Telur samvinnu hafa skort á milli skólastiga Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júní 2019 20:00 Formaður skólastjórafélags Íslands segir samvinnu hafa skort á milli skólastiga í gegnum árin en fari nýtt frumvarp menntamálaráðherra í gegn verði hoggið á þann hnút. Umdeilt hefur verið í kennarastéttinni að setja eigi lög um að kennarar þurfi aðeins eitt leyfisbréf til að hljóta réttindi til að kenna á öllum skólastigum. Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki fyrir þinglok frumvarp um menntun og hæfni kennara. Hingað til hafa kennarar ekki geta kennt á öllum skólastigum, því aðeins er í boði að fá leyfisbréf fyrir hvert stig fyrir sig. Dæmi eru um að framhaldsskólakennarar starfi sem leiðbeinendur í grunnskóla vegna þessa. Þegar ein samfelld aðalnámskrá var sett á fyrir skólastiginn þrjú árið 2008 voru áform um eitt leyfisbréf skrifuð inn í lögin. Sú klausa komst þó aldrei í gegn, því borið hefur á óánægju með þessa leið. Þorsteinn Sæberg, formaður skólastjórafélags Íslands, segir þetta þó langþráðan áfanga. „Þarna munu skólastiginn þrjú í raun og veru ná ákveðinni samvinnu sem hefur skort að mínu viti. Það verður meira flæði á milli skólastiga til framtíðar,“ segir hann.Eitt leyfisbréf dragi úr fagmennsku Umsagnir um frumvarpið leiða í ljós að mikil óánægja ríkir meðal framhaldsskólakennara en meiri sátt meðal grunnskólakennara. Í umsögnum margra framhaldsskóla kemur fram að kennarar telji þetta afturför, eitt leyfisbréf dragi úr fagmennsku í kennslu. Kennarar eigi að hafi sérþekkingu og sérhæfingu í kennslugrein og á því stigi sem þeir kenna á. Leikskólakennari eigi því jafnvel ekki erindi inn í framhaldsskólakennslu. Þorsteinn segir þetta ekki draga úr því að kennarar þurfi að búa yfir sérþekkingu í sínu fagi. „Leikskólastigið er ekki minna mikilvægt heldur en framhaldsskólastigið og grunnskólastigið er ekkert minna mikilvægt heldur en leikskólastigið og framhaldsskólastigið. Öll þessi skólastig eru þar sem nemendur koma við á sinni vegferð til æðra náms. Þau fara í gegnum leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla,“ segir hann. Skóla - og menntamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Formaður skólastjórafélags Íslands segir samvinnu hafa skort á milli skólastiga í gegnum árin en fari nýtt frumvarp menntamálaráðherra í gegn verði hoggið á þann hnút. Umdeilt hefur verið í kennarastéttinni að setja eigi lög um að kennarar þurfi aðeins eitt leyfisbréf til að hljóta réttindi til að kenna á öllum skólastigum. Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki fyrir þinglok frumvarp um menntun og hæfni kennara. Hingað til hafa kennarar ekki geta kennt á öllum skólastigum, því aðeins er í boði að fá leyfisbréf fyrir hvert stig fyrir sig. Dæmi eru um að framhaldsskólakennarar starfi sem leiðbeinendur í grunnskóla vegna þessa. Þegar ein samfelld aðalnámskrá var sett á fyrir skólastiginn þrjú árið 2008 voru áform um eitt leyfisbréf skrifuð inn í lögin. Sú klausa komst þó aldrei í gegn, því borið hefur á óánægju með þessa leið. Þorsteinn Sæberg, formaður skólastjórafélags Íslands, segir þetta þó langþráðan áfanga. „Þarna munu skólastiginn þrjú í raun og veru ná ákveðinni samvinnu sem hefur skort að mínu viti. Það verður meira flæði á milli skólastiga til framtíðar,“ segir hann.Eitt leyfisbréf dragi úr fagmennsku Umsagnir um frumvarpið leiða í ljós að mikil óánægja ríkir meðal framhaldsskólakennara en meiri sátt meðal grunnskólakennara. Í umsögnum margra framhaldsskóla kemur fram að kennarar telji þetta afturför, eitt leyfisbréf dragi úr fagmennsku í kennslu. Kennarar eigi að hafi sérþekkingu og sérhæfingu í kennslugrein og á því stigi sem þeir kenna á. Leikskólakennari eigi því jafnvel ekki erindi inn í framhaldsskólakennslu. Þorsteinn segir þetta ekki draga úr því að kennarar þurfi að búa yfir sérþekkingu í sínu fagi. „Leikskólastigið er ekki minna mikilvægt heldur en framhaldsskólastigið og grunnskólastigið er ekkert minna mikilvægt heldur en leikskólastigið og framhaldsskólastigið. Öll þessi skólastig eru þar sem nemendur koma við á sinni vegferð til æðra náms. Þau fara í gegnum leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla,“ segir hann.
Skóla - og menntamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira