Söguleg skáldsaga um spánsku veikina Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. júní 2019 15:00 Mig langaði til að vita meira um veikina, segir Ari. Fréttablaðið/Ernir Urðarmáni er ný skáldsaga eftir Ara Jóhannesson, rithöfund og lækni. Ari hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2007 fyrir ljóðabókina Öskudagar og árið 2014 sendi hann frá sér skáldsöguna Lífsmörk. Urðarmáni gerist árið 1918 þegar spánska veikin geisar í Reykjavík. „Hugmyndin að bókinni er fjögurra ára gömul. Ég hafði nýlokið við að lesa Mánastein eftir Sjón og langaði að vita meira um spánsku veikina sem ég vissi ekki mikið um þótt ég sé læknir. Í framhaldi kviknaði löngun til að gera henni skil í skáldverki,“ segir Ari. „Þetta er því söguleg skáldsaga. Hún er þannig byggð upp að ég byrja með tilteknar sviðsmyndir og þær ásamt klippum úr dagblöðum þjóna þeim tilgangi að lesandinn fái tilfinningu fyrir stað og tíma.“Jón Trausti á sögusviðinu Spurður um helstu persónur sögunnar segir Ari: „Í þessum sviðsmyndum og sögunni sjálfri koma nokkrir einstaklingar fyrir, þar á meðal læknar, til dæmis Þórður Thoroddsen sem var elstur starfandi lækna í Reykjavík á þessum tíma og lýsti spánsku veikinni mjög nákvæmlega í grein sem hann skrifaði seinna. Þarna er einnig Þórður Sveinsson sem var yfirlæknir á Kleppi en var sóttur til þess að gegna yfirlæknisstöðu í bráðabirgðasjúkrahúsi í Miðbæjarbarnaskólanum og beitti þar vatnslækningum sem hann gerði líka á Kleppi en þær voru mjög umdeildar, ekki síst meðal lækna. Þarna er Jón Rósenkranz læknir sem gegnir hlutverki sögumanns gegnum „dagbókar“-færslur. Gísli Sveinsson sýslumaður kemur nokkuð við sögu en hann greip til þess ráðs að loka umferð við Jökulsá á Sólheimasandi og svipað var gert á Holtavörðuheiði þannig að Norðurland, Austurland og Skaftafellssýslur og svæði þar fyrir austan sluppu nær alveg við veikina. Þarna er líka Jón Trausti, langvinsælasti rithöfundur þjóðarinnar á sínum tíma en mörgum gleymdur í dag.“Dramatískt uppgjör Aðalsöguhetjur bókarinnar eru tvær, Arngrímur og Ketilríður, báðar skáldaðar þótt Arngrímur eigi sér ákveðna fyrirmynd. „Arngrímur Sigurðsson er í sögunni landlæknir Íslendinga. Hann er fjölgáfaður forystumaður en í honum eru brotalamir, annars væri hann ekki mjög áhugaverður,“ segir Ari. „Það er ekkert launungarmál að ég byggi persónu hans mjög á Guðmundi Björnssyni sem var landlæknir Íslendinga á þessum tíma. Guðmundur var mikill atorku- og málafylgjumaður. Hann sat í bæjarstjórn og seinna á Alþingi og beitti sér fyrir byggingu holdsveikraspítalans í Gufunesi og Vífilsstaða og seinna Landspítalans. Hann var síðast en kannski einna síst ljóðskáld og orti undir höfundarnafninu Gestur og það hafa lifað lög með textum eftir hann. Það þótti hins vegar undrum sæta að hann, þessi mikli forystumaður, skyldi ekki hafa frumkvæði að viðbrögðum við veikinni, hann gerði ekki neitt og hlaut ámæli fyrir. Þetta fær töluvert pláss í skáldsögu minni og ég reyni að útskýra aðgerðarleysi landlæknis. Kvensöguhetjan er ung kona með fortíð, sem Ketilríður heitir, kölluð Katla. Hún er langömmubarn Vatnsenda-Rósu og líkt og þessi fræga formóðir hennar þá kann hún ýmislegt fyrir sér í fæðingarhjálp. Hún kann reyndar ýmislegt fleira. Leiðir hennar og Arngríms landlæknis liggja reglulega saman og því lýkur með tiltölulega dramatísku uppgjöri. Ketilríður var ekki til heldur er hún skáldskapur minn. Þrátt fyrir að um margt sé byggt á heimildum þá er þetta jú skáldsaga.“Næsti heimsfaraldur Upphafskafli sögunnar og lokakaflinn gerast árið 2020. „Meginfrásögnin hvílir á milli þessara stuttu upphafs- og lokakafla. Þeim er ekki síst ætlað að minna okkur á að það er ekki spurning hvort heldur hvenær næsti heimsfaraldur af inflúensu verður og það er ljóst að hann verður verulega mannskæður,“ segir Ari og bætir við: „Burtséð frá söguþræðinum sjálfum þá eru þarna ýmsir hlutir sem tala inn í okkar samtíma. Þarna er þessi klassíska erkitýpa, hetja sem verður skúrkur og fjallað er um átök hefðbundinna lækninga og alþýðulækninga, rótgróna stéttaskiptingu, viðbrögð við drepsótt, fíknir og sérgæsku gegn samhyggju.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Urðarmáni er ný skáldsaga eftir Ara Jóhannesson, rithöfund og lækni. Ari hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2007 fyrir ljóðabókina Öskudagar og árið 2014 sendi hann frá sér skáldsöguna Lífsmörk. Urðarmáni gerist árið 1918 þegar spánska veikin geisar í Reykjavík. „Hugmyndin að bókinni er fjögurra ára gömul. Ég hafði nýlokið við að lesa Mánastein eftir Sjón og langaði að vita meira um spánsku veikina sem ég vissi ekki mikið um þótt ég sé læknir. Í framhaldi kviknaði löngun til að gera henni skil í skáldverki,“ segir Ari. „Þetta er því söguleg skáldsaga. Hún er þannig byggð upp að ég byrja með tilteknar sviðsmyndir og þær ásamt klippum úr dagblöðum þjóna þeim tilgangi að lesandinn fái tilfinningu fyrir stað og tíma.“Jón Trausti á sögusviðinu Spurður um helstu persónur sögunnar segir Ari: „Í þessum sviðsmyndum og sögunni sjálfri koma nokkrir einstaklingar fyrir, þar á meðal læknar, til dæmis Þórður Thoroddsen sem var elstur starfandi lækna í Reykjavík á þessum tíma og lýsti spánsku veikinni mjög nákvæmlega í grein sem hann skrifaði seinna. Þarna er einnig Þórður Sveinsson sem var yfirlæknir á Kleppi en var sóttur til þess að gegna yfirlæknisstöðu í bráðabirgðasjúkrahúsi í Miðbæjarbarnaskólanum og beitti þar vatnslækningum sem hann gerði líka á Kleppi en þær voru mjög umdeildar, ekki síst meðal lækna. Þarna er Jón Rósenkranz læknir sem gegnir hlutverki sögumanns gegnum „dagbókar“-færslur. Gísli Sveinsson sýslumaður kemur nokkuð við sögu en hann greip til þess ráðs að loka umferð við Jökulsá á Sólheimasandi og svipað var gert á Holtavörðuheiði þannig að Norðurland, Austurland og Skaftafellssýslur og svæði þar fyrir austan sluppu nær alveg við veikina. Þarna er líka Jón Trausti, langvinsælasti rithöfundur þjóðarinnar á sínum tíma en mörgum gleymdur í dag.“Dramatískt uppgjör Aðalsöguhetjur bókarinnar eru tvær, Arngrímur og Ketilríður, báðar skáldaðar þótt Arngrímur eigi sér ákveðna fyrirmynd. „Arngrímur Sigurðsson er í sögunni landlæknir Íslendinga. Hann er fjölgáfaður forystumaður en í honum eru brotalamir, annars væri hann ekki mjög áhugaverður,“ segir Ari. „Það er ekkert launungarmál að ég byggi persónu hans mjög á Guðmundi Björnssyni sem var landlæknir Íslendinga á þessum tíma. Guðmundur var mikill atorku- og málafylgjumaður. Hann sat í bæjarstjórn og seinna á Alþingi og beitti sér fyrir byggingu holdsveikraspítalans í Gufunesi og Vífilsstaða og seinna Landspítalans. Hann var síðast en kannski einna síst ljóðskáld og orti undir höfundarnafninu Gestur og það hafa lifað lög með textum eftir hann. Það þótti hins vegar undrum sæta að hann, þessi mikli forystumaður, skyldi ekki hafa frumkvæði að viðbrögðum við veikinni, hann gerði ekki neitt og hlaut ámæli fyrir. Þetta fær töluvert pláss í skáldsögu minni og ég reyni að útskýra aðgerðarleysi landlæknis. Kvensöguhetjan er ung kona með fortíð, sem Ketilríður heitir, kölluð Katla. Hún er langömmubarn Vatnsenda-Rósu og líkt og þessi fræga formóðir hennar þá kann hún ýmislegt fyrir sér í fæðingarhjálp. Hún kann reyndar ýmislegt fleira. Leiðir hennar og Arngríms landlæknis liggja reglulega saman og því lýkur með tiltölulega dramatísku uppgjöri. Ketilríður var ekki til heldur er hún skáldskapur minn. Þrátt fyrir að um margt sé byggt á heimildum þá er þetta jú skáldsaga.“Næsti heimsfaraldur Upphafskafli sögunnar og lokakaflinn gerast árið 2020. „Meginfrásögnin hvílir á milli þessara stuttu upphafs- og lokakafla. Þeim er ekki síst ætlað að minna okkur á að það er ekki spurning hvort heldur hvenær næsti heimsfaraldur af inflúensu verður og það er ljóst að hann verður verulega mannskæður,“ segir Ari og bætir við: „Burtséð frá söguþræðinum sjálfum þá eru þarna ýmsir hlutir sem tala inn í okkar samtíma. Þarna er þessi klassíska erkitýpa, hetja sem verður skúrkur og fjallað er um átök hefðbundinna lækninga og alþýðulækninga, rótgróna stéttaskiptingu, viðbrögð við drepsótt, fíknir og sérgæsku gegn samhyggju.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira