Ragnheiður Elín Árnadóttir fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra er á meðal umsækjenda um stöðu verkefnastjóra Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, EFA. Alls sóttu 45 aðilar um starf verkefnastjóra EFA en síðar drógu sjö umsækjendur umsóknir sínar til baka, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar.
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða veitt í Hörpu í desember 2020. Verkefnið er viðamikið samstarfsverkefni ríkis og borgar og er hátíðin haldin í nánu samstarfi og samráði við Evrópsku kvikmyndaakademíuna.
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru fyrst veitt árið 1988 í Vestur-Berlín en tilgangur þeirra er að fagna, styðja við og vekja athygli á evrópskri kvikmyndagerð.
Verkefnastjóri Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna vinnur að undirbúningi hátíðarinnar í samráði við stjórn verkefnisins og Evrópsku kvikmyndaakademíuna. Starfið var auglýst laust til umsóknar þann 26. apríl síðastliðinn.
Umsækjendurnir eru:
Aðalheiður Dögg Finnsd. Helland |
Framkvæmdastjóri |
Anna Katrín Guðmundsdóttir |
Verkefna- og viðburðastjóri |
Arnbjörn Ólafsson |
Forstöðumaður |
Ása Fanney Gestsdóttir |
Menningarstjórnandi |
Ásmundur Jónsson |
Framkvæmdastjóri og útgefandi |
Ásta Sól Kristjánsdóttir |
Framkvæmdastjóri |
Berglind Rún Torfadóttir |
Virkniþjálfi |
Birna Hafstein |
Formaður Félags íslenskra leikara |
Bryndís Pjetursdóttir |
Verkefnastjóri |
Carolina Salas Munoz |
Framleiðandi og verkefnisstjóri |
Desirée Dísa Ferhunde Anderiman |
Verkefnastjóri |
Elva Guðrún Gunnarsdóttir |
Efnahags- og viðskiptafulltrúi |
Erna Ýr Guðjónsdóttir |
Ljósmyndari |
Greipur Gíslason |
Ráðgjafi |
Grímur Atlason |
Verkefnastjóri |
Guðný Káradóttir |
Ráðgjafi |
Guðrún Helga Jónasdóttir |
Dagskrárstjóri heimildamynda/Verkefnastjóri |
Halldór Gunnlaugsson |
Viðskiptafræðingur |
Heiðrún Þráinsdóttir |
Svæðisstjóri |
Hjörtur Grétarsson |
Framkvæmdastjóri |
Inga Björk Sólnes |
Kvikmyndagerðarkona |
Ingi Thor Jónsson |
Viðburðastjóri |
Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson |
Sviðlistamaður og listrænn framleiðandi |
Jónína Sigríður Pálsdóttir |
Verkefnastjóri |
Kolbrún K Halldórsdóttir |
Leikstjóri |
Linda Björk Sumarliðadóttir |
Verkefnastjóri |
Lovísa Óladóttir |
Framkvæmdastjóri |
Marta Monika Kolbuszewska |
Rekstrarstjóri |
Ottó Davíð Tynes |
Heimspekingur |
Óðinn Albertsson |
Verkefnisstjóri MPM, IPMA-C |
Ragnheiður Elín Árnadóttir |
Fv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra |
Rúrí Sigríðardóttir Kommata |
Þjónustufulltrúi og aðstoðarsýningastjóri |
Sandra Stojkovic Hinic |
Verkefnastjóri |
Sigríður Agnes Jónasdóttir |
Deildarstjóri viðburða |
Sigríður Inga Þorkelsdóttir |
Markaðsfulltrúi |
Sigrún Gréta Heimisdóttir |
Innanhúsarkitekt |
Sigurður Kaiser Guðmundsson |
Framkvæmdastjóri og sviðshönnuður |
Svanhildur Sif Halldórsdóttir |
Yfirritstjóri |