Skólastjóri kveður mygluna í Fossvogsskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 16:27 Ástandið í Fossvogsskóla er ekki gott þessa dagana. Vísir/Vilhelm Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. Segja má að um enn eitt áfallið sé að ræða fyrir nemendur, foreldra og kennara í skólanum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur a.m.k. einn reynslumikill kennari ákveðið að færa sig um set og kveðja skólann eftir tæplega tveggja áratuga starf. Fossvogsskóla var lokað um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. Hafa nemendur meðal annars fengið inni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna aðstöðuleysis. Aðalbjörg segir í tölvupósti til foreldra í dag að hún hafi verið ráðin skólastjóri í Norðlingaskóla frá áramótum. „Ákvörðun mín að sækja um skólastjórastöðu Norðlingaskóla var mér um margt erfið þar sem ég hef átt mjög gott og gefandi samstarf við ykkur, ekki síst í verkefnum síðustu mánuði. Hins vegar er það svo að ég vann við Norðlingaskóla í tíu ár lengst af sem aðstoðarskólastjóri auk þess að leysa skólastjóra af um nokkurt skeið í fjarveru hans.“ Nú bjóðist það tækifæri að taka við stjórn skólans þar sem hún hafi átt hvað lengstan starfsaldur auk þess sem hún hafi tekið ríkan þátt í að móta stefnu og starfhætti sem þar ríkja. „Þetta var því tækifæri sem ég gat ekki látið mér úr greipum ganga þó svo að tímasetningin sé ekki sú heppilegasta í ljósi þeirra aðstæðna sem skólastarf Fossvogsskóla býr við um þessar mundir. Ég hef notið þess að vinna með ykkur síðustu tvö ár og vona að ýmislegt af því sem við höfum endurmetið og mótað í sameiningu efli starf skólans inn í framtíðina.“ Aðalbjörg segist hafa komið þeim tilmælum til yfirmanna skóla- og frístundasviðs að mikilvægt sé að hugað verði að því að auglýsa skólastjórastöðu Fossvogsskóla eins fljótt og kostur er svo eyða megi þeirri óvissu hver taki við af henni og hvenær. „Þetta er ekki hvað síst mikilvægt þar sem skólasamfélagið okkar hér í Fossvogskóla hefur þurft að búa við mikla óvissu í vetur eins og kunnugt er.“ Fram kom á fundi skólastjóra með foreldrum á dögunum að Fossvogsskóli væri enn verr farinn af myglu en áður hefði verið talið. Var Aðalbjörg spurð að því á fundinum hvernig gengi að halda í kennara við svona óvissuástand þar sem óvíst er hvenær hægt verði að framhalda skólahaldi í Fossvoginum. Samkvæmt heimildum Vísis sagði Aðalbjörg að vel gengi að halda í kennara og mikill einhugur væri í hópnum. Ekki náðist í Aðalbjörgu við vinnslu fréttarinnar. Skóla - og menntamál Vistaskipti Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. Segja má að um enn eitt áfallið sé að ræða fyrir nemendur, foreldra og kennara í skólanum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur a.m.k. einn reynslumikill kennari ákveðið að færa sig um set og kveðja skólann eftir tæplega tveggja áratuga starf. Fossvogsskóla var lokað um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. Hafa nemendur meðal annars fengið inni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna aðstöðuleysis. Aðalbjörg segir í tölvupósti til foreldra í dag að hún hafi verið ráðin skólastjóri í Norðlingaskóla frá áramótum. „Ákvörðun mín að sækja um skólastjórastöðu Norðlingaskóla var mér um margt erfið þar sem ég hef átt mjög gott og gefandi samstarf við ykkur, ekki síst í verkefnum síðustu mánuði. Hins vegar er það svo að ég vann við Norðlingaskóla í tíu ár lengst af sem aðstoðarskólastjóri auk þess að leysa skólastjóra af um nokkurt skeið í fjarveru hans.“ Nú bjóðist það tækifæri að taka við stjórn skólans þar sem hún hafi átt hvað lengstan starfsaldur auk þess sem hún hafi tekið ríkan þátt í að móta stefnu og starfhætti sem þar ríkja. „Þetta var því tækifæri sem ég gat ekki látið mér úr greipum ganga þó svo að tímasetningin sé ekki sú heppilegasta í ljósi þeirra aðstæðna sem skólastarf Fossvogsskóla býr við um þessar mundir. Ég hef notið þess að vinna með ykkur síðustu tvö ár og vona að ýmislegt af því sem við höfum endurmetið og mótað í sameiningu efli starf skólans inn í framtíðina.“ Aðalbjörg segist hafa komið þeim tilmælum til yfirmanna skóla- og frístundasviðs að mikilvægt sé að hugað verði að því að auglýsa skólastjórastöðu Fossvogsskóla eins fljótt og kostur er svo eyða megi þeirri óvissu hver taki við af henni og hvenær. „Þetta er ekki hvað síst mikilvægt þar sem skólasamfélagið okkar hér í Fossvogskóla hefur þurft að búa við mikla óvissu í vetur eins og kunnugt er.“ Fram kom á fundi skólastjóra með foreldrum á dögunum að Fossvogsskóli væri enn verr farinn af myglu en áður hefði verið talið. Var Aðalbjörg spurð að því á fundinum hvernig gengi að halda í kennara við svona óvissuástand þar sem óvíst er hvenær hægt verði að framhalda skólahaldi í Fossvoginum. Samkvæmt heimildum Vísis sagði Aðalbjörg að vel gengi að halda í kennara og mikill einhugur væri í hópnum. Ekki náðist í Aðalbjörgu við vinnslu fréttarinnar.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira