Enn mótmælt í Hong Kong Pálmi Kormákur skrifar 18. júní 2019 06:00 Mótmælt í Hong Kong. Á myndinni má sjá Joshua Wong, aðgerðasinni stúdenta á mótmælunum. Fréttablaðið/EPA Jimmy Sham, frá Civil Human Rights Front mótmælahópnum, segir um tvær milljónir manna hafi mætt á sunnudaginn, sem eru tvöfalt fleiri en mættu 9. júní síðastliðinn á fyrstu mótmælunum. Nú segja forystumenn mótmælanna að kröfum fólksins verði ekki fullnægt fyrr en lagabreytingin fyrirhugaða verði dregin til baka og afsögn Carrie Lam, æðsta stjórnanda kínverska sjálfsstjórnarhéraðsins Hong Kong, verði tilkynnt. Lam lagði til lagabreytinguna sem varð kveikja mótmælanna. Þessu greinir vefur South China Morning Post frá. Lam hefur síðan beðist afsökunar í opinberri yfirlýsingu frá ríkisstjórn Hong Kong og segist ríkisstjórnin skilja að mótmælin eigi rætur að rekja til „ástar og umhyggju fyrir Hong Kong“ og að Lam muni tileinka sér „einlægari og auðmjúkari viðhorf“ gagnvart gagnrýni frá almenningi. Merki þess að ríkisstjórn Hong Kong hafi áhuga á að koma til móts við mótmælendur má einnig sjá annars staðar en Joshua Wong, einum helsta aðgerðasinna stúdenta í Hong Kong, var sleppt úr fangelsi í gær. Wong, sem er 22 ára, varð andlit regnhlífarhreyfingannar 2014, en þá snerust mótmælin um að íbúar Hong Kong fengju að kjósa sína eigin leiðtoga. Mótmælin stóðu þá í 79 daga en mótmælendur settu upp tjaldbúðir í miðju fjármálahverfi borgarinnar og lömuðu alla starfsemi þar. Wong sagðist á blaðamannafundi eftir að hann var látinn laus vera tilbúinn að taka slaginn og kallaði eftir afsögn Lam. Þó er þetta „of lítið, of seint“ fyrir marga mótmælendur, sem verða ekki sáttir fyrr en Lam segir af sér og lagabreytingin er dregin til baka að sögn Helier Cheung hjá BBC í Hong Kong, sem birti fréttaskýringu um málið í gær. Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Tengdar fréttir Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35 Mótmælendur ýmist skelkaðir eða særðir vegna framgöngu lögreglu Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 13. júní 2019 08:51 Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Jimmy Sham, frá Civil Human Rights Front mótmælahópnum, segir um tvær milljónir manna hafi mætt á sunnudaginn, sem eru tvöfalt fleiri en mættu 9. júní síðastliðinn á fyrstu mótmælunum. Nú segja forystumenn mótmælanna að kröfum fólksins verði ekki fullnægt fyrr en lagabreytingin fyrirhugaða verði dregin til baka og afsögn Carrie Lam, æðsta stjórnanda kínverska sjálfsstjórnarhéraðsins Hong Kong, verði tilkynnt. Lam lagði til lagabreytinguna sem varð kveikja mótmælanna. Þessu greinir vefur South China Morning Post frá. Lam hefur síðan beðist afsökunar í opinberri yfirlýsingu frá ríkisstjórn Hong Kong og segist ríkisstjórnin skilja að mótmælin eigi rætur að rekja til „ástar og umhyggju fyrir Hong Kong“ og að Lam muni tileinka sér „einlægari og auðmjúkari viðhorf“ gagnvart gagnrýni frá almenningi. Merki þess að ríkisstjórn Hong Kong hafi áhuga á að koma til móts við mótmælendur má einnig sjá annars staðar en Joshua Wong, einum helsta aðgerðasinna stúdenta í Hong Kong, var sleppt úr fangelsi í gær. Wong, sem er 22 ára, varð andlit regnhlífarhreyfingannar 2014, en þá snerust mótmælin um að íbúar Hong Kong fengju að kjósa sína eigin leiðtoga. Mótmælin stóðu þá í 79 daga en mótmælendur settu upp tjaldbúðir í miðju fjármálahverfi borgarinnar og lömuðu alla starfsemi þar. Wong sagðist á blaðamannafundi eftir að hann var látinn laus vera tilbúinn að taka slaginn og kallaði eftir afsögn Lam. Þó er þetta „of lítið, of seint“ fyrir marga mótmælendur, sem verða ekki sáttir fyrr en Lam segir af sér og lagabreytingin er dregin til baka að sögn Helier Cheung hjá BBC í Hong Kong, sem birti fréttaskýringu um málið í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Tengdar fréttir Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35 Mótmælendur ýmist skelkaðir eða særðir vegna framgöngu lögreglu Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 13. júní 2019 08:51 Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35
Mótmælendur ýmist skelkaðir eða særðir vegna framgöngu lögreglu Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 13. júní 2019 08:51
Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent