Spieth lét kylfusveininn heyra það Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. júní 2019 14:30 Jordan Spieth var í vandræðum í gær vísir/getty Jordan Spieth er í baráttunni um að sleppa í gegnum niðurskurðinn á Opna bandaríska risamótinu í golfi eftir erfiðan fyrsta hring. Hann tók reiði sína út á kylfusveininum í gær. Spieth hefur ekki unnið golfmót síðan hann vann Opna breska risamótið í júlí 2017. Hann byrjaði vel á fyrsta hring á Pebble Beach vellinum í gær með fugli á annari holu en hann fór illa með holu 6, sem er par fimm hola, og fékk skolla á henni og tvo skolla á áttundu og níundu holu. Á áttundu holu gerði hann tvö stór mistök. Upphafshöggið var of fast, fór yfir brautina og rann ofan í vatnið. Þriðja höggið inn á flötina var aftur of fast og fór djúpt í kargann við hliðina á flötinn. Spieth var augljóslega pirraður og hann heyrðist vel taka reiði sína út á kylfusveininum Michael Greller í sjónvarpsútsendingunni í Bandaríkjunum.Jordan Spieth just completely called out his caddie on national TV. Whether the caddie misjudged it or not, that's a bush league move. At the end of the day, you're the one hitting the golf ball.#USOpenpic.twitter.com/lFSYQSGrvR — Danny Vietti (@DannyVietti) June 13, 2019 „Tvö fullkomin skot Michael. Þú komst mér í vatnið með einu og yfir flötina með hinu,“ á Spieth að hafa sagt. Hinn 25 ára Spieth náði að koma sér aftur á rétta braut, fór seinni níu skollalausar og náði í einn fugl, kláraði því hringinn á einu höggi yfir pari. Spieth hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir þessi viðbrögð sín og svaraði fyrir sig í viðtali eftir hringinn. „Þegar þú hittir tvö skot nákvæmlega eins og þú vilt og eitt þeirra endar í vatninu og hitt yfir flötina, þá verð ég pirraður að við sem lið gátum ekki komið í veg fyrir að þetta gerðist,“ sagði Spieth. „Ég leit kannski út eins og vondi karlinn en ég vil að við séum í leik ef ég hitti boltann almennilega. En ég var úr leik í báðum þessum skotum.“ Spieth er jafn í 58. - 76. sæti fyrir annan hring, niðurskurðarlínan er oftast í kringum 70. sæti svo Spieth þarf að passa sig á öðrum hring svo hann fái að vera með út mótið. Bein útsending frá öðrum hring hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Jordan Spieth er í baráttunni um að sleppa í gegnum niðurskurðinn á Opna bandaríska risamótinu í golfi eftir erfiðan fyrsta hring. Hann tók reiði sína út á kylfusveininum í gær. Spieth hefur ekki unnið golfmót síðan hann vann Opna breska risamótið í júlí 2017. Hann byrjaði vel á fyrsta hring á Pebble Beach vellinum í gær með fugli á annari holu en hann fór illa með holu 6, sem er par fimm hola, og fékk skolla á henni og tvo skolla á áttundu og níundu holu. Á áttundu holu gerði hann tvö stór mistök. Upphafshöggið var of fast, fór yfir brautina og rann ofan í vatnið. Þriðja höggið inn á flötina var aftur of fast og fór djúpt í kargann við hliðina á flötinn. Spieth var augljóslega pirraður og hann heyrðist vel taka reiði sína út á kylfusveininum Michael Greller í sjónvarpsútsendingunni í Bandaríkjunum.Jordan Spieth just completely called out his caddie on national TV. Whether the caddie misjudged it or not, that's a bush league move. At the end of the day, you're the one hitting the golf ball.#USOpenpic.twitter.com/lFSYQSGrvR — Danny Vietti (@DannyVietti) June 13, 2019 „Tvö fullkomin skot Michael. Þú komst mér í vatnið með einu og yfir flötina með hinu,“ á Spieth að hafa sagt. Hinn 25 ára Spieth náði að koma sér aftur á rétta braut, fór seinni níu skollalausar og náði í einn fugl, kláraði því hringinn á einu höggi yfir pari. Spieth hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir þessi viðbrögð sín og svaraði fyrir sig í viðtali eftir hringinn. „Þegar þú hittir tvö skot nákvæmlega eins og þú vilt og eitt þeirra endar í vatninu og hitt yfir flötina, þá verð ég pirraður að við sem lið gátum ekki komið í veg fyrir að þetta gerðist,“ sagði Spieth. „Ég leit kannski út eins og vondi karlinn en ég vil að við séum í leik ef ég hitti boltann almennilega. En ég var úr leik í báðum þessum skotum.“ Spieth er jafn í 58. - 76. sæti fyrir annan hring, niðurskurðarlínan er oftast í kringum 70. sæti svo Spieth þarf að passa sig á öðrum hring svo hann fái að vera með út mótið. Bein útsending frá öðrum hring hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira