Guðmundur Ágúst sigurvegari eftir bráðabana Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júní 2019 21:38 Guðmundur Ágúst Kristjánsson. vísir/GVA Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann PGA Championship mótið á Nordic Tour mótaröðinni í golfi í dag eftir bráðabana. Guðmundur fór hringina þrjá í mótinu á níu höggum undir pari eins og Daninn Christian Christiansen og því þurfti bráðabana til þess að skera út um sigurvegara á mótinu. Þar hafði Guðmundur betur. Eftir að hafa farið 18. brautina þrisvar voru þeir enn jafnir og fresta þurfti bráðabananum vegna þrumuveðurs. Það tókst ekki að klára bráðabanann og því deila Guðmundur og Christiansen sigrinum. Þetta var annar sigur Guðmundar á mótaröðinni og þarf hann því aðeins einn sigur í viðbót til þess að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu. Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson spiluðu einnig á mótinu. Haraldur varð áttundi en Andri varð 35. eftir erfiðan lokahring. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann PGA Championship mótið á Nordic Tour mótaröðinni í golfi í dag eftir bráðabana. Guðmundur fór hringina þrjá í mótinu á níu höggum undir pari eins og Daninn Christian Christiansen og því þurfti bráðabana til þess að skera út um sigurvegara á mótinu. Þar hafði Guðmundur betur. Eftir að hafa farið 18. brautina þrisvar voru þeir enn jafnir og fresta þurfti bráðabananum vegna þrumuveðurs. Það tókst ekki að klára bráðabanann og því deila Guðmundur og Christiansen sigrinum. Þetta var annar sigur Guðmundar á mótaröðinni og þarf hann því aðeins einn sigur í viðbót til þess að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu. Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson spiluðu einnig á mótinu. Haraldur varð áttundi en Andri varð 35. eftir erfiðan lokahring.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira