Versta rigningarspáin fór í fjölmiðla Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2019 18:02 Frá rigningunni í miðbæ Reykjavíkur á 17. júní árið 2014. vísir/daníel Ekki er að vænta frekari rigningarskúra á höfuðborgarsvæðinu í dag, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands en íbúar á suðvesturhorninu tóku eflaust flestir eftir því þegar rigndi nú síðdegis – eftir alllanga þurrkatíð. Útlit er fyrir að haldist þurrt þangað til á þjóðhátíðardaginn en fyrstu og svörtustu rigningarspár virðast þó ekki ætla að rætast.Sjá einnig: Stefnir í rennblautt hæ hó og jibbí jei Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að varla hafi rignt á höfuðborgarsvæðinu síðan í kringum 20. maí. Hann bendir þó á að áður hafi komið sambærileg þurrkatímabil, líkt og sumarið 2012. Í gær leit svo út fyrir að verulega blautt yrði á 17. júní, sem ber upp á mánudaginn. Teitur segir að nú líti út fyrir að rigningin láti síðar á sér kræla, og í minni mæli, en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þá verði líklega ágætisveður víða um land framan af degi. „Þessi spá sem fór í fjölmiðla þarna, hún var svona versta útgáfan,“ segir Teitur um þjóðhátíðardagsspána í gær. Þjóðhátíðarrigningin haldi svo áfram fram á þriðjudag og þá komi einnig svalara loft yfir landið sem leysi hinn hlýja loftmassa af hólmi. Þannig verði hiti ekki um 20 stig líkt og gerst hefur ítrekað á Suður- og Vesturlandi síðustu daga. Hlýtt hefur verið vestanlands í dag en hiti fór yfir 22 stig í Borgarfirði, bæði á Hvanneyri og að Litla-Skarði. Veður Tengdar fréttir Stefnir í rennblautt hæ hó og jibbí jei Veðurspár segja að það muni rigna duglega 17. júní. 14. júní 2019 13:52 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Ekki er að vænta frekari rigningarskúra á höfuðborgarsvæðinu í dag, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands en íbúar á suðvesturhorninu tóku eflaust flestir eftir því þegar rigndi nú síðdegis – eftir alllanga þurrkatíð. Útlit er fyrir að haldist þurrt þangað til á þjóðhátíðardaginn en fyrstu og svörtustu rigningarspár virðast þó ekki ætla að rætast.Sjá einnig: Stefnir í rennblautt hæ hó og jibbí jei Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að varla hafi rignt á höfuðborgarsvæðinu síðan í kringum 20. maí. Hann bendir þó á að áður hafi komið sambærileg þurrkatímabil, líkt og sumarið 2012. Í gær leit svo út fyrir að verulega blautt yrði á 17. júní, sem ber upp á mánudaginn. Teitur segir að nú líti út fyrir að rigningin láti síðar á sér kræla, og í minni mæli, en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þá verði líklega ágætisveður víða um land framan af degi. „Þessi spá sem fór í fjölmiðla þarna, hún var svona versta útgáfan,“ segir Teitur um þjóðhátíðardagsspána í gær. Þjóðhátíðarrigningin haldi svo áfram fram á þriðjudag og þá komi einnig svalara loft yfir landið sem leysi hinn hlýja loftmassa af hólmi. Þannig verði hiti ekki um 20 stig líkt og gerst hefur ítrekað á Suður- og Vesturlandi síðustu daga. Hlýtt hefur verið vestanlands í dag en hiti fór yfir 22 stig í Borgarfirði, bæði á Hvanneyri og að Litla-Skarði.
Veður Tengdar fréttir Stefnir í rennblautt hæ hó og jibbí jei Veðurspár segja að það muni rigna duglega 17. júní. 14. júní 2019 13:52 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Stefnir í rennblautt hæ hó og jibbí jei Veðurspár segja að það muni rigna duglega 17. júní. 14. júní 2019 13:52
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent