Tugir þúsunda mótmæla enn í Hong Kong Sylvía Hall skrifar 16. júní 2019 09:34 Götur Hong Kong fylltust af svartklæddum mótmælendum. Vísir/Getty Þúsundir manna mótmæla enn í Hong Kong vegna umdeildra laga um framsalsheimildir, sem heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Mótmælin standa enn yfir þrátt fyrir að stjórnvöld í Hong Kong hafi ákveðið í gær að fresta innleiðingu laganna. Mótmælendur sætta sig aftur á móti ekki við frestun heldur vilja að frumvarpið verði látið niður falla. Einhverjir krefjast þess að æðsti embættismaður sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam, segi af sér en hún hefur verið stuðningsmaður frumvarpsins.Sjá einnig: Risa mótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Talið er að tugir þúsunda hafi mótmælt frumvarpinu en mótmælendur voru svartklæddir þegar þeir gengu um götur Hong Kong. Mótmælin eru þau stærstu og jafnframt þau hörðustu í áratugi en talið er að svo mikill fjöldi mótmælenda hafi ekki komið saman frá árinu 1989 þegar íbúar Hong Kong mótmæltu meðferðinni á kínverskum mótmælendum í blóðbaðinu á Tiananmen torgi.Ms Ng and Mr Chu have joined the protests at Victoria Park - say it's the first time protesting against the extradition proposals. Say they were angered by police use of force. Wearing white flowers to commemorate yesterday's protester who fell to his death. pic.twitter.com/BgJ2Nn3PJz — Helier Cheung (@HelierCheung) June 16, 2019 Þátttakendur í mótmælunum mættu margir hverjir með hvít blóm á meðan aðrir veifuðu borðum þar sem mátti lesa: „Ekki skjóta, við erum íbúar Hong Kong“, en lögregla hafði áður beitt táragasi og gúmmískotum á mótmælendur. Hiti fór víða upp í þrjátíu gráður á meðan mótmælunum stóð og áttu margir mótmælendur erfitt með hitann. Mátti sjá fólk falla í yfirlið á götum Hong Kong og voru sjálfboðaliðar á vettvangi til þess að veita aðstoð og dreifa vatnsflöskum til þeirra. Mótmælin hafa vakið athygli víða um heim en á miðvikudag brutust út óeirðir og voru yfir sjötíu manns lögð á spítala í kjölfarið. Þá neyddust verslanir og bankar á svæðinu til þess að loka útibúum sínum á meðan þeim stóð.Vísir/GettyVísir/Getty Hong Kong Kína Tengdar fréttir Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi Stuðningur á þingi og í stjórnmálasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæðagreiðslu. 15. júní 2019 07:30 Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Þúsundir manna mótmæla enn í Hong Kong vegna umdeildra laga um framsalsheimildir, sem heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Mótmælin standa enn yfir þrátt fyrir að stjórnvöld í Hong Kong hafi ákveðið í gær að fresta innleiðingu laganna. Mótmælendur sætta sig aftur á móti ekki við frestun heldur vilja að frumvarpið verði látið niður falla. Einhverjir krefjast þess að æðsti embættismaður sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam, segi af sér en hún hefur verið stuðningsmaður frumvarpsins.Sjá einnig: Risa mótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Talið er að tugir þúsunda hafi mótmælt frumvarpinu en mótmælendur voru svartklæddir þegar þeir gengu um götur Hong Kong. Mótmælin eru þau stærstu og jafnframt þau hörðustu í áratugi en talið er að svo mikill fjöldi mótmælenda hafi ekki komið saman frá árinu 1989 þegar íbúar Hong Kong mótmæltu meðferðinni á kínverskum mótmælendum í blóðbaðinu á Tiananmen torgi.Ms Ng and Mr Chu have joined the protests at Victoria Park - say it's the first time protesting against the extradition proposals. Say they were angered by police use of force. Wearing white flowers to commemorate yesterday's protester who fell to his death. pic.twitter.com/BgJ2Nn3PJz — Helier Cheung (@HelierCheung) June 16, 2019 Þátttakendur í mótmælunum mættu margir hverjir með hvít blóm á meðan aðrir veifuðu borðum þar sem mátti lesa: „Ekki skjóta, við erum íbúar Hong Kong“, en lögregla hafði áður beitt táragasi og gúmmískotum á mótmælendur. Hiti fór víða upp í þrjátíu gráður á meðan mótmælunum stóð og áttu margir mótmælendur erfitt með hitann. Mátti sjá fólk falla í yfirlið á götum Hong Kong og voru sjálfboðaliðar á vettvangi til þess að veita aðstoð og dreifa vatnsflöskum til þeirra. Mótmælin hafa vakið athygli víða um heim en á miðvikudag brutust út óeirðir og voru yfir sjötíu manns lögð á spítala í kjölfarið. Þá neyddust verslanir og bankar á svæðinu til þess að loka útibúum sínum á meðan þeim stóð.Vísir/GettyVísir/Getty
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi Stuðningur á þingi og í stjórnmálasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæðagreiðslu. 15. júní 2019 07:30 Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi Stuðningur á þingi og í stjórnmálasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæðagreiðslu. 15. júní 2019 07:30
Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35