærðum 16-18#, micro hitch og 10-12 feta tauma. Fara varlega í alla veiðistaði og láta lítið á sér bera. Þetta er það sem er að skila árangri í þessum aðstæðum.
Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði