Lífið

Elísabet Ormslev gefur út sitt fyrsta lag

Andri Eysteinsson skrifar
Elísabet syngur hér í Garðpartýi Bylgjunnar árið 2017.
Elísabet syngur hér í Garðpartýi Bylgjunnar árið 2017. Fréttablaðið/Andri Marinó

Söngkonan Elísabet Ormslev hefur lengi setið á eigin efni en ekki þorað að sleppa af því tökunum, fyrr en nú. Elísabet hefur nú gefið út sitt fyrsta frumsamda lag en lagið var samið ásamt vinkonu Elísabet.

„Áður hef ég bara verið að syngja eftir aðra, nú er kominn tími til að láta ljós mitt skína í þessum málum,“ sagði Elísabet við Ívar Guðmunds í þætti hans á Bylgjunni í morgun.

Lagið sem Elísabet hefur samið og gefið út heitir Heart Beats og er eins og áður segir unnið af henni og vinkonu hennar, Zöe. „Hún var með hljómagang og ég kom með melódíuna. Við virkum svo vel saman, stundum fæ ég bakraddahugmynd og hún veit nákvæmlega hvað ég er að tala um,“ sagði Elísabet.

Elísabet segir þær Zöe fara mikið fram og til baka í sköpunarferlinu en þegar þær lendi á réttu hugmyndinni sé það alveg klárt. Plata Elísabetar og Zöe er að sögn Elísabetar væntanleg í lok sumars eða snemma í haust.

„Ég er ekki búin að ákveða dagsetningu, platan er tilbúin en það á bara eftir að mixa og mastera hana, leggja lokahönd á allt í kringum þetta,“ sagði söngkonan Elísabet Ormslev.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×