Toronto vann Golden State í úrslitum NBA-deildarinnar, 4-2, og tryggði sér fyrsta meistaratitilinn í sögu félagsins. Um leið kom Toronto í veg fyrir að Golden yrði meistari þriðja árið í röð.
Auglýsingin sem Golden State keypti birtist í Toronto Star í gær, sama dag og meistarafögnuður Raptors fór fram á götum Toronto.
Class act by #goldenstatewarriors@warriors management
Warriors take out full-page ad in Canad's most read newspaper (The Toronto Star) to congratulate #TorontoRaptors#WeTheNorthDay#WeTheChampions#WeTheChampspic.twitter.com/QGLJAS0Dpv
— Infinitus Capital (@InfinitusCap) June 17, 2019
Talið er að ein og hálf milljón manns hafi verið samankomin í miðborg Toronto í gær til að fagna NBA-meisturunum nýkrýndu.
Fjórir urðu fyrir skoti á meðan meistarafögnuðinum stóð en meiðsli þeirra eru ekki talin lífshættuleg. Þrír voru handteknir vegna skotárásarinnar.