Lífið

Baggalútur með nýtt lag á þjóðhátíðardaginn

Sylvía Hall skrifar
Strákarnir í Baggalúti senda frá sér nýjan smell.
Strákarnir í Baggalúti senda frá sér nýjan smell.
Sprelligosarnir í Baggalúti hafa sent frá sér nýtt lag sem ber heitið Appelsínugul viðvörun. Lagið er gefið út í tilefni einmuna veðurblíðu.

Lagið er nú aðgengilegt á streymiveitunni Spotify en því er lýst sem bæði uppblásnu og háfleygu og því er tilvalið að skreyta útgáfuna með appelsínugulri 17. júní blöðru til þess að sleppa í loftið á sjálfum þjóðhátíðardegi Íslendinga.

„Gerðu ráð fyrir stormi. Gerðu ráð fyrir lægð. En þangað til þá verður geggjað partí, grillum eitthvað djúsí til að nartí,“ segir í laginu sem er sannkallaður sumarsmellur.

Það er Bragi Valdimar Skúlason sem semur lag og texta. Guðmundur Pálsson og Karl Sigurðsson syngja og Guðmundur Kristinn Jónsson stýrir upptökum. Þá leggur einvalalið hljóðfæraleikara og söngfugla laginu lið, til að mynda Guðmundur Pétursson sem túlkar íslenskt sumarveður af innlifun í hverjum kafla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×