Telur samvinnu hafa skort á milli skólastiga Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júní 2019 20:00 Formaður skólastjórafélags Íslands segir samvinnu hafa skort á milli skólastiga í gegnum árin en fari nýtt frumvarp menntamálaráðherra í gegn verði hoggið á þann hnút. Umdeilt hefur verið í kennarastéttinni að setja eigi lög um að kennarar þurfi aðeins eitt leyfisbréf til að hljóta réttindi til að kenna á öllum skólastigum. Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki fyrir þinglok frumvarp um menntun og hæfni kennara. Hingað til hafa kennarar ekki geta kennt á öllum skólastigum, því aðeins er í boði að fá leyfisbréf fyrir hvert stig fyrir sig. Dæmi eru um að framhaldsskólakennarar starfi sem leiðbeinendur í grunnskóla vegna þessa. Þegar ein samfelld aðalnámskrá var sett á fyrir skólastiginn þrjú árið 2008 voru áform um eitt leyfisbréf skrifuð inn í lögin. Sú klausa komst þó aldrei í gegn, því borið hefur á óánægju með þessa leið. Þorsteinn Sæberg, formaður skólastjórafélags Íslands, segir þetta þó langþráðan áfanga. „Þarna munu skólastiginn þrjú í raun og veru ná ákveðinni samvinnu sem hefur skort að mínu viti. Það verður meira flæði á milli skólastiga til framtíðar,“ segir hann.Eitt leyfisbréf dragi úr fagmennsku Umsagnir um frumvarpið leiða í ljós að mikil óánægja ríkir meðal framhaldsskólakennara en meiri sátt meðal grunnskólakennara. Í umsögnum margra framhaldsskóla kemur fram að kennarar telji þetta afturför, eitt leyfisbréf dragi úr fagmennsku í kennslu. Kennarar eigi að hafi sérþekkingu og sérhæfingu í kennslugrein og á því stigi sem þeir kenna á. Leikskólakennari eigi því jafnvel ekki erindi inn í framhaldsskólakennslu. Þorsteinn segir þetta ekki draga úr því að kennarar þurfi að búa yfir sérþekkingu í sínu fagi. „Leikskólastigið er ekki minna mikilvægt heldur en framhaldsskólastigið og grunnskólastigið er ekkert minna mikilvægt heldur en leikskólastigið og framhaldsskólastigið. Öll þessi skólastig eru þar sem nemendur koma við á sinni vegferð til æðra náms. Þau fara í gegnum leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla,“ segir hann. Skóla - og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Sjá meira
Formaður skólastjórafélags Íslands segir samvinnu hafa skort á milli skólastiga í gegnum árin en fari nýtt frumvarp menntamálaráðherra í gegn verði hoggið á þann hnút. Umdeilt hefur verið í kennarastéttinni að setja eigi lög um að kennarar þurfi aðeins eitt leyfisbréf til að hljóta réttindi til að kenna á öllum skólastigum. Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki fyrir þinglok frumvarp um menntun og hæfni kennara. Hingað til hafa kennarar ekki geta kennt á öllum skólastigum, því aðeins er í boði að fá leyfisbréf fyrir hvert stig fyrir sig. Dæmi eru um að framhaldsskólakennarar starfi sem leiðbeinendur í grunnskóla vegna þessa. Þegar ein samfelld aðalnámskrá var sett á fyrir skólastiginn þrjú árið 2008 voru áform um eitt leyfisbréf skrifuð inn í lögin. Sú klausa komst þó aldrei í gegn, því borið hefur á óánægju með þessa leið. Þorsteinn Sæberg, formaður skólastjórafélags Íslands, segir þetta þó langþráðan áfanga. „Þarna munu skólastiginn þrjú í raun og veru ná ákveðinni samvinnu sem hefur skort að mínu viti. Það verður meira flæði á milli skólastiga til framtíðar,“ segir hann.Eitt leyfisbréf dragi úr fagmennsku Umsagnir um frumvarpið leiða í ljós að mikil óánægja ríkir meðal framhaldsskólakennara en meiri sátt meðal grunnskólakennara. Í umsögnum margra framhaldsskóla kemur fram að kennarar telji þetta afturför, eitt leyfisbréf dragi úr fagmennsku í kennslu. Kennarar eigi að hafi sérþekkingu og sérhæfingu í kennslugrein og á því stigi sem þeir kenna á. Leikskólakennari eigi því jafnvel ekki erindi inn í framhaldsskólakennslu. Þorsteinn segir þetta ekki draga úr því að kennarar þurfi að búa yfir sérþekkingu í sínu fagi. „Leikskólastigið er ekki minna mikilvægt heldur en framhaldsskólastigið og grunnskólastigið er ekkert minna mikilvægt heldur en leikskólastigið og framhaldsskólastigið. Öll þessi skólastig eru þar sem nemendur koma við á sinni vegferð til æðra náms. Þau fara í gegnum leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla,“ segir hann.
Skóla - og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Sjá meira